Legaia 2: Duel SaGa

Frammhaldið af frábæra RPG leiknum Legend of legaia sem kom út á PSX aðeins í JAP & USA.

Framleiðandi: Contrail
Útgefandi: EIDOS
Spilendur: 1
Tegund: RPG
Aldur: 11+
Platforms: PS2 exclusive

Þeir sem ekki hafa spilað LOL (Legend of legaia) vita kannski ekki hvað ég er að segja, enda þar sem sá leikur kom aðeins út í japan og USA en ekki hérlendis eru víst fáir sem vita um þennan leik.

Ég og félagi minn fengum lánuð 2 eintök frá vini okkar sem er spænskur að hálfu. Við hjóluðum á fullu heim og fleigðum okkur uppí sófa, enduðum svo á því að þurfa að drattast á lappir aftur því við gleimdum að setja leikina í..

Þegar á “Power” takkan var þrýst beið maður uns PS logoið hvarf og í von um að góður leikur myndi renna á skjá.

Þetta byrjaði einsog bíómynd.. kom einhver StarWars texti og eitthvað fólk að byðja og hlaupa eitthvað, mér brá aðeins þar sem ég gat ekki lesið neitt úr grafíkinni. Jæja svo loksins eftir þvílíka bið eftir “New game” takkanum gat ég loks haldið spilunn minni áfram.

Þessi leikur kom mér mjög á óvart þar sem grafík segir ekki neitt um söguna þá ákvað ég að spila hann og í ljós kom að þessi leikur er eitt mesta meistaraverk sem ég hef snert.

Svo núna 6 árum seinna hef ég komið höndum yfir eintak af Legaia 2: Duel SaGa

Ég er búin að vera frekar spenntur fyrir honum og lesið mér hitt og þetta um hann. Bardaga-kerfið er eins og í fyrri leiknum en auðvitað er söguþráðurinn annar… Þegar ég var búinn að setja leikinn í vélina og byrja nýjann leik sá ég að aðalkallinn er voða líkur þeim úr fyrri leiknum, í byrjun leiksins geturu verið með svaka töffarastæla eða verið voða nice og þannig færðu fólk til að kalla þig ýmsum nöfnum.

Leikurinn er frekar lengi að byrja og tekur smá tíma að komast almennilega inní hann, eftir svona 3 tíma spilunn fær maður loksins nýja spilanlega karaktera.
Þinn kall er svokallaður “Mystic” sem býr yfir gífurlegum mætti og er af sömu kynslóð og vondi kallin í leiknum sem þitt lið er á eftir.

En ég vill ekki fara dýpra í þráðinn svo ég séi ekki að skemma neitt fyrir neinum.

Dómur:

Grafík: 8.0
Skemmtileg grafík, mér finst hún reindar betri en í FFX en aðrir gætu verið ósammála. Grafíkin gefur skemmtilegan glