Aldrei hélt ég að hægt væri að koma með eitthvað blóðugra og afbrigðilegra en GTA: Vice City (ég er ekki að segja að þetta sé ekki góður leikur, en við vitum öll að hann er mjög afbrigðilegur). En mér skjátlaðist algjörlega. Núna hafa sömu framleiðendur og framleiða GTA leikina komið með Manhunt.

Í þessum leik ert þú James Earl Cash, fjöldamorðingi sem hefur verið dæmdur til dauða. En þegar kemur að aftökunni virðist eitursprautan ekki hafa nein áhrif önnur en að rota Cash. Svo vaknar hann nokkrum klukkustundum seinna í lokuðum klefa með heyrnartól við eyrað. Svona er það sem Cash hittir Lionel Starkweather. Hann kynnir sig sem mannin sem bjargaði lífi hans og lofar honum frelsi, gegn því að hann leysi nokkur einföld verkefni fyrst. Þannig er Cash settur í fjölmargar lífshættulegar aðstæður þar sem hann verður að nota hvað sem hann finnur til ap drepa óvini sína sem allir hafa verið sendir til þess að drepa hann. Það kemur nefnilega í ljós að Starkweather framleiðir “Snuff” myndir og Cash er nýjasti aðalleikarinn hans.

Sú alvarlega geðbilun sem maður þarf að þjást af til að geta framleitt svona leik á sér engan samanburð. Í hvert sinn sem þú tekur einn af óvinum þínum af lífi fer leikurinn í svokallaði “video mode” þar sem þú getur (í gegnum faldar myndavélar Starkweather) séð morðið frá öllum sjónarhornum í slow motion og oftar en ekki slettast smá blóðblettir á linsuna með tilheyrandi gorglhljóðum. Og oft má heyra andstæðingana grátbiðja um miskunn eða hágráta eða öskra af svo sannfærandi skelfignu að blóðið frýs í æðum manns.

Einnig eru möguleikarnir á því að svívirða óvinina óendanlegir. Öll vopn er hægt að nota á 3 vegu til að drepa mennina og hvert vopn hefur mismunandi áhrif. Einnig er oft hægt að nauðga líkunum af þeim eftir að þeir eru dauðir (þó þeir þurfi ekki að vera það til að það sé hægt)eða skera af þeim hausinn (lifandi eða dauðum) og nota þá bæði til að berja eftirlifandi andstæðinga til bana eða bara til að kvelja þá síðustu mínúturnar áður en maður drepur þá á sem hrottalegastan hátt.

Leikurinn er í raun blanda af Splinter Cell og Half Life. Á ýmsum svæðum er nauðsynlegt að læðast aftan að óvinunum drepa þá hljóðlaust og stundum þarf maður að taka þátt í leiðingjörnum og einhæfum skotbardögum sem oft geta orðið hræðilega langdregnir.
Hins vegar hefur leikurinn mjög góða spilun og býður uppá marga möguleika til að hafa áhrif á umhverfið (t.d er hægt að brjóta upp hurðir á marga mismunandi vegu, eyðileggja rafmagnstöflur og margt fleira).

Umhverfin og óvinirnir í leiknum eru mjög kæfandi og drungaleg og falla mjög vel í söguþráð leiksins.

Ég held að þetta sé mjög góður leikur, fyrir þá sem þora að minnsta kosti. Hinsvegar er aldrei að vita hvaða áhrif þetta hefur á sálarlíf einstaklingsins sem spilar hann ;).


Hluti heimilda eru teknar af gamespot.com
In such a world as this does one dare to think for himself?