Frétt frá hinni virtu viðskiptasíðu Bloomberg.com:

“Sony kynna Playstation 3 2003, segir í Commercial Times:
Sony corp. mun kynna leikjatölvuna Playstation 3 á þessu ári næstum 2 árum á undan áætlun, til að auka forskot sitt verulega á ”óvini“ sína (Nintendo og Microsoft). Hon Hai precision industry co. sem sér um að gera Playstation 3 fyrir sony mun hefja prufu framleiðslu í næsta mánuði. Líklegt er að PS3 fari í sölu í sumar í Japan en í enda ársins annars staðar.”

Svona hljómaði fréttin, reynt var að hafa samband við Sony en þeir svöruðu engum spurningum. Eru þeir að fela eitthvað? Nokkur tími er liðinn frá því að Toshiba byrjaði á því að gera kubbinn “cell” fyrir tölvuna. Ætli framleiðsla á kubbnum sé komin á lokastig? Eru Sony að reyna að koma okkur á óvart með að skella þessu á okkur á þessu ári. Það hljómar frekar skringilega að Sony séu að koma með nýja tölvu þegar að PS2 er enn með mikið forskot á aðrar leikjatölvur nútímans en þegar PS3 kemur út þá er ekki vafi á því að jafnvel hörðustu Nintendo menn munu varla lýta við Gamecube, af hverju? spyrðu líklega. Hér er smá um kubbinn “Cell”:

Kubburinn “cell” hefur verið í framleiðslu frá 2001 núna og er það eins og ég áður nefndi Toshiba sem sjá um það. Hann er gífurlega flókinn og er helsta áhyggjuefnið að það verði erfitt að hanna leiki fyrir PS3 vegna þess. Sérfræðingar spá því að hann geri PS3 5000 sinnum öflugri en PS2, já ég sagði 5000! Þannig líklegt er að “in-game” grafíkin í PS3 verði svona álíka flott og Final Fantasy myndin eða jafnvel bara nálægt bíómyndagæðum! Kubburinn gerir manni líka kleift að nota PS3 til að taka upp sjónvarpsþætti, “surfa” netið í þrívídd ofl.

Að hann komi á þessu ári er frekar ólíklegt finnst mér samt en það er aldrei að vita hvort þetta sé það sem Sony séu búnir að plana. Ég meina; hver vill spila Gamecube og Xbox leiki þegar maður getur spilað tölvuleiki sem eru nálægt bíómyndagæðum!?

Það er líklegt að við fáum ekki staðfestingu á þessu fyrr en á E3 sýninguni í maí. Þar mun Sony kynna “Spec´ana” á PS3 og hver veit nema þeir kynni bara tölvuna sjálfa?!

Sama hvort að það sé satt að hún komi árið 2003 eða ekki þá er víst að hún kemur mun fyrr en við héldum. Tæknin fer svo hratt áfram að það er ótrúlegt, ef Palli feiti í næsta húsi hefði lýst þessu fyrir manni þegar maður var 6 ára að spila NES hefði maður líklega gert lítið úr honum og kallað hann klikkaðann.