Já, ég ákvað nú að skrifa eitthvað um þennan hreint frábæra leik af því að ég fann ekkert um hann hér. Þetta var fyrsti leikurinn minn á Gamecube og ég man að þegar ég var að kaupa hana að ég hafði Luigi's Manson í huga. En valið var á milli Crazy Taxi, Matt Hoffmans Pro BMX eða jú Waverace. Ég hef prófað Crazy Taxi og spilað það mikið að mér langaði ekkert rosalega í hann þó að búðar-gaurinn ýtti rosalega mikið á mig við að kaupa hann. Ég lét þó ekki undan og leit aðeins á Waverace: Blue Storm. Jú ég hafði prófað gamla leikinn á N64 og þótti hann nú bara mjög góður. Svo var ég líka búinn að lesa um ótrúlega vatnsgrafík og mig langaði í einhvern leik sem gæti sýnt kraft Gamecube. Þannig að ég skellti mér á Waverace: Blue Storm.

Ekki sé ég nú eftir því.

Fyrir þá sem ekki vita er Waverace leikur þar sem þú keppir á Jet skíi og er tilfinningin aðalmálið hérna.

Ok, það sem er fyrst vert að minnast á er spilunin eins og vanalega en hún er nú bara fantagóð. En… Leikurinn er verður mjöööög erfiður fljótlega, en það að vinna eitt tournament er svo gott, svo góð tilfining að þú skellir þér strax í næsta og þér líður eins og hardcore gamer þegar þú lærir á stýrikerfið sem er ekki beint flókið bara erfitt að mastera beygjurnar og svona. Gervigreindin er bara góð og vel gerð og verður fáránlega erfið seinna meir. Borðin eru mjög góð og eru þarna nokkur gömul borð, en það sem flestir ættu að kannast við er hið margfræga Dolphin park. Það er meira að segja code í leiknum sem gerir þér kleift að vera á höfrungi í staðinn fyrir Jet Ski og með gamla Waverace lagið í bakgrunn. En nóg um það, leikurinn er já mjög erfiður, bíður uppá mismunandi borð, líka misgóð (La Razza Canal…ARRRG), fullt af shortcuts og skemmtilegu dóti. Spilun fær 8.9, erfitt að læra en þegar það gerist verður leikurinn svo skemmtilegur og hækkar jafnvel uppí 9.0-9.5.

Svo er það aðalmálið, grafíkin. Jú, hún er góð en ekki eins góð og hún hefði getað orðið ef þeir hefðu eitt aaaaðeins meiri tíma í þetta. Í fyrsta lagi eru karakterarnir ekkert rosalegir þó þeir geri sitt. Þeir eru flottir og vel balancaðir en 3-D módelin eru ekki eins góð og vona skildi. En umhverfið er mjög flott og þar sérstaklega sjórinn. VIÐVÖRUN: Ekki spila leikinn með Wavebird!!!!
Þú verður að hafa rumblið á, þú bókstaflega finnur fyrir öldunum, það er hreint út sagt ótrúleg tilfinning og er næstum þess virði að kaupa leikinn því að þér verður næstum því kalt þegar það er stormur í leiknum, grafíkin og fjarstýringin eru að brillera saman. Sjórinn lítur líka ótrúlega út og öldurnar og allt það. Eitt vandamál, hann vantar meira “texture” og er full gegnsær annars nánast fullkominn. Annað umhverfi er flott, oft mjög flott og fer vel í augað. Góð grafík en mætti vera betri…sýnir ekki fullan kraft GameCube. 8.7.

Það næstsíðasta sem ég minnist á er hljóðið, og já það er gott. Já bara mjög gott eins og flest annað. Brimið, Jet Skíið, mávarnir, allt hefur þetta sitt eigið hljóð og spilar mikið inní tilfinninguna. Gott sound system og controller með rumbli í og allt í botni og þá verður þessi leikur einfaldlega upplifun þegar þú racear um í brjáluðum stormi á 200 km hraða! Alveg frábært.

Fjölspilun er ágæt og var það síðasta sem ég prófaði þar sem ég fékk ekki aðra fjarstýringu fyrr en nokkru seinna. En gallin þá að ég var orðinn svo góður og vinir mínir gátu náttúrulega bara akkúrat ekki rassgat þannig að ég vann alltaf. En annars skemmtileg fjölspilun og fannst mér fyndið að horfa á replayið af vinum mínum keyra 10 sinnum á sama vegginn á meðan ég bruna 3 hringi á einni mínútu. Góð og 8.3.

Heildar einkun: 9.0, Góður, mjög góður en erfitt að læra á hann, sem betur fer er tutorial sem fer mjög vel í hlutina. Góð kaup fyrir þá sem eiga gott sjónvarp og sánd sístem og finnst gaman af svona öðruvísi kappakstri.