Sony PSX Sony hafa opnað heimasíðu tækisins, sem má finna hér: <a href="http://www.psx.sony.co.jp">psx.sony.co.jp</a>.

Fyrir þá sem ekki vita þá er PSX ný alhliða afþreyingarmiðstöð frá Sony. Með henni er verður hægt að spila PlayStation og PlayStation 2 leiki, horfa á, taka upp og brenna sjónvarpsefni á DVD-R og DVD-RW diska, hlusta á tónlist, halda utan um myndaalbúmin þín og margt, margt fleira.

Í tækinu er harður diskur og Ethernet kort til að tengjast netinu, en Sony eru að gæla við að gera notendum kleift að uppfæra hugbúnað tækisins þegar þörf er á.

PSX hefur alveg fullt af spennandi innstungum og möguleikum, og má þar nefna composite input og output, S-Video input og output, stereo audio input og output, component output og optical audio output. Einnig er stuðningur fyrir USB og Memory Stick. Með tölvunni fylgir einn hvítur Dual Shock 2 stýripinni sem virkar ekki í venjulegum PlayStation 2 tölvum vegna einhvers hönnunarmismunar og svo fylgir líka alveg ný fjarstýring (Sem virkar ekki heldur í venjulegum PlayStation 2 tölvum).

Tvær gerðir af PSX fara á markaðinn í Japan í lok ársins. Önnur verður með 160 GB harðan disk (DESR-5000) og mun kosta 79.800 yen ($723, €614, 55.000 kr.), en hin útgáfan mun hafa 250 GB (DESR-7000) og mun kosta 99.800 yen ($905, €768, 69.000 kr.).

Ekkert er enn vitað um áætlanir Sony um að markaðssetja tækið í Evrópu, en Sony hafa talað um 2004 fyrir Bandaríkin svo það er líklegt að það gildi líka fyrir Evrópu.