Ég keypti mér Playstation 2 strax og hún kom út.
ahhhhh margar góðar minningar í henni í tekken eða GTA eða bara hvaða leikur sem ég spilaði þá skemmti ég mér alltaf.
Það var erfit að redda sér þessari tölvu þurfti að selja psx og flest alla leikina mína og memory kortin mín 2 til þess en það tókst á endanum.

Ég frétti af því að GTA:VC væri að fara að koma út bráðlega svo að ég kynnti mér þennan leik og leist mjög vel á hann þannig að ég ákvað að kaupa mér hann strax og hann kom út sem ég gerði. Ég fékk símtal frá skífuni í miðjum sálfræði tíma að leikurinn væri kominn í hús svo að ég dreif mig eins og ég gat að klára verkefnið og drífa mig út í kringlu að ná í leikinn og pott þétt 80's 2.
Gott að þetta var föstudagur og ég að fara til pabba með stóra sjónvarpið og nammi og gosið og alles ;D
Ég dríf mig að taka strætó þá heim, stoppa í sjoppuni til að kaupa 2 lítra af kóki bara til öryggis kem inn dreg fyrir og undirbý mig fyrir að spila þennan leik.
Kveiki á henni spentur og bíð….en ekkert gerist ég sit þarna undrandi og skil ekki afhverju að leikurinn er ekki farinn í gang.
Eftir eithvað fikt þá fer leikurinn í gang og ég verð sáttur með tilveruna.

Næsta dag ætla ég að spila meira en þá gerist það sama vill ekki starta leiknum þannig að ég geri það sama og ég gerði seinast og það virkar eftir einhverja stund og ég verð sáttur með tilveruna.
Sunnudagurinn rennur upp og ég verð að spila meira og viti menn sama gerist aftur en núna virkar ekki það sem ég gerði.. þannig að ég sit þarna ósáttur fyrir framan skjáinn grátin næst ;D
Ég ákveð að fara með tölvuna niður í skífuna á Laugarveg og biðja þá um að kýkja á hana.
Ég fer með hana og þeir segjast ætla að láta mig vita þegar þeir væru búnir að laga hana.

Ég bíð og bíð og bíð og bíð nokkra daga og loks kemur símtalið ég má koma.
Ég kem glaður ánægður að vera að fara að fá tölvuna mína aftur.
Ég rétti honum kvittunina og hann horfir á mig kíkir í tölvuna…….. já við megum ekki opna ákveðin part af tölvuni svo við verðum að senda hana til sony.
Heimurinn endar hjá mér við þessi orð.

Ég spyr hvort að þeir geti ekki gert eithvað fyrir mig í þessu hann segir að ég geti keypt nýja á afslætti. ( vinur minn skemmdi orginaæ tölvuna sem ég keypti og þurfti ég að borga þá 14.000)
Þannig að ég segi honum söguna mína og segi að þá væri þetta orðin doldið dýr talva hann horfir á mig og kinkar kolli.
Hann byður mig að bíða og fer eithvað fram.
Nokkru seinna kemur hann aftur með kassa til mín hann opnar kassan og lætur mig fá glæ nýja PS2 ég verð náttúrulega mjög(mjög mjög mjög mjög) ánægður þakka honum og fer heim hlakkandi til að geta spilað GTA: VC án vesens.

Og þannig endar þessi saga ;D
Þeir í skífuni eru mjög góðir og sanngjarnir.