<p align = “center”><b><H3>Yoshi?s Island</H3>
<H2>Super Mario Advance 3</H2>
[GBA]</b></p>

<img src="http://image.com.com/gamespot/images/2002/gba/yos hi/0001.jpg“>

Já, Nintendo er komið í feitt með þessum port-business. Fyrir þá sem eru að kynnast hinum undraverðuga heim Gameboy Advance þá er það víst mjög vinsælt hjá Nintendo sem og öðrum fyrirtækjum að taka gamla leiki og færa þá í nánast óbreyttu ástandi yfir á GBA. Allt gott og blessað nema að oft kemur upp þessi tilfinning hjá fólki sem spilaði leikina á gömlu Super Nintendo tölvuna sína. ?Been there, done that.? Þrátt fyrir það er ekkert slæmt við það að fyrir yngri kynslóðinni þessa klassísku leiki sem þau hafa aldrei haft tækifæri til að spila, nema kannski í gegnum ?Emulators.?.Flestir sem vita eitthvað um þetta efni eru líklegast farnir að hrjóta núna, svo að það er best að þeyta sér beint í meginefnið. Leikinn Yoshi?s Island sem kom fyrst fram á Super Nintendo árið 1995 og var fljótt lofaður sem einn af bestu, ef ekki sá besti, platform leikjum þess tíma. Leikurinn þótti einstaklega vel heppnaður á sínum tíma, bæði grafíklega séð og hvað varðaði spilun. Nokkrum árum seinna, nánar tiltekið er hann svo færðu í nánast óbreyttu formi yfir á GBA vasaleikjatölvuna. Takið eftir að ég segi nánast, því jú það eru breytingar og þær aðeins til hins betra. Fyrir þá sem hafa spilað leikinn áður er í rauninni nóg að lesa kaflann um Breytingar, því fyrir utan þessar breytingar er allt nákvæmlega eins og það var í gamla leiknum.

<p align=”center“><b>Spilun</p></b>

<img src=”http://image.com.com/gamespot/images/2002/gba/yos hi/0003.jpg“>

Það er sem er einna helst ólíkt við þennan leik og fyrri Mario leiki er að þú spilar allan tímann sem Yoshi, litla risaeðlan sem kom fyrst fram í Super Mario World á SNES. Yoshi og vinir hans þurfa að hjálpa Baby Mario að finna Baby Luigi, bróðir sinn, sem hefur verið rænt af Kamek, vondum galdrakarli undir stjórn Bowser. Um er að ræða frekar eðlilega hopp-og-skopp spilun, þar sem Yoshi getur hoppað, skellt sér á óvinina og gleypt þá. Seinasta bragðið hans hefur verið nokkurskonar einkenni hans í gegnum Mario seríurnar og í þessum leik getur hann búið til egg úr óvinum sínum með því að gleypa þá. Síðan eru eggin notuð í allskonar þrautir, til að ná hlutum sem eru ekki auðfengnir, brjóta veggi, drepa óvini o.s.fr. Einnig getur Yoshi haldið sér á lofti í örstutta stund eftir að hafa hoppað sem getur bjargað manni úr mikilli klípu á raunarstundum. Leikurinn virðist frekar einfaldur í fyrstu því maður deyr ekki nema að Yoshi detti niður í botnlausan pitt eða týnir Mario. Já, það á eftir að gerast oft að þú missir Mario af bakinu þínu, því í hvert skipti sem einhver óvinur meiðir Yoshi dettur Mario af honum og þú hefur takmarkaðan tíma til að ná Mario aftur áður en að undirmenn Kamek koma og grípa Baby Mario. En þökk sé frábærum borðum þá er leikurinn aldrei of auðveldur og ef þú ætlar þér að ná öllum stigum í hverju borði þá getur leikurinn verið bara helvíti erfiður. Flest allt við þennan leik er frekar skrítið, en skrítnast af öllu er að Yoshi getur breytt sér í allskonar farartæki ef hann hoppar á sérstakar blöðrur. Hvort sem það er grafarabíll, þyrla eða sportbíll þá er þetta með því síðasta sem maður býst við í leik um litla risaeðlu. Allt í allt er spilunin alveg helvíti góð þar sem maður er nánast alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og ef maður er fastur er alltaf hægt að fara aftur til baka og reyna að ná 100 stigum í einhverju borði.

<p align=”center“><b>Grafík</p></b>

<img src=”http://image.com.com/gamespot/images/2002/gba/yos hi/0004.jpg“>

Ef ég ætti að koma með eitt orð fyrir grafíkina í leiknum þá yrði það að vera orðið ?einstakt.? Bakgrunnirnir líta út eins og doodles eftir sex ára krakka(in a good way) og Yoshi og óvinir hans eru alveg fáranlega vel teiknaðir og hreyfa sig eins og þeir væru beint úr teiknimynd. Einnig er smá semi-þrívídd notuð í leiknum fyrir hreyfanlega planka og tannhjól og líta þau vel út. Fullt af skemmtilega skrítnum óvinum og þar sérstaklega stóru endakallarnir.

<p align=”center“><b>Hljóð</p></b>

Hljóðið er með eindæmum frábært. Ekkert hægt að setja út á það, því músíkin hljómar alveg frábærlega þótt ekki sé mikið af henni, og líður ekki á löngu þangað til að þú ert farinn að raula lögin úr leiknum og hljóðin sjálf passa vel inn í.

<p align=”center“><b>Breytingar</b></p>

Músíkin hljómar betur í nýju útgáfunni þökk sé betrumbættu Midi-hljóðkerfi í GBA, og hefur mörgum hljóðum verið skipt út fyrir enn betri hljóðum, þá helst ópunum hans Yoshi. Margir ættu að kannast við sum hljóðin hans úr leiknum Super Smash Bros. Melee. Grafíkin virðist óbreytt að öllu leyti og er það ekkert verra, því upprunalegi leikurinn var með sérstakt Graphic Chip sem gerði honum kleift að framkalla frábæra grafík og hún lítur ennþá vel út á GBA. Síðast en ekki síst hefur stigaskráningu verið breytt lítillega. Leikurinn sýnir núna stigin sem þú hefur safnað þér í hverjum heim eftir hvert einasta borð, og fyrir 300 stig samtals í hverjum heim færð þú þrjú aukalíf og svo framvegis, þar til þú færð að lokum aðgang að Bónus borðum og Mini-leikjum. Svo færðu í kaupbæti Mario Bros. Classic, sem er uppfærsla á gamla Mario Bros. leiknum. En þar sem sá leikur kom líka með Super Mario Advance 1 og 2 þá verður þetta að teljast frekar slappt aukaefni hjá Nintendo.

<p align=”center"><b>Lokaorð</b></p>

Þrátt fyrir litlar breytingar þá er alveg ótrúlegt hvað leikurinn hefur staðist vel tímans tönn og er það alveg augljóst að þarna er klassík í hæsta gæðaflokki á ferð. Ef þér líkaði gamli leikurinn og langar til að spila hann aftur, og í þetta skipti á vasaleikjatölvu, eða hefur aldrei prófað þennan leik þá mæli ég eindregið með honum þessum. En ef þú átt þegar Super Nintendo og Yoshi?s Island þá er engin ástæða til að kaupa þennan nema þú hafir sérstakan áhuga á að spila leikinn í ferðalaginu.

<b><i>Stjörnur: 4.5 / 5</b></i