FLESTIR LEIKJAUNNENDUR þekkja síður á borð við Gamespot, IGN og Eurogamer og tímarit eins og OPSM2, Nintendo Power og PSM. Þetta eru fjölmiðlar sem bjóða meðal annars upp á greinar þar sem þeir taka leik og skrifa (mis) nákvæmar greinar um gæði hans. Annað hvort taka þeir hann í karphúsið og ráðleggja okkur að kaupa hann ekki eða hæla honum í bak og fyrir og mæla með honum. Margir fara algjörlega eftir þessu og kaupa leikinn ef hann fær góða meðferð hjá undirrituðum fjölmiðlum, aðrir hunsa þetta og ákveða að kveða upp sinn eigin dóm. En spurningin er; hversu mikið skal taka mark á þessu? Eigum við að taka mark á öðrum eða bara sjálfum okkur? Í þessari grein ætla ég að koma með mitt svar við þeirri spurningu.

AÐ LESA EINA GAGNRÝNI og fara eftir henni er nokkuð augljóslega fráleitt. Það sem menn verða að hafa í huga er að það er EIN manneskja sem skrifar rýnina og gæti vel verið að sá aðili hafi aðrar skoðanir á leikjum en maður sjálfur. Hvernig vitum við t.d. hvort maðurinn, sem gaf leik A (skulum við kalla hann), sem er RPG leikur hafi einfaldlega ekki gaman af leikjum af því tagi og gefi honum því ekki góða einkunn síðan gefur hann kannski leik B sem er Fyrstu persónu skotleikur góða einkunn því það er uppáhalds flokkurinn hans. Það hafa komið upp svoleiðis mál á virtum síðum *hóst**hóst*Gamespot*hóst* þar sem t.d. einn gagnrýnandi tók Íslendingaleikinn EVE í gegn því hann sagði hann vera of flókinn og að stjórna svona flaugum væri á tíðum einfaldlega ekki gaman. Stuttu eftir það ákváðu aðal stjórnendur síðunar að fjarlægja þessa grein því þeim fannst hún algjörlega út í hött.

GAMERANKINGS.COM ER SÍÐA sem safnar saman mörgum mismunandi gagnrýnum fyrir leiki og sýnir okkur hvað leikurinn fær í einkun frá hverjum miðli fyrir sig og reiknar síðan meðaleinkunn út frá því, sú síða er að mínu mati afar sniðug því þar er maður með margar mismunandi skoðanir á hverjum leik fyrir framan sig og getur þessvegna litið á þetta frá öllum hliðum, neikvæðum og jákvæðum. Hinsvegar er líka listi á þeirri síðu sem birtir 10 efstu leiki allra tíma. Menn hafa verið að fara mikið eftir þessum lista og yfir höfuð bara að bera tvo leiki saman út frá einkun þeirra þar. Það finnst mér asnalegt. Tökum sem dæmi viðmið á efsta leik listans, einum besta leik allra tíma af mínu mati Ocarina Of Time og skrautfjöður Microsoft, Halo. OOT er tveimur prósentustigum hærri en Halo en ef maður lítur á fjölda umsagna á leikjunum sér maður að Halo er með 89 stykki en OOT aðeins 30, og ekki bara það heldur eru umsagninar frá sitthvorum síðunum, það eru ekkert sömu síðurnar á listanum hjá báðum leikjunum. Ef maður tæki kannski 40 stykki af greinun um OOT og 40 um Halo frá sömu síðunum þá væri það raunhæfur samanburður, en ef þetta eru ekki einu sinni nálægt því að vera sömu aðilar sem taka hvern leik fyrir sig er það varla sanngjarnt að bera þá saman. Það er eins og að bera saman epli og appelsínu, svo ég noti nú aðeins minna klisjukenndan samanburð þá er þetta eins og að segja að Gummi segji OOT vera snilld en Palli segir Halo vera ágætan, þá ætti maður að draga áliktanir út frá því að OOT væri betri leikur. Þessvegna segi ég að þið skuluð ekki eingöngu hugsa um meðaltalið, að sjálfsögðu segir það manni eitthvað ef leikur fengi 0.1% í meðaltali en ég er að tala um leiki með kannski 85% til 95%, það skal ekki bera þá saman eingöngu vegna prósentustigs. Nú er ég kominn svolítið út fyrir efnið en ég vil einnig bæta við, því ekki margir vita að Gamerankings er ekki eina síðan sem virkar svona, kvikmyndavefurinn Rottentomatoes.com er einnig með leiki og er afar skemmtilegt að líta á það, en ég fer ekki meira út í þau mál.

RÁÐ MITT TIL YKKAR ER AÐ LESA GREINARNAR, ekki bara líta á tölurnar. Því ef maður rennir yfir greinina og sér hvaða punkta höfundurinn er að koma með getur maður hugsað “já þetta hljómar vel”, “hmmmm varla fer ég að kaupa þennan leik ef hann er svona” eða “hey varla getur þetta staðist, greinarhöfundur er augljóslega hálfviti” (hóst*OPSM2*hóst*). Síðan er betra að lesa fleiri en eina grein og helst eina jákvæða og eina neikvæða til að fá betri sýn á þetta, því menn sem eru mjög spenntir í einhverjum leik eiga til að gleyma að koma með slæmu punktana um hann. Sumir greinarhöfundar eru einfaldlega hálfvitar eða jafnvel eitthvað grunnsamlegir. OPSM2 sem ég hóstaði hér “óvart” upp úr mér áðan hefur t.d. oft verið gagnrýnt fyrir fáránlega einkunargjöf, þeir gáfu t.d. nýja Tomb Raider leiknum sem þykir einhver slakasti leikur síðasta ár 8/10 og mistökunum Rising Sun 9/10, menn grínast oft um að einhverjir leikjaútgefendur séu jafnvel með þá á launaskrá, en öllu gríni fylgir alvara…

EN ÞÁ HELD ÉG að ég sé búinn að skrifa flest allt sem var að brjótast um í hausnum á mér, þó ég hafi örugglega gleymt einhverjum mikilvægum punktum en segi þetta bara gott. Ég vona að það myndist virk umræða um þessi mál svo að grein mín verði ekki til einskis.

Með nýárskveðjum,
Bróðir Vor Ljónshjarta.