“This is the most overrated piece of shit ever”,
“This game was completely overhyped”.

Maður sér oft eitthvað í þessa átt á leikjakorkum, fréttasíðum og svo framvegis. Eftir að netið kom eru menn mikið fyrir að segja stór orð um leiki sem eiga það kannski ekki skilið, dreyfa sögusögnum um að eitthvað sé í leikjum sem verður kannski ekki í þeim og bara einfaldlega að hype´a leiki upp. Gamespot og IGN eru án efa stærstu áhrifavaldarnir á þessu sviði á netinu og síðan eru það öll blöðin OPSM og það allt. Og virðast mjög margir fara eftir þessu sem einhverri biblíu og allt sem þeir segja er satt. Í þessari grein ætla ég að fara yfir nokkur góð dæmi af þessu.

Hype er sjaldan góður hlutur og er mjög fátítt að leikir standi undir því. Metal Gear Solid 2 var nánast það eina sem talað var um í tvö ár af leikjafíklum. Eftir að það var fyrst sýnt brot úr honum árið 2000 (að ég held) byrjaði sennilega mesta eða allavega lengsta hype leikjasögunnar sem stóð yfir í 2 ár. Síðustu mánuðinna áður enn hann kom fór maður að telja niður dagana í að hann kæmi út enda var þetta framhald af einhverjum allra besta ef ekki besta leik sem gerður hefur verið. En þegar hann kom út stóðst hann þetta engan veginn, þetta var frábær leikur en hype´ið hafði gefið manni vonir sem stóðust ekki og eyðilögðu leikinn örlítið. Hann hafði einfaldlega ekki þessa ólýsanlegu snilld sem Metal Gear Solid 1 hafði.

Metal Gear Solid 2 var frábær en stóðst ekki kröfur, síðan eru líka til leikir sem eru ekki frábærir og standast engan veginn kröfur. Þetta eru oftar en ekki framhöld af öðrum leikjum sem gerðu mikla lukku. Devil May Cry 2 er örugglega besta dæmið um það þvílik vonbrigði hef ég aldrei vitað um og Super Mario Sunshine er annað gott dæmi. Og síðan eru það líka leikir sem eru bara hype´aðir upp vegna þess hversu rosalegir þeir eiga að vera eins og The Getaway. The Getaway var hype´aður svaðalegu upp sérstaklega í bretlandi og reyndist síðan vera ekkert meira en “ágætur”.

Samt eru til nokkur dæmi um leiki sem standast algjörlega kröfurnar sem gerðar eru til þeirra og gera jafnvel betur. Grand Theft Auto: Vice City var jafnvel enn meira hype´aður en Metal Gear Solid 2. Nánast hvert mannsbarn fylgdist með öllum fréttum um hann mánuðum áður en hann kom (eða voru það kannski bara lúðar eins og ég, veit ekki…). GTA: Vice City korkurinn á Gamefaqs var með ógurlega forustu á alla aðra korka þó að það var langur tími í að leikurinn kæmi út, 4 milljónir eintaka voru forpöntuð á netinu, endalausar “fansites” spruttu upp, trailerar og myndir úr leiknum voru í tonnatali og ég var í miðjunni á þessu öllu. Þegar hann kom loksinns sá maður að árángur Rockstar var aðdánuðarverður. Á minna enn einu ári höfðu þeir nánast bætt allt sem hægt var. GTA: Vice City át Hype´ið upp með stæl!

Ofmetnir leikir eru líka mjög algengir. Metal Gear Solid 2 var T.D. nánast jafn ofmetinn og hann var hype´aður. Metroid Prime er nýjasta dæmið um þetta. Metroid Prime er vissulega góður leikur en á hann skilið allar þessar fáránlega góðu einkanir? Metroid Prime er með alltof klunnalega stjórn, það tekur mann nokkrar sekúndur að snúa sér við og hreifa byssuna upp og niður. Í staðinn fyrir að láta ný kvikindi birtast þegar maður fer til baka þar sem maður slátraði þeim tóku Retro studios menn upp á því fáránlega ráði að láta bara sömu kvikindin koma aftur og aftur og aftur…þetta getur verið ótrúlega pirrandi. Söguþráðurinn er í rauninni enginn, áður en ég spilaði þennann leik hafði ég ekkert verið inní Metroid seríunni og var ég að vonast til þess að Samus tæki annarslagið af sér grímuna og talaði við annað fólk sem var þarna eða eitthvað en nei nei það er ekki sagt eitt orð allann leikinn maður á bara að lesa þetta allt saman með því að skanna eitthvað drasl. Það er ekkert gaman að vera að stoppa til að lesa margar blaðsíður af einhverju dóti ú miðjum bardaga þó ég hafi ekkert á móti því með öðru því það virkar T.D. mjög vel í Resident Evil leikjunum. Það er í rauninni ekkert sem lætur mig langa virkilega að fara í hann á hverjum degi og skil ég alls ekki allt sem fólk er að segja um hann.

Nú er E3 sýningin á næsta leiti og þá mun þetta allt fara að byrja fyrir þetta ár, Metal Gear Solid 3, Halo 2, Final Fantasy Chrystal Chronicles ofl. munu sennilega vera hype´aðir meira en djöfullinn sjálfur. En ég hef ákveðið að hætta að taka þátt í þessu, þetta eyðileggur leikina fyrir manni. Ég hef hér ráð til ykkar allra; lítið ekki á IGN og Gamespot sem guða, sumir af þeim eru algjörir vitleisingar og prufið minni leiki eins og ICO sem seldist aðeins í nokkrum tugum þúsunda eintaka því hann var ekki hype´aður. Látið koma ykkur á óvart og horfið í fleiri áttir en eina, það eru fleiri fiskar í sjónum.

Ég er kominn með sinadrátt í puttana og ætla að hætta þessu blaðri.

Muna að svara með rökum en ekki fleimi þó þið séuð ósammála,
Lyrus