Jæja núna ætla ég að leggja fyrir alla þá sem að stunda þetta áhugamál smá könnun “Hvaða leikjatölva er best” Ég veit að það er hægt að rífast endalaust um þetta og ég vona að þetta breytist ekki í stríð.

Ég ætla að byrja á því að sýna “spekkana” eða upplýsingar um leikjatölvurnar sjálfar hvað varðar “hardwareið” ég ætla að byrja
á Gamcube:

ÖRGJÖRVI: IBM Power PC “Gekko”
CLOCK SPEED: 485 MHz
TEXTURE READ BAND-WIDTH: 10.4 GB/sek.
MAIN MEMORY BANDWIDTH: 2.6 GB/sek.
SYSTEM MEMORY: 40MB
LITADÝPT: 24bit Color, 24-bit Z Buffer
STÆRÐ: 11.5x15x16cm
Geyslu“hylki”:1,5 gb mini diskar og svo minniskort fyrir save
DVD Spilari: Nei

Eftir hálfgerða klúðrið sem Nintendo 64 var þá verð ég nú að segja að þessi tölva er algjör snilld það koma helling af góðum leikjum fyrir hana og 3rd party supportið sem vantaði mjög mikið á N64 vex smátt og smátt þar sem að það er mjög auðvelt að gera leiki fyrir þessa tölvu.

Hérna ætla ég að skrifa smá um nokkra stærstu titlana sem koma á líðandi ári:

The Legend of Zelda: The Wind Waker
Þetta er örugglega ein besta leikjasería sem gerð hefur verið og það kannast örugglega flestir við þessa leikjaseríu. Þessi Zelda leikur er öðruvísi en hinir af því leit að hann er allur í “cel-shaded” grafík eða teiknimyndagrafík eins og sumir vilja segja. Sumir fengu hjartaáfall þegar þeir fréttu að það væri búið að breyta leiknum svona en ef ég á að segja mína skoðun þá finnst mér þessi grafík bara mjög flott og allavega hef ég ekki séð jafn flotta cel-shaded grafík.

Metroid Prime
Þessi leikur hefur fengið ótrúlega góða dóma út um allann heim og verður þessi leikur án efa mjög mjög mjög góður. Sagt er að hann spilist ekki eins og venjulegur fyrstu persónu skotleikur þótt að hann sé mest allt í fyrstu persónu. Get ekki beðið eftir þessum

1080: Avalanche
Það spiluðu kannski margir 1080 í N64 þótt að ég hafi verið svo óheppinn að eignast hann ekki fyrri leikurinn fékk mjög góða dóma og þessi á örugglega ekki eftir að vera neitt verri. Grafíkin er mjög flott og svo er eitt mjög flott við þennan leik að það geta gerst margskonar náttúruhamfarir eins og snjóflóð og fleira.

Jæja núna er nóg komið af Gamcube og næsta tölva sem ég ætla að tala um er Xbox.

Hérna eru spekkarnir:

Örgjörvi: Intel Celeron
Clock Speed: 733 Mhz
MAIN MEMORY BANDWIDTH: 6.4 GB/sek
SYSTEM MEMORY: 64MB
Stærð: 5 fermetrar nei nei just kiddin :) fann enga stærð
Geymslu“hylki”: DVD diskar og 8 gb harður diskur
DVD spilari: Já

Ég hef sjálfur ekki prófað þessa tölvu neitt sérstaklega mikið svo að ég get ekki dæmt hana. Xbox er besta tölvan ef ef litið er á hardwareið og það er staðreynd. Einn dáltið stór plús er að Xbox er með harðan disk en engin af hinum tölvunum er með harðan disk eða allavega ekki ennþá. Og þar sem Xbox hefur harðan disk þá bjóða sumir leikir upp á það að þú getur hlustað á þitt eigið tónlistarsafn og svo hefur Xbox líka DVD spilara en það hefur Gamecube ekki. Jæja þá er komið að nokkrum stórum leikjum sem koma fyrir tölvuna.

