Jæja. Mín fyrsta grein á þessu áhugamáli :) og með henni ákveð ég að fjalla aðeins um leikinn Gran Turismo 4 sem á að koma einhverntímann eftir daginn í dag. Þar sem Gran Turismo 3 er leikur sem ég spila ennþá á fullu og ég keypti hann þegar hann kom út þá hef ég miklar vonir fyrir GT4.

Ég held því fram að þetta verður magnaður leikur. ER búinn að sjá 12 video úr honum sem ég fékk á gamespot complete og öll líta þau alveg frábærlega út. Grafíkin er ekki orðin lélegri á bílhum en samt er búið að gera umhverfið ennþá magnaðara en það var í GT3. Leikurinn verður sýndur á E3 leikjasýningunni á þessu ári (2003). Ég las preview á Gamespot og þar stóð að eitt sem gerði mig mjög svo glaðann:

“The build being shown had three different tracks–one was a track set in New York City, while the other two were circuit and rally tracks respectively. There were also dozens of playable cars in the demo ranging from the Subaru Impreza to an old Pontiac GTO.”

Þrjár brautir í demoinu og allavega 2 þeirra nýjar, því að New York var ekki í gamla og rally brautin sem er í video-unum er ekki heldur í GT3. Og að besta: Gamlir bílar :D Það er það sem mér finnst vanta í GT3, gömlu bílana. Ég vona samt að það verði einhver betri limit í GT4, sérstaklega ef það verða formula bílar í GT4 að þá er ekki hægt að fara með þá í keppnir og rústa öllu léttilega. En ég er sáttur við að það er ekki hestafla limit í GT3 og vona að það verður ekki heldur í GT4 því að það er leiðilegt að vera búinn að safna fyrir bíl og tune-a hann smá og kannski óvart verður hann einu hestafli yfir limit og þá bara byrja að safna fyrir öðrum :/ Það átti til með að gerast í GT2.

Það er líka sagt á GameSpot að tæknin við að keyra í þessum er að það er orðið raunverulegra í nýja. Það er auðveldara að snúast ef maður gefur of fljótt í útúr beygju. Það er þessvegna leiðilegt fyrir þá sem byrja að venjast þessu býst ég við en það er vont og það venst ;)

Svo verður hægt að spila online í GT4 ef þú ert með Network Adapter fyrir tölvuna og það er eitthvað sem ég mun sannarlega gera ef það verður ekki of dýrt. Mjög spennandi að spila þennann uppáhalds leik minn á netinu og ekki í split-screen í Two Player :)

Útgáfudagur er ennþá ekki ákveðinn en er búist að leikurinn veðrur gefinn út seint á þessu ári í Japan og ég býst nú við að hann kemur ekki fyrr en 2004 hingað en hver veit :) ….

Kveðja, Danni.
Kveðja, Danni