Jólaleikirnir.

———————————–
VESTMANNAEYJAR
24/12 , KL: 6.56 E.H
———————————–
1.
Á leiðinni heim úr kirkju með ömmu og frænda mínum. Jólamessan hafði verið ótrúlega lengi að líða og virtist hver sekúnda vera einn klukkutími. En nú var það búið.
Ég var á leiðinni heim í jólamatinn, í safaríkan hamborgarahrygg með sósu og sykruðum kartöflum. Gamli Súbarúinn var óheyranlega lengi á leiðinni og glumdi í útvarpinu allan tímann, gamlir jólasöngvar eins og ‘Heims um Ból’.
Loksins renndi bíllinn inná hlaðið og stansaði, ég opnaði dyrnar og mér var heilsað með kaldri vindhviðu og smávegis rigningu. Amma mín og frændi komu loks útúr bílnum og við gengum inn í húsið, beint í jólamatinn.
Það var jú hamborgarahryggur og hafði ég verið að svelta mig í allan dag svo ég gæti borðað endalaust af þessum dýrindismat. Samt var ég búinn þónokkuð fljótt og miklu fyrr en ég vildi. Nú var að bíða eftir að hinir fengu sér eftirrétt og vöskuðu upp allt draslið.
Bara svona til að flýta fyrir þá var ísinn bráðnaður, mér til ómældrar gleði. Nú væri stutt í pakkaopnanirnar.

2.
Eftir smástund var þetta allt byrjað, allir sestir við glitrandi jólatréð með rauðvín í annarri og konfekt í hinni og biðu eftir pökkunum sínum. Afi sat að venju alveg við tréð og las upp nöfn. Þegar maður heyrði nafnið sitt þá var maður í góðum málum.
Þetta gekk sinn vanagang og allir fengu eitthvað fallegt, frænka mín fékk reyndar tvennt fallegt, eða semsagt tvö samlokugrill. Ég fékk tvö tölvuleiki og bróðir minn einn, tveir af þeim í Gamecube og einn þeirra í PC. Ég var ánægður, mjög ánægður.

3.
Þessir leikir voru, í Gamecube: Rogue Squadron III: Rebel Strike og Mario Kart: Double Dash!!.
En í PC var það Silent Hill 3 sem ég hafði prófað lítillega á Playstation 2 en þar sem ég á hana ekki þá varð PC útgáfan fyrir valinu.
Ég fór um leið og allt var búið í tölvuna, og smellti Mario í fyrst ásamt frænku minni.
Ég gerði mér miklar vonir þar sem Mario Kart 64 er ennþá á Topp 10 listanum mínum.
Þessi kemst því miður ekki inná hann (kannski sleppur hann ínná Topp 20).
Fyrst þegar ég og frænka mín prufuðum hann var þetta ótrúlega gaman, aðallega þeirri snilldar hugmynd að þakka að hafa TVO á hverjum bíl, semsagt einn á stýrinu og einn á vopnunum.
Fílingurinn var gríðarlegur og var endalaust gaman af því að öskra á vin sinn á meðan á leik stóð.
“SKIPTA UM SÆTI, ÝTTU Á ‘Z’ …..NÚNA….NEI ‘Z’, EKKI ÞENNAN!!!!!!”
“SKJÓTTU HANN, NOTAÐU GRÆNU BOMBUNA!!!!!”
Þessi hugmynd bjargar þó ekki leiknum frá því að vera ekki meira en ágætur. Hálfgerð vonbrigði miðað við fyrstu tvo Mario Kart leikina.
Grafíkin er heldur ekkert meira en ágæt og eru karakterar ekki eins flottir og við mátti búast og eru t.d með ljótar ‘kubbahendur’. En það skiptir engu máli þegar maður upplifir rennslið í leiknum því það er ekkert nema fullkomið. Ég spilaði hann einu sinni með þrem öðrum og jafnvel með fjóra skjái í gangi rann leikurinn eins og smurður með laxerolíu. Plús.
Hljóðið er eins og áður lítið meira enn ágætt, og er lítið um það að segja nema kannski tónlistin sem er nokkuð góð og gæti alveg eins hafa verið í Mario Kart 64 sem er gott.
Þetta er fjölspilunarleikur og ég komst að því fljótt eftir að ég fékk hann. Ef þú átt enga vini þá er þetta ekki leikurinn til að hanga í aleinn á nóttunni, til þess er Resident Evil nú, er það ekki?
Ég gekk útúr herberginu dálítið vonsvikinn, ekki það sem ég bjóst við og ég vona að Nintendo fari aðeins að hugsa sín mál, þeir eru ekki eins góðir og þeir voru í gamla daga.

