Need for Speed: Underground [dæmdur] Jæja, hér er komið svona smá rýni frá mér um Need for speed

Framleiðandi: Electronic Arts
Þróunaraðili: Electronic Arts
Spilendur: 1-2
Tegund: Bílaleikur
Aldur: 3+
Online spilun: Já

Need for speed leikjaserían er ekki ný. Hún hóf feril sinn á PC árið 1995 og hét þá fyrsti leikurinn einfaldlega Need for speed. Leikir á borð við Need for Speed: High Stakes, Need for Speed II og fleiri góðir hafa litið dagsins ljós. Leikirnir hafa þróast heldur betur með árunum og grafíkin með. Sá nýjasti heitir Need for Speed: Underground og hefur aldrei verið flottari. Enda vilja menn meina það að hann sé í rauninni 2Fast 2Furious ”The Game”.

Spilun:
Leikurinn byggist á ótrúlega hraðri spilun og hér er það bara að komast fyrstur í mark á milli þess sem þarf að uppfylla ýmis skilyrði áður en brautin er á enda. Hægt að velja á milli fjöldann allan af bílum sem maður notar á meðan að keppni stendur.

Grafík:
Grafíkin er mjög flott, ef maður er búinn að spila leikinn í dágóða stund gleymir maður því hreinlega að maður sitji í sófa að spila hann, maður er hreinlega kominn í keppnisgallann og situr í bílnum.

Hljóð:
Need for Speed: Underground einn inn af fyrstu leikjunum sem hafa THX staðal í hljóðinu. Einnig er í leiknum Dolby Surround PRO LOGIC II sem gerir spilunina margfalt skemmtilegri ef að um 5.1 kerfi eða betra sé að ræða. Einnig er tónlistin mjög flott og má segja að lagið “Get Low” með Lil Jon & the East Side Boyz featuring Ying Yang Twins sé “Theme lag” leiksins. Enda um massa flott lag að ræða.

Ending:
Need for Speed: Underground er leikur sem allir unnendur góðra bílaleikja vilja að klára. Maður setur hann ekki einu sinni í tölvuna og hendir honum síðan uppí hillu, nei af og frá, þennan viltu klára.

Kostir:
+Massa góður leikur
+Mjög flott grafík
+Þarf að hafa fyrir því að vinna hann
+Fjölspilun
+Hentar jafn vel leikjatölvunum eins vel og PC

Gallar:
-Valsar á milli erfiðleikastiga
-Einhæft vélarhljóð í bílunum

Einkunnargjöf:

Spilun: 8.7
Já ég var nokkuð sáttu við spilun leiksins en það sem dró einkunnina niður var það hversu einhæfar brautirnar gátu verið. En engu að síður mjög flott spilun.

Grafík: 8.4
Grafík leiksins er nokkuð flott veit því miður ekki á hvaða grafíkvél leikurinn keyrir en engu að síður ágætis grafík.

Hljóð: 7.9
Geri ráð fyrir því að flestir spili leikina sína í venjulegu sjónvarpi og þá er hljóðið bara svona “venjulegt” en ef hinsvegar um 5.1 dolby digital kerfi með THX staðal er að ræða þá líta málin öðruvísi út því að þá vantar ekkert nema stóran og mikinn plasma skjá (eða tjald með skjávarpa) og þá ertu ekki að spila leikinn heldur ertu hluti af honum.

Ending: 9.0
Leikurinn eins og áður sagði er leikur sem allir unnendur bílaleikja verða að klára en ef að þú hefur engan áhuga á hröðum og stórskemmtilegum bílaleikjum þá nennirðu örugglega ekki að klára hann.

Lokaeinkunn (ekki meðaltal): 8.0
Var bara nokkuð sáttur við leikinn í alla staði og hafði mjög gaman að því að spila hann.

Mæli hiklaust með því að þið athugið nánar þennan leik ef að þið eruð ekki þegar búinn að því.

Need for Speed: Underground er til fyrir allar gerðir leikjavéla (líka Gameboy)
Cinemeccanica