Síðan The Sims kom út fyrir PS2 var ég búin að vera að öfunda PS2
eigendur í laumi (algjört hneyksli) því mig langaði geðveikt í hann en ég á
bara GC og ég hélt að ég þyrfti bara að sætta mig við það að fá aldrei
Sims í leikjatölvuformi, ég myndi frekar selja sálu mína heldur en að kaupa
PS2(veit ekki ef hverju ég er svona bitur út í þessa tölvu).
En á laugardaginn fór ég í Kringluna og ákvað að kíkja í BT til að sjá hvort
eitthverjir skemmtilegir leikir væru komnir og viti menn!!! Það fyrst sem
blasti við mér var The Sims fyrir GC. En æðislegt! Eina vandamálið var að
ég átti engan pening. “Æ fokk mar, notum bara visa kortið á þetta” hugsaði
ég og skundaði beint að afgreiðsluborðinu og hélt þéttingsfast um leikinn
því þetta var eina eintakið í búðinni og ég ætlaði sko ekki að missa það í
hendurnar á einhverjum sem kynni ekki að meta hann. Kvittaði á strimilinn
fyrir 6500 krónum og hélt heim á leið glöð í bragði. Keyrði heim með hraði
og bibaði á alla sem keyrðu undir 80. Komst loksins heim, reif Animal
Crossing (sem ég er búin að vera að spila í heilan mánuð samfleytt) úr
tölvunni, reif plastið utan af Sims og setti hann í. Dróg djúpt andann og ýtti
á gráa takkan: POWER. Með hjartslátt á við að hafa verið að koma úr
spinning settist ég agndofa niður og glápti á sjónvarpsskjáinn. “What
language would you like the game to use?” kom upp á skjáinn. Ég valdi
“English” og ýtti á START. En þá gerðist það, einhver stærstu vonbrigði lífs
míns: “There is not enough space on the memory card in slot A to save the
game” NNNNEEEEEEIIIIIIIII!!!!! Ég var ekki sátt og var alveg tvístígandi yfir
hvort ég ætti að fórna Mario, Sonic, Bond, Bomberman, Crash og Melee
fyrir þetta. Eftir hálftíma rökræður við Mario og Luigi sem voru í engla og
skratta átfitti á sitthvorri öxlinni á mér ákvað ég að eyða því öllu! Stærstu
mistök sem ég hef gert í þónokkuð langan tíma. Kortið var ekki nógu stórt
þó það væri tómt!!! Fokk itt! Þetta voru 50 sinnum meiri vonbrigði! Nú er
eins og hafi aldrei spilað neinn af leikjunum mínum nema Animal crossing
því hann er á sér memory cardi. Geðveikur bömmer.
Dreif mig í Bræðurna Ormson um leið og ég fékk útborgað og keypti stærra
memory card, eftir að ég hafði sagt sölumanninum frá hamförum mínum
með tárin í augunum og spurt um nýja game boyinn gaf hann mér 20%
afslátt þessi ljúflingur þannig að það kostaði bara 3500kall sem ég kalla
gott. Það er 5sinnum stærra en gamla mitt þannig að nú get ég spilað sims
eins og hugurinn girnist! :) Hann er góður en ekki alveg þess virði að fórna
þessu öllu fyrir hann.
Vona að þið hafið haft eitthvert gagn og jafnvel eitthvað gaman af skrifum
mínum :)

Kveðja diljaa
-Það er snákur í stígvélinu mínu