Rautt ljós.. ha ? Burnout 2:Point of Impact á GameCube

Þróunaraðili- Criterion Games
Útgefandi- Acclaim
Leikmenn- 1 til 4

Leikurinn styður Progressive Scan og Dolby Pro Logic 2


Burnout 2 er langbesti kappakstursleikurinn á GameCube sem núna fæst, en ég komst yfir eintak
fyrir nokkru síðan er rétt að klára hann 100 prósent núna, bleh.. best að koma sér að því.


Spilun-


Spilunin er örugglega það besta við þennan leik, það er jafnlétt að læra að stýra bílnum eins og
að taka upp fjarstýringuna… eftir 20 mínútur kanntu hana alla utan að eins og lófann á þér og
stýrir bílunum eins og þú hafir aldrei gert neitt annað. Leikurinn býður upp á svo mikla skemmtun
og spennu sem fáir aðrir arcade bílaleikir hafa upp á að bjóða. það allra fyrsta sem þú þarft að
gera er að læra meginatriðin í “Offensive Driving 101” sem er aðallega að stýra og það að fylla
upp einn allra mikilvægasta mælir í leiknum sem er Boost mælirinn, en hann fyllir þú með því að
drifta marga metra fyrir stóra U-beygju, keyra á öfugum vegarhelmingi, stökkva á hraðahindrunum
og að keyra framhjá öðrum bílum og að vera aðeins nokkrum sentimetrum frá þeim, en passaðu þig
þú gætir keyrt aftan á og þeyst upp í loftið.. en hvað með það. Þegar Boost mælirinn er fullur
kemur tilkynning um það á skjáinn og þá getur þú ýtt á hægri axlartakkann R og skotist áfram og
látið vélina vinna á margfalt meiri hraða en hún oftast gerir. Hvað var ég annars að tala um o_O ?
Uhh.. nú man ég já. Í “Championship” keppir maður í Keppnum til að aflæsa hinar á eftir…
voðalega einfalt, en ef maður nær fyrsta sæti í öllum brautunum í einni keppni aflæsir maður aukaborði.
Sum aukaborðin eru “Face-Off” þar sem maður keppir við bíl sem maður þekkir ekki á einni braut, ef þú
vinnur þá ertu kominn með þennan bíl og getur notað hann í næstu keppnum. Hin aukaborðin eru “Pursuit”
en þá ertu á löggubíl og eltir annan bíl og þarft að klessa á hann 10 sinnum til að hann eyðileggjist
og krimmarnir gefast upp, eftir það ertu kominn með bílinn sem krimmarnir voru á og strax og þú
aflæsir “Pursuit Mode” þá ertu kominn með löggubílinn. Championship endist þér nokkuð lengi ef þú ætlar
að ná öllum bílunum. Í “Single Race” getur þú keppt á móti 3 öðrum tölvustýrðum bílum eins og venjulega
til að æfa þig í einhverri ákveðni braut, eða þú getur keppt á móti einum vini. Besta skemmtunin í
Burnout 2 er hinsvegar “Crash Mode” þar sem þú byrjar með fullan Boost mæli í miðjunni á einhverri
braut sem þú hefur keyrt í Championship og átt að t.d bruna á fullum hraða á næstu gatnamót, keyra
á bíl og fljúga upp í loftið. Á meðan þú stundar loftfimleika myndast öngþveiti á gatnamótunum,
bíllinn sem þú keyrðir á fór í 18 hjóla trukk sem valt og myndaði stökkpall fyrir næsta bíl
fyrir aftan sem fór beint upp yfir hann og beint í rútu, síðan reyna margir aðrir bílar að
sveigja framhjá klesstu bílunum en klessa bara á annan í staðinn á meðan þú hlærð eins og skepna.
Þú færð fyrir þetta stig mæld í dollurum sem margfaldast eftir því hversu margir bílar skemmdust.
Crash Mode er hrein snilld… bílar fljúga í marga snúninga á hvolfi. 4 spilarar geta gert í röð
með fjórum fjarstýringum og sínum eigin bíl.. en maður getur alveg eins gert þetta með einni á einum bíl.


Hljóð-


Hljóðið í leiknum er bara frábært, hver bíll er með sitt eigið vélarhljóð og blow-off hljóðið
þegar þú skiptir um gír er þvílíkt raunverulegt. Þegar þú ferð í göng eða undir brú heyrist
þetta þvílíkt flotta bergmál, nákvæmnin í hinum ýmsu hljóðum er fáránleg.. bílar þjóta
framhjá og flauta, það eina sem vantar er lykt af brennandi gúmmí þegar þú heyrir hljóðið
sem dekkin gera þegar þú driftar fyrir beygjur eða snarneglir niður á bremsuna. Það eina sem
dregur hljóðið niður er músíkin… hún er ekkert það góð en hún getur verið fín og það
bætir við stuðið að hún hækkar á meðan þú ert að boosta. Leikurinn styður Dolby Pro Logic 2
sem er það besta á GameCube.

Grafík-


Grafíkin, sem RenderWare renderaði er yndisleg, aldrei hef ég séð malbik svona vel texturað..
þótt þú sjáir ekki mikið af því á þessari ferð sem bílarnir fara ;) Í rigningu speglast
umhverfið í vatninu á götunni. Allt er fallegt og eru kraftarnir ekki sparaðir í grafíkinni,
hvað varðar grafík er ég ekkert góður í því að lýsa henni og ætla ég að stoppa hér eftir að
ég segji að leikurinn styður Progressive Scan :|


Ending-


Leikurinn endist þér í nokkrar vikur ef þú ert stanslaust í honum, það er ekki létt að
fá leið á honum. Reyndar er alltaf gaman að grípa í hann og fara í pursuit með vini.

Niðurstaða:

Spilun : 10
Hljóð:8,5
Grafík:9,5
Ending:8,5

í Heild fær hann 9.