Jæja, halló öll.

Margir hafa spurt mig til hvers maður sé að modda XBoxið, hvað maður græði á því osfrv. Til að svara þessu er hér smá pistill.

Í fyrsta lagi er XBoxið miklu meira en bara leikjatölva, XBoxið er án efa öflugasta tölvan sem hægt er að kaupa fyrir 20.000 kall. Hún er með 733MhZ Intel P3 örgjörva, NVidia grafískum kubbi sem sumir segja að sé jafnoki Geforce4. Svo er hún með 10GB hörðum diski, 10/100 Lanporti og 4 USB portum. Þetta þýðir að með því að modda tölvuna er í raun hægt að breyta henni í PC tölvu. Sumir segja jafnvel að XBox sé ekkert annað en PC tölva en ég er ekki alveg sammála því.

En allavega áður en haldið er lengra vil ég gera eitt alveg ljóst. Í dag er ekki vitað hvort það sé í raun löglegt að modda XBox. Menn hafa verið dæmdir fyrir dreifingu á Modd kubbum í USA, en hey það er USA. Ég segi að það hlýtur að vera réttur hvers manns að breyta því sem maður kaupir. Ég hlýt t.d. að meiga skipta um útvarp í bílnum mínum osfrv. Mörkin eru þó óljós því að modd kubbar gera það kleift að spila sjóræningjaleiki, tek það fram í þessu samhengi að ég vil á engan hátt hvetja til þess, mitt XBox grúsk á sér aðrar rætur, þ.e. ég hef áhuga á því að nota XBoxið á annnan hátt. En á hinn bóginn gera geislaspilarar það líka, þ.e. það er hægt að spila kóperaða geisladiska í þeim, ætti þá að banna þá ?

Ok, svo komum okkur að málinu aftur. Svo hvað er hægt að gera við tölvuna ? Nú í fyrsta lagi er hægt að setja í hana modd kubb. Kubburinn hinsvegar einn og sér gerir ekki neitt heldur verður að flassa hann með “stýrikerfi”, þar er hægt að velja um margt s.s. Xecutor eða Cromwell Linux osfrv. Það er núna sem málið verður spennandi. Nýrri kubbar þ.e. af kynslóð 3.b. bjóða sumir uppá mörg stýrikerfi. Þannig að hægt er að boota tölvunni á marga vegu. Í því sambandi ber að geta þess að ávallt er hægt að starta tölvunni upp í upprunalegu ástandi.

En það sem kubburinn gerir er að hægt er að keyra á tölvunni hugbúnað frá 3ja aðila. Og þá fyrst fer þetta að verða skemmtilegt. Hugbúnaðinum má í raun skipta niður í 7 flokka og ætla ég hér að fjalla lítiilega um helstu flokkana í engri sérstakri röð. Þar sem ég hef engin íslensk nöfn fyrir þetta og ætla ekki að fara að gera tilraun til að einhverrar lélegrar þýðingar hef ég þetta á ensku.

Dashboards
Eru í raun skel sem keyrt er á. Nokkrar tegundir eru til en sú lang vinsælasta er EvolutionX eða EvoX. EvoX gerir tölvunni kleift að vera FTP server, Telnet server, taka bakkup af leikjum yfir á HD, stillanlegt viðmót, keyra önnur forrit, spila DVD frá hvaða region sem er, spila leiki frá hvaða region sem er og fleira.

Emulators
Gera það kleift að herma eftir öðrum tölvum. Vinsælir emulatorar eru t.d. Playstation, Nintendo, SNES, MAME ofl. Alls eru um 30 emulatorar til meira að segja fyrir gamla Spectruminn.

Leikir
Margir vinsælir leikir hafa verið portaðir yfir á XBoxið má þar nefna Doom, Rise of the Triad, Duke3D ofl.

MediaPlayers
Þetta er það sem flestir sækjast eftir. Xbox Mediaplayer eða XBMP er hérna lang vinsælastur. Hann getur spilað ÖLL codec og þegar ég segi öll þá meina ég ÖLL. Þetta er upplögð leið fyrir þá sem eiga DV vélar eins og ég. Ég er búinn að koma fyrir á boxinu öllum fjölskyldu myndböndunum og eru þau nú loks orðin aðgengileg, ekki þarf að taka fram hvaða möguleika það gefur að geta spila DivX, XVid osfrv. myndir á boxinu. Að auki er hægt að geyma allt mp3 safnið þarna og fjölskyldumyndirnar. Auðvelt er að setja upp slædsjóv og flott er að velja góða tónlist og setja svo slædsjóvið í gang með músíkina undir.

Þetta er engan vegin tæmanlegt t.d. ef valið er að keyra upp Linux á vélinni eru möguleikarnir að sjálfsögðu endalausir, hægt er að keyra flest forrit sem hægt er að keyra á Linux á vélinni, reyndar er ekki hægt að keyra forrit sem þurfa hardwaredrivera þar sem enn eru komnir tiltölulega fáir hardwaredriverar fyrir Xbox-linux. En til dæmis er hægt að keyra up Internet Browser, tölvupóstforrit, Irc osfrv.

Framtíðin er björt, sögusagnir eru uppi um að Playstation2 emulator sé í Alpha testi, sömu sögu má segja um Dreamix sem á að gera boxið að einskonar TIVO boxi fyrir þá sem þekkja það.

Vona að þetta gagnist einhverjum. Ef menn vilja að ég fjalli eitthvað nánar um eitthvað sem tengist XBoxinu þá er það ekkert mál.

kv/ Arró