Þetta er leikjaríni sem ég skrifaði fyrir BT.is ;)
Datt í hug að senda þetta hérna inn því ég hef ekki verið nógu duglegur í því að senda inn greinar.


Framleiðandi: Microsoft
Þróunaraðili: Bungie Software
Spilendur: 1-4
Tegund: Fyrstu Persónu Skotleikur
Aldur: 15+
Online spilun: Já, í PC

Halo er leikur sem eflaust allir Xbox eigendur eiga. Er mest seldi Xbox leikur allra tíma og ekki að undra vegna þess að leikurinn er frábærlega skemmtilegur, sennilega flottasta Xbox grafík sem sést hefur (Ef Doom 3 og Half-Life 2 eru ekki teknir með)

Framsetning:

Aðalvalmynd leiksins bíður uppá möguleikana: Campaign sem er single player hluti leiksins, svo er það Multiplayer sem lýsir sér þannig að annað hvort er hægt að spila tveir og nota sama skjáinn, eða spila fjórir og nota þá split screen, ef mönnum finnst það óþægilegt þá er hreinlega hægt að tengja allt að fjórar Xbox vélar saman og þá spilar hver og einn með sinn skjá (sjónvarp), sú tækni kallast System link play. Svo er auðvitað hægt að breyta multiplayer hlutanum, s.s. stilla hversu marga þarf að drepa til þess að vinna. Svo er það þriðji möguleikinn í aðalvalmynd leiksins sem nefnist Settnings en þar getur maður breytt profilnum sem maður er þegar búinn að búa til sem allt savast á, t.d. breyta player nafni, breyta stjórnuninni á stýripinnanum og fleira og fleira. Fjórði og síðasti möguleikinn í aðalvalmynd leiksins nefnist Game Demos en þar getur maður eins og nafnið bendir til skoðað video úr fleiri Xbox leikjum.

Spilun:

Halo er harðsnúinn skytta sem lifir á sérkennilegum stað í geimnum. Eins og áður sagði þá spilast leikurinn í fyrstu persónu og hér er það bara að skjóta allt sem hreyfist eða svona stundum. Allavegana því að það kemur fyrir að vinir þínir í leiknum fylgja þér og hjálpi þér síðan að ganga frá blóðíllum geimverum. Erfitt er að deyja í leknum þar sem heilsan þín hækkar sig sjálfkrafa þegar þú ert allveg að deyja. Ef hinnsvegar er verið að skjóta á þig þegar þú ert að deyja þá ertu í hættu vegan þess að heilsan hleður sig upp 5-10 sec eftir að búið er að skjóta þig. Þannig ef að þú ert allveg að “syngja þitt síðasta” í leiknum þá er um að gera að forða sér og fela sig á bak við eitthvern hlut og bíða eftir að heilsan hækki aftur og þá er bara að ganga frá þessum geimverum sem eru þarna í þeim einum tilgangi að koma þér fyrir kattarnef.

Grafík:

Grafík leiksins er hreint út sagt allveg ótrúlega flott og er byggð upp á Jamagic grafíkvélinni. Ljóst er að framleiðendur leiksins hafa ekki tekið þetta sem eitthverja baunasúpugerð. Persónur leiksins eru allveg þvílíkt flottar og umhverfið er enginn eftirbátur. Þannig Halo skartar ekkert nema flottri grafík sem er ótrúlega raunveruleg.

Hljóð:

Halo er gerður með Dolby Digital hljóð innanborðs þannig ef að þú ert með bæði framhátalar, bakhátalar, center (miðju) og bassabox má segja að þú sért inní leiknum og gleymir öllu sem heitir ekki Halo. Sem sagt þú ert inní leiknum. Tónlist leiksins er ekki af verri endanum og hefur Bungie Software sennilega fengið til sín heila sinfoníu við gerð tónlistarinnar. Skothljóðin eru brjálæðislega flott og má segja að allt hreinlega nötri þegar verið er að skjóta úr byssunum og þegar tónlistin í leiknum er í hámarki. Einnig er hægt að setja inná harða diskinn í Xbox tölvunni sín eigin lög af geisladiskum og hlusta svo á þau á meðan á leik stendur.

Ending:

Halo er leikur sem hægt er að fara í aftur og aftur og mjög erfitt að fá leið á honum. Því hann er frábærlega skemmtilegur og vandaður þannig ég kýs að kalla þennan leik “Hinn fullkomna tölvuleik” Annars þekki ég engann sem líkar Halo.

Kostir:

+ Frábærlega skemmtilegur leikur
+ Mögnuð grafík
+ Nokkuð góð gervigreind
+ Vel gerð borð
+ Fjölspilun
+ Hentar Xbox stýripinnanum feikna vel
+ Lík óvinanna hverfa ekki

Gallar:

-Mætti vera erfiðari
-Óvinir eru frekar einhæfir

Einkunnargjöf:

Spilun: 9.4

Mjög skemmtileg spilun og yfirleitt þá er það bara “málshátturinn” "skjóttu allt sem hreyfist,, sem er kjörorð þessa leiks.

Grafík: 9.7

Já þetta er svo flott grafík að hann á ekkert minna skilið en þetta. Eina ógnun þessara grafíkar er Doom 3 grafíkin og hugsanlega Half-Life 2 grafíkin líka.

Hljóð: 9.0

Hef heyrt það betra en eingu að síður er hann með mjög gott hljóð, og leikurinn er gerður fyrir Dolby Digital þannig að það er mjög flott í heimabíókerfum.

Ending: 9.4

Já 9.4 fær hann því mér hefur allaveganna ekki tekist það að fá leið á honum, á eftir að komast að því seinna meir hvort að það sé hægt.

Lokaeinkunn (ekki meðaltal): 10

Persónulega er þetta minn uppáhalds leikur og hann er hreinlega bara fullkominn.

Halo er fáanlegur í Xbox og PC.
Cinemeccanica