Grand Theft Auto Leikirnir frægu á Playstation 2 Ég fékk allt í einu þá flugu í hausinn að skrifa smá grein um tvo af uppáhalds leikjunum mínum, Grand Theft Auto leikina á Playstation 2. Ástæðan fyrir því er að ég var að spila GTA: Vice City áðan og datt þá í hug að gera þetta. Mér finnst heldur ekki nógu mikil umræða fyrir GTA aðdáendur á þessu Nintendo áhugamáli fyrir utan einn kork sem er dauðari en hamsturinn sem ég átti í öðrum bekk. En allavega hér kemur smá umfjöllun um meistarastykkin tvö.


Það eru þrír Playstation leikir sem hafa skarað framúr nánast öllu öðru og sett nafn sitt í sögubækurnar fyrir að bjóða upp á eitthvað algjörlega byltingarkennt. Þetta eru leikirnir Metal Gear Solid, Final Fantasy VII og síðast en ekki síst - Grand Theft Auto III. Grand Theft Auto III sýndi okkur að tölvuleikir gætu boðið upp á nánast algjört frelsi til að gera það sem maður vill í lifandi, andandi borg. Þessir tveir GTA leikir sem komu á undan honum voru bara hálfgert sorp, því þeir voru ekki einu sinni í þrívídd. Þess vegna tala ég ekki um þá í þessari grein. Ég man eftir því að ég ætlaði ekkert að fá mér hann þegar ég heyrði fyrst um hann en þegar ég kom í skólann daginn eftir að hann kom út hafði myndast hringur þar sem nokkrir gaurar sem ég þekki voru að tala saman. Ég gekk til þeirra til að sjá hvað var á seyði og þá sá ég fljótlega að þeir voru allir að tala um GTAIII. Ég hef aldrei séð menn svona æsta í leik hvorki fyrir þetta né eftir þetta og þess vegna varð ég að prufa þetta kvikindi. Ég fór með vini mínum heim til hans og byrjaði að spila, ég varð hugfanginn um leið. Hann var allt öðruvísi en ég hélt, á góðann hátt.

GTAIII gerist í Liberty City eða New York eins og hún heitir í alvöru heiminum. Þetta eru nokkurn veginn bara þrjár stórar eyjur sem eru lokaðar í fyrstu en þú getur síðan ferðast á milli eftir þær opnast og til þess að opna þær þarftu að gera verkefni fyrir mafíur og glæpaklíkur. Þú byrjar að gera bara einhver auðveld verkefni eins og að buffa gaur með hafnaboltakylfu eða keyra einhverja hórur á milli staða, svoleiðis dót. En eftir að líður á leikinn gerir þú erfiðari og erfiðari verkefni eins og að stúta mafíu foringjum og margt fleira þangað til að þú ert búinn að svíkja allt sem hreyfist, drepa þúsundir manna og sprengja upp hundruðir bíla þegar þú gengur í burtu frá öllu með yfir eina milljón dollara. Ég man eftir fílingnum þegar maður var að spila þetta, persónurnar æðislegar og leikurinn fullur af húmor, svo mikið til að skoða, keyra, fljúga, berja og drepa :) Ahhhh….þetta var frábært….

Tæpu ári eftir kom Vice City. Hann var meiri svona viðbót við GTAIII, eða endurnýting eins og ég kýs að kalla það. Svipað og Majoras Mask á sínum tíma. Hann var með sömu grafíkvél og GTAIII og spilaðist mjög svipað, þ.e.a.s sömu takkar og svoleiðis en Rockstar tókst að gera ótrúlega margt á þessum tíma - þeir bættu nánast allt sem hægt var að bæta! Í þetta skiptið var söguþráðurinn mun betri og aðal gaurinn var kominn með persónuleika og rödd sem lætur mann hækkast upp í metorðastiganum ólíkt GTAIII. Í endanum á GTA:VC er maður orðinn “the boss of bosses” með villu á Starfish Island, yeah! Einnig var borgin stærri, búið að tvöfallda bílana og vopnin, setja mótorhjól sem eru æðisleg, þyrlur, gera mun fjölbreyttari verkefni og bara nefndu það. Maður getur gert hluti í VC sem manni gat aðeins dreymt um að gera í GTAIII. Rockstar voru líka svo ríkir eftir gífurlega sölu GTAIII að þeir gátu ráðið menn eins og Ray Liotta, Burt Reynolds, Gary Busey, Dennis Hopper og marga fleiri fræga leikara til að tala inn á hann. Ekki amalegt það.

Ég gæti líst hrifningu minni á þessum leikjum hér fyrir ofan í doktorsritgerð í háskólanum en myndi samt gleyma helling þannig að ég verð bara að láta kyrrt liggja í að tala um þá. Hvað er það sem gerir seinni hluta GTA seríunnar svona andskoti rennilega? Jú þeir bjóða upp á hluti sem engir aðrir leikir gera. Það er hægt að gera það sem maður vill í risastórum borgum, ferðast um borgina á farartækjum sem Jay Leno myndi öfunda mann af og finna ótal leiðir til að skemmta sér meðan maður hlustar á útvarpið sem er fullt af húmor og lögum. En maður þarf ekkert að finna sér sjálfur hluti til að gera því það er stjarnfræðilega mikið af dóti sem þarf að gera til að fá 100%. Fyrir utan venjulegu verkefnin eru hlutir eins og Rampage, Hidden Packages, Unique stunt Jumps, Sjúkraliða, slökkviliðs, lögreglu og Pizza sendils verkefni svo eitthvað sé nefnt.

Ég spilaði GTAIII reglulega í eitt ár án þess að fá algjörlega leið á honum. Ég lánaði frænda mínum hann og saknaði hans. Þegar GTAVC kom út dugaði hann auðvitað ekki eins lengi því hann var “endurnýting” eins og ég kalla það á GTAIII og þó hann hafi verið tvöfallt stærri og betri þá hafði maður fengið árs skammt af þessu og er þess vegna ekki skrítið að maður hafi ekki legið eins mikið í honum og GTAIII. Það stoppaði mig þó ekki á því að klára sögusviðið í honum á sex gögum þó það taki um 20 tíma að gera það.

Grand Theft Auto leikirnir á Playstation 2 eru að mínu mati eitt það besta sem komið hefur í tölvuleikjaheiminum. Í fréttar tilkynningu snillinganna á Rockstar kom fram að þeir væru að vinna í GTA IV sem þýðir að við fáum algjörlega nýjann GTA leik vonandi annað hvort í enda þessa árs eða byrjun þess næsta. Þá er það bara að bíða!

Takk fyrir,
Lyrus