Hefur þú oft furðað þig á því hvað hugtökin “1st party”, “2nd party” og “3rd party” þýða í leikjatölvubransanum? Ég ákvað að skella saman lýsingum á hugtökunum ásamt dæmum.

Ég nefni þróunaraðilana sjálfa sem dæmin, en þegar útgefendur eru nefndir á ég sérstaklega við Bandaríkin.

1st party - Þróunaraðili innan tölvuframleiðanda. Þetta á bæði við einstaka deildir innan fyrirtækisins sem og þróunaraðila sem framleiðandinn hefur keypt.
- Nintendo EAD (Mario Kart: Double Dash fyrir GC; gefinn út af Nintendo)
- Naughty Dog (Jak II fyrir PS2; gefinn út af Sony Computer Entertainment America)
- Microsoft Game Studios (Midtown Madness 3 fyrir Xbox)

2nd party - Þróunaraðilar sem eru oftast að hluta til í eigu tölvuframleiðanda, en ráða sér samt sjálfir. Þessir þróunaraðilar gera samning við tölvuframleiðandann um að hanna leik

sérstaklega fyrir þeirra tölvu og á móti sér tölvuframleiðandinn um allt sem við kemur útgáfu leiksins. Þessir þróunaraðilar fá einnig miklar upplýsingar og hjálp frá framleiðandanum,

sem fær líka að hafa áhrif á ákvarðanatökur varðandi hönnun leiksins og annað.
- Hal Labs ( Super Smash Bros. Melee fyrir GC; gefinn út af Nintendo)
- Oddworld Inhabitants (Munch's Oddysee fyrir Xbox; gefinn út af Microsoft Game Studios)

3rd party - Þróunaraðili sem er sjálfstæður. Þróunaraðili þarf ekki að gera leik fyrir margar leikjatölvur í einu til að teljast sem 3rd party. Framleiðandi tekur kannski að sér að gefa

út leikinn, en þróunaraðilinn helst samt sem 3rd party.
- Namco (Soul Calibur II fyrir PS2 GC og Xbox; PS2 og Xbox útgáfurnar gefnar út af Electronic Arts en GC útgáfan gefin út af Nintendo)
- Factor 5 (Rogue Squadron III: Rebel Strike fyrir GC; gefinn út af LucasArts)
- Artoon (Blinx fyrir Xbox; gefinn út af Microsoft Game Studios)
- Square Enix (Final Fantasy X-2 fyrir PS2)