Netkerfi GameCube Netkerfi GameCube


Allir vita að Nintendo menn hafa ekki verið feimnir að tjá skoðanir sínar en samt hafa þeir verið frekar hógværir í umræðunni um netkerfi á leikjatölvum. Þeir hafa meira að segja sagt beint út að þeir vilji ekki vaða út á markað sem þeir telja að beri ekki hagnað. Að vísu hafa þeir gefið eftir og netið er nú þegar komið út í Bandaríkjunum og Japan og mun loks líta dagsins ljós á klakanum þann 7.mars n.k.

Nintendo hafa samt haft auga á einu sem Microsoft hafa ekki gert með Live þjónustunni sinni. Nintendo býður þér upp á að kaupa annaðhvort netkort ef þú ert með háhraðatengingu heima hjá þér, s.s. ADSL, breiðband eða loftnet, eða upp á hægara net ef þú hefur ekki slíka tengingu til staðar. Þeir sem eru ekki með dýrar tengingar verða þá að sætta sig við 56k V90 mótald. Bæði tækin eru ansi lík í útliti vegna þess að þau fara í sömu raufina, þ.e.a.s. undir tölvuna í Serial Port 1. Þau eru frekar ódýr og kosta $39 (3100 kr).

Þegar þú hefur hefur sett þetta upp þá geturðu m.a. vafrað á netinu, sótt aukahluti í leiki og kynnst öðrum GameCube spilurum.

Fyrsti netleikurinn sem lætur sjá sig er ekki af verri endanum. Phantasy Star Online Episode 1&2 mun koma 7.mars ásamt netkortinu og mótaldinu. Phantasy Star Online er nethlutverkaleikur sem spilast í raun-tíma og gerist á annarri plánetu. Hann bíður upp á að margir geta verið saman í einu í liði og klárað leikinn. Í BNA er mánaðargjaldið $8.95 (695 kr).

Nintendo menn hafa tilkynnt að það eru nokkrir netleikir í framkvæmd m.a. Mario Kart 128, Too Human, Pokemon Online og e.t.v. næsti leikur Zoonami. En allt mun þetta skýrast betur út á E3.

Ég hef góðar heimildir að ábyrgðarmenn hér á landi hafa mikinn áhuga á að koma þessu upp og eru byrjaðir að vinna á því. Líkurnar eru því mjög góðar að við sjáum þetta fyrr eða síðar.

Vonandi gengur þetta upp því ég hlakka til að spila þetta, og vonandi fáum við þetta eins fljótt og mögulega hægt er.

Takk fyri