Nintendo Entertainment.


Ég mun aldrei gleyma þegar ég fékk Nes jólin 1991 þegar ég var 5 ára . Ég vaknaði (þetta var í frakklandi) og þá var bunki af pökkum við jólatréið. Ég fann strax stærsta pakkann og reif hann upp og vitiði hvað var í pakkanum? Nintendo entertainment með gauntlet 2 ! Ég for strax að tengja hana og spilaði næstum allan dag. Daginn eftir fór ég í leikjatölvu búð og keypti mér
Super Mario 2. Ég fékk lika lánaðan hja sundfélaga mínum Castlevania 1 sem var einn af bestu leikunum sem ég hef prófað.
þessa leikjatölvu fylgdi mér alla leið til Íslands þar fékk ég mér einnhvern flugleik og red october en nokkrum mánuðum seinna síðan bilaði tölvan, ég fór með hana í viðgerð en maðurinn sem afgreiddi mig gat ekki gert við hana því ég var með franskar snúrur sem voru ekki eins og íslensku snúrurnar…

Nintendo 64

Þessa leikjatölvu fékk ég um jolin 1998 þetta var einn besti dagur í lífi mínu. Mario 64 fygldi með og við fengjum Holy magic century með. Ég og bróðir minn héngum í henni dögum saman, dagurinn sem ég fékk að prófa Zelda Ocarina of time mun ég aldrei gleyma , ég var hjá frænda mínum og vað strax um að fá hann lánaðan ,hann vildi það ekki fyrst en síðan leyfði hann mér að fá hann lánaðan. Zelda Ocarina of time var besti leikur sem ég hef séð og upplifað hann er ólýsanlega flottur og skemmtilegur. Mario kart var líka mjög góður ég spilaði hann hjá vini mínum ótrúlega oft. Þegar ég fór til frakklands eitt sumar keypti ég Castlevania 64 (ég er castlevania fan) hann var mjög góður, þú gast valið milli stelpurnar Carrie eða gaurnum Reinhard svo fórstu í ævintýri í castlanum í leit af dracúla.
Majoras mask var líka góður en hann var síðasti leikurinn se még kláraði alveg í 64 eftir það fékk ég …

Sega Dremcast

Ég keypti þessa skemtilegu leikjatölvu og leikinn snow surfers í joystick sem var í kringlunni daginn eftir ferminguna mína. Ég heillaðist á grafikinni. Ég fékk mér síðar Toy commander, Sonic adventure og shenmue . Sonic var ógeðslegar góður og það var leikur sem ég hékk mikið í. Shenmue var og er enn geðveikur leikur þessi leikur var svo fjölbreyttur, langur og frumlegur. Ég var svo pirraður þegar leikurinn kláraðist þegar hann var á skipinu ég hélt að ég ætti fullt eftir :( .

Nintendo Gamecube

NGC er besta leikjatölvan sem ég hef átt. Ég fékk sunshine pak jólin 2002 með starfox adventure, þessir leikir voru svo skemmtilegir að ég hætti næstum aldrei í tölvunni ég spilaði þá til skiptis. Starfox var mjög góður leikur það var góð tónlist og snilldar grafík og mario ekki síður . Ég fékk mér síðan Luigis mansion , star wars 2 (snilld) og animal crossing .

Metroid prime og Zelda wind waker

ástæðan fyrir því að ég skrifa um þessa leiki sér er sú að þessir leikir eru ÓEÐLILEGA GEÐVEIKIR þessi leikir eru bestu leikirnir sem fást í gamecube metroid er skemmtilegur , spennandi , djúpur sögu þráður og ólýsanlega góð tónLIST. Þessi leikur fær 10 í einnkun hjá mér vegna góðra tíma sem við “áttum saman”.

Zelda wind waker er frábær og ég mæli með honum þeir sem hafa ekki spilað hann eru að missa af miklu . Litið þarf að segja um gráfíkinna á þessum leik en flestir vita að hann sé cel shaded sem er einskonar teiknimyndar grafík . Þessi leikur fýlaði ég ótrúlega mikið ég kláraði hann aðeins of fljótt. En hann er snilldar góður og flottur . Ég mæli með honum fyrir alla unglinga sem vilja fá spennu og skemmtun í kroppin ;).


Jæja þá er greinin mín búinn vonandi fanst ykkur hún skemmtileg…