Halo 2

Halo er sennilega besti leikurinn sem hefur komið út á Xbox og hér kemur framhald af honum. Halo er fyrstu persónu skotleikur og hefur þann söguþráð eins og margir aðrir leikir að þú átt að bjarga heiminum. Annars veit ég ekki mikið um þennan leik en ég veit að margir Xbox eigendur bíða spenntir eftir þessum.

Uhhhh sorrí en ég bara veit ekki um marga leiki á Xbox en það þýðir ekkert að mér líki ekki við tölvuna.

Núna kemur seinasta next-gen tölvan Playstation 2

Og hérna eru spekkarnir:

Örgjörvi: 294 mhz
SYSTEM MEMORY: 32 MB
MAIN MEMORY BANDWIDTH: 3.2 GB/SEK
Geymslu“hylki”: DVD diskar og memory card fyrir save
DVD spilari:Já

Playstation er lélegust vélbúnaðarlega séð en það gerir hana alls ekki að lélegustu leikjatölvunni því að eins og flestir vita er það magn AAA leikja sem er númer 1. Sjálfur á ég ekki PS2 en hef samt eytt nokkuð mörgum tímum hjá vinum mínum að spila :) Playstation hefur flesta leiki enda hellingur af 3rd party supporti en það verður líka að taka tillits til þess að hún hefur líka verið ca. einu og hálfu ári lengur á markaði og þess vegna fengið forskot á hinar tölvurnar. Að mínu mati er þetta bara fínasta tölva. Og er slatti af spennandi leikjum sem koma í hana.

Grand Theft Auto leikirnir
Flestir kannast við hina umtöluðu GTA3 og GTA:VC. Þessir leikir hafa nú engann sér stakann söguþráð nema að þú ert að gera allskonar verkefni fyrir mafíósa og fleiri. Sjálfur hef ég prófað leikina og verð að segja að mér fannst þeir ekki sérlega spennandi (ekki byrja að væla af því að mér líkar þá ekki og segja að ég hafi lélegann leikjasmekk) nánast alltaf eins skjóta skjóta og skjóta maður fékk fljótt leið á því en samt veit ég að það bíða margir eftir næsta GTA leik en það er nú samt ekki búið að tilkynna neinn nýjann en hann kemur örugglega.

Final Fantasy leikirnir

Final fantasy serían er örugglega lengsta leikjasería sem ég veit um en samt hef ég ekki prófað neinn þeirra :) Margir fíla þessa rpg leiki en ég get nú ekki gagnrýnt þá út af því að ég hef ekki prófað þá. Allavega þá getur maður svona nokkurn veginn bókað mjög flotta grafík í næsta leik maður slefar næstum yfir henni :) en annars þá á þessi leikur vonandi eftir að standast væntingar FF manna.

Jæja þá held ég að ég sé búinn að tala nóg um vélarnar og ætla að segja mitt álit.
Ég verð að setja Gamecube í fyrsta sætið enda sniiiiiiiillldar leikir á leiðinni í hana ein og Zelda og Metroid *slef* og svo margir AAA leikir á leiðinni.
Ég verð að setja Xbox og Playstation 2 í annað sæti saman. Það eru leikir í báðar tölvurnar sem mig langar mikið í og sennilega margir fleir á leiðinni verð bara að vona að þeir komi líka á Gamecube :)

Núna er þessari grein lokið og ég ætla að byðja þá sem að svara að koma með ástæðu fyrir því hvaða tölva sé best ekki bara segja “NAFN Á TÖLVU er best út af því að ég á hana” koma með meira en það en náttúrulega er þetta persónulegt álit en mig langaði bara til þess að vit hvaða tölva ykkur finnst best og svo tel ég kannski þetta í lokin :)

Kv. Coolgau
“Danir eru bara stoned Svíar í sandölum”