Hérna er að finna grein sem ég skrifaði á xbox.is, en þar sem margar spurningar hér koma upp þar og hér sendi ég þetta hingað einnig, vonandi getið þið notað þetta.

Hvað er xbox live?
- Netleikja þjónusta Xbox

Get ég fengið Live?
- Já, það sem þú þarft er Xbox, DSL tenging (256+) og kreditkort.

Af hverju get ég ekki spilað á 56K?
- Það er hægt fræðilega, en laggið er svo rosalegt að chat og leikjaspilun gengur seint upp.

Kreditkort?
- Já, það þarf kreditkort, þótt þú sért með 12.mánaða áskrift sem fylgir með start pakkanum. Þetta er gert til að halda ungmennum frá, og uppreita áreitanir og önnur leiðindarmál hratt og örugglega.
Allir sem eru eldri en 12ára geta sótt um svokallað fyrirframgreitt kreditkort, en það virkar eins og debitkort.

Ok. Ég er búin/n að kaupa Live starter kit eða leik með 2mánaða áskrift, hvað geri ég næst!?
- Þú setur leik, sem er live virkur og ferð í multiplayer og velur live. Þá setur Xboxið þitt Live upp og svo þarftu að búa til account.

Koma íslenskir serverar?
- Nei. Það koma ekki íslenskir serverar. Það tengjast allir “Master server” sem er útí í heimi.

Kostar mikið að spila á Live?
- Aftur, Nei. Það var mælt fyrir Tölvudreifingu niðri í OgVodafone, og fyrir 2.5 tíma spilun í Ghost Recon, þá var niðurhlaðið erlendu magni fyrir rúmar 30 krónur.

Hvar get ég séð leiðbeiningar um hvernig ég tengist live?
- í bæklingnum sem fylgir Live, einnig á heimasíðu <a href="http://www.xbox.com/en-us/live/default.htm“ target=”_blank“>Microsofts</a>


Hvað eru margir leikir sem styðja Live spilun?
- Listann er að finna <a href=”http://www.xbox.com/en-US/live/games/Live-GamesL ist.htm“ target=”_blank“>hér</a>

Hvað er ”Friends List“
- Það er vinalisti, þú getur bætt fólki þar inn, boðið þeim í spjall og jafnvel boðið þeim að spila með þér leik!

Hvernig sækji ég aukaborð fyrir leikinn minn?
- Það er gefið út aukaefni, sumt ókeypis en annað þarf að borga fyrir, þú sérð það með því að fara í downloadable Content í leiknum þínum.

Vonandi hef ég svarað öllu, ef það er eitthvað fleira þá er stór support banki <a href=”http://www.xbox.com/en-us/support/default.htm“ target=”_blank“>hér</a>
fyrir hjálp.

Ef það er eitthvað fleira þá er spjallið á <a href=”http://www.xbox.is/?view=forum“ target=”_blank">hér</a> alltaf opið og ég hvet ykkur til að spyrja þar ef eitthvað er að.

Leikjakveðja.