Vonbrigði – Sega á NGC Vonbrigði – Sega á NGC

Ég hef verið Sega aðdáandi í mörg ár og hef átt allar leikjatölvur eftir þá. Það sorglegasta sem hefur gerst í tölvuleikjaheiminum undanfarin ár er án efa þau örlög sem hentu Sega þann 31. janúar, 2001. Sega hætti við framleiðslu á nýjum leikjum fyrir Dreamcast. Svo byrjuðu ósköpin. Chu Chu Rocket kom út á Game Boy Advance og Sega voru orðnir venjuleg “Third-Party-Developers” sem framleiddu leiki fyrir allar leikjatölvur.

Síðan hefur Sega gefið út gullmola ens og Shenmue II og Panzer Dragoon Orta á Xbox og framhöld af Virtua Fighter og Shinobi á PS2. Þetta eru vandaðir hágæða “Only For” (eða Only On) leikir. Þau eru heppnari en Sega aðdáendur sem eiga GameCube.

Sonic Adventure 2 Battle kom út sama daginn og GameCube talvan frá Nintendo og var þetta mjög illa gert port á gömlum Dreamcast leik. Grafíkinni hefur ekkert verið breytt og þar með leit hann illa út í samanburði við t.d. Luigi’s Mansion. Sega-AM2 (sem gerðu Virtua Fighter og Shenmue leikina) hafa gefið út einhvern sucky vollíball-leik að nafni Beach Spikers. Ég vil ekki einu sinni vita hvernig hann er. Sega Sports hefur hætt alveg við framleiðslu á öllumsportleikjum, og koma þau nú einungis út á XBox og PS2.

Skies of Arcadia sem var geðveikur RPG á Dreamcast (og er það ennþá á GameCube) kom svo út í Maí. Nokkuð hefur verið breytt, en eitt gleymdist: GRAFÍKIN og HLJÓÐIÐ. Sega hefur eflaust hugsað að það sé enginn samkeppni á NGC-RPG markaðinum (sem er reyndar ekki til), þannig að þau sleppi bara að endurvinna character models og svo framleiðis. Einnig saknaði ég 60hz mode. Ekki nóg komið með það, heldur flutti Bræðurnir Ormsson leikinn aldrei inn.

Phantasy Star Online er kannski svolítil huggun, þar sem þetta er eini Online leikurinn á GameCube. Íslendingar eru að þvælast eitthvað offline. En versta módgun fyrir utan cancelled sport-leiki og sloppy ports er lítill GC leikur sem heitir Sonic Mega Collection. Það vantar alla bestu leikina í þessu safni. Sonic CD, Sonic Chaos (Master System), og hvað með Knuckles Chaotix sem kom aðeins út í Bandaríkjunum á 32X? Það hefði mátt endurgera Sonic Xtreme sem kom aldrei út á Saturn og einnig Arcade leikinn sem var einu sinni í Galaxy í Kringlunni sem líktist Sonic 3D Blast. Ég vona bara að þau geri þetta aftur almennilega. Þá verður líka einhver ástæða til að kaupa hann.

Yu Suzuki í Sega-AM2 hefur tilkynnt stóran “Only for” RPG leik að nafni VIRTUA FIGHTER QUEST, sem reyndar hefur ekki sést eða heyrst um í langan tíma. Þetta verður smá huggun fyrir þessa módgun á mögnuðustu tölvu nútímans.

conkersbfd