Sonic advance 2 er leikur þar sem að maður er í hlutverki Sonic the Hedgehog, Cream the rabbit, Miles “Tails” Prower eða hinns dularfulla Knuckles og allar þessar persónur hafa misjafna hæfileika, allt frá því að fljúga til þess að stinga.
Maður byrjar sem Sonic en svo getur maður “fengið” hinar persónurnar með því að komast langt í leiknum og vinna endakalla,
en maður getur aðeins náð nýjum persónum með Sonic.
Maður getur valið um margar tegundur spilana, multiplayer eða single player, í single player getur maður valið um time attack eða sögustund eins og ég kalla þettta :), en í multiplayer er hægt að takast á í ýmsum þrautum.
Í leiknum fer maður í gegnum marga ólíka heima, allt frá skógi til ísaldarheima og í öllum þessum mismunandi heimum eru 2 act(borð) og 1 endakall.
Spilunin er nú samt bara frekar sígild sonic spilun, mikill hraði og gabb staðir þar sem að maður deyr og þessi dæmi sem að maður labbar á og þeytist á ofsa hraða áfram.
Og ég segi nú bara eins og frægir menn sögðu forðum "Relax and enjoy Sonic advance 2.