4.
Eftir smástund með Mario einbeitti ég mér að Star Wars um stund. Nánar tiltekið Rebel Strike.
Þessi leikur er sá þriðji í Rogue Squadron seríunni sem eru að mínu mati bestu Star Wars leikirnir frá upphafi (KOTOR kemur sterkur inn en það er erfitt að bera þá tvo saman).
Fyrst ber að nefna að þessi leikur er stútfullur af dóti til að leika sér með. Svo mikið að maður getur horft á þennan pínulitla disk og velt því lengi fyrir sér hvernig Factor 5 tókst að troða öllu þessu þangað inn.
Það er
(SPOILERS EF ÞÚ VILT AÐ AUKAEFNIÐ KOMI ÞÉR Á ÓVART!!!!!!!!!)
——————————-

Stutt heimildarmynd um gerð leiksins.
Commentary frá nokkrum meðlimum Factor 5 á meðan þú spilar.
Tveir klassískir Star Wars Atari spilakassaleikir (Mjög skemmtilegt)
Myndagallerí
Audio Test (þetta er til að prófa Heimabíóið)
Allur (já ALLUR) Rogue Leader II sem Co-Op leikur (Hvernig í fja….)
Fullt af multiplayer möguleikum, svosem venjulegt Dogfight (deathmatch) og hið mjög skemmtilega Rampage.
Fullt af bónusflaugum og borðum.

——————————-
(END OF SPOILER)

Allt á einum diski. Einum diski.
Nú eru líka fleiri borð beint úr myndinni og meira að segja oft skeytt inn HÁgæða klippum úr gömlu myndunum og gætu gæðin ekki verið betri. Þú færð að bjarga Leiu (eða Lilju fyrir íslensku-fan) prinsessu, leika Luke (eða Loga fyrir íslensku-fanið) þegar hann hrapar í orrustunni á Hoth og þarf að nota heilann og geislabyssuna til að lifa af (aðallega geislabyssuna).
Það er því einfalt að ef þú ert Star Wars aðdáandi þá áttu þennan leik. Ef ekki þá ertu ekki Star Wars aðdáandi. Punktur. Allt Star Wars dótið hérna er nóg til að fá fullnægingu ef þú ert aðdáandi (gerðist aldrei).
Svo er hann líka mjög skemmtilegur, og lætur vel að stjórn, nema þegar þú ert á fótum (í leiknum).
Þá er hann frekar klunnalegur en er samt nokkuð skemmtilegur þrátt fyrir það fyrir utan eitt borð sem er hryllingur (þeir sem eiga leikinn reynið að geta hvað það er.)
Grafíkin er ennþá eins og það gerist best á Gamecube og nú er það meira að segja betra þökk sé sérstakri tækni sem ég held að sé kölluð ‘Light Scattering’. Ljós og aðrir umhverfiseffekter eru fyrir vikið mikið raunverulegri. Sprengingar eru líka flottari (það er nú það sem þú sérð mestallan leikinn) og núna skjótast brot útum allt og er það alveg frábært að sprengja eitthvað í loft upp því þér líður eins og það hafi sprungið í alvöru.
Hljóðið er frábært og eru kallarnir hjá Factor 5 eiginlega þekktir fyrir framúrskarandi hljóðvinnslu. Þetta er engin undantekning frá fyrri afrekum þeirra manna og er þetta ný ástæða til að fá sér Surround kerfi ef þú átt það ekki fyrir.
Mér til undrunar komst ég að því að Factor 5 hafa verið það djarfir að semja sína eigin tónlist innan um lög John Williams. En það tókst vel upp og er tónlistin þeirra góð tilbreyting frá klassísku lögunum (klassísku lögin *eru* samt þarna líka).
Með betri Star Wars leikjum á markaðnum í dag (ásamt KOTOR), og einfaldlega sá besti á Gamecube.

5.
Eftir þessi jól var ég mjög ánægður með útkomuna en finnst þó leiðinlegt að ég sé ekki búinn að prófa Silent Hill 3 þar sem að engin tölva í Vestmannaeyjum er nógu góð til að höndla hann. Ég skrifa líklega um hann þegar ég kem til Reykjavíkur.
Annars óska ég allra hérna á huga gleðilegra jóla -þó það sé dálítið seint- og farsælls komandi árs.

—————–
Engin ábyrgð tekin á stafsetningarvillum né staðreyndarvillum.
Undirritaður kennir of lágum blóðsykri um.
—————–

Webboy