Nú í gær var Nintendo í USA að senda frá sér tilkynningu um nýja tölvu sem kemur vonandi á markað seinna í ár. Beðið hefur verið eftir þessari yfirlýsingu lengi og þó að aðeins hafi verið gefnar litlar upplýsingar þá eru þær nóg til að hrista aðeins upp í leikjaheiminum.

Nintendo hefur alltaf verið þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í gerð tölva, leikja og fylgihluta. Þessi væntanlega tölva er engin undantekning. Verður hún búin 2 skjáum og 2 mismunandi örgjörvum. Einnig fara þeir alveg nýjar leiðir í leikjunum sjálfum. Þeir koma ekki á diskum eða gömlu góðu hylkjunum, heldur á “semiconductor memory of up to 1 Gigabit”. Er ekki með íslenska orðið á hreinu en menn skilja þetta alveg.

Ætlast Nintendo til þess að þessi uppsetning á tölvunni verð til þess að bylta leikjtölvuheiminum. Nú þurfi menn ekki lengur að hafa áhyggjur af því að skipta stöðugt um sjónarhorn og hreinlega bara litið yfir á skjáinn við hliðina. Einnig er hægt að sjá fyrir sér 2 spila í einu. Möguleikarnir eru vissulega margir en það sem Nintendo þarf að mínu mati að passa sig á er að hafa grafíkvinnsluna eins góða og hægt er. Sony er að koma með leikjatölvu og er nokkuð öruggt að hún á eftir að vera tæknilega fullkomin þannig að þetta útspil hjá Nintendo verður að vera nánast fullkomið. Þá á ég við tímasetningu, verð, grafík, leiki og allt. Ef ekki er allt eins víst að Sony með sína djúpu vasa taki yfir þennan hluta (handheld) markaðarins.

Leikjatölvan á að vera hrein viðbót við markaðinn og hefur Nintendo ekki í hyggju að hætta framleiðslu Game Boy vélanna eða Gamecube. Fullar upplýsingar um vélina eru væntanlegar á E3 og því löng bið framundan. Hins vegar fannst mér sniðugt að senda inn grein um þetta til þess að menn fái að tjá sig um þessa nýjung. Einnig væri gaman að menn myndu senda inn myndir um hvernig þeir telji að tölvan komi til með að líta út.

Heimildir af ign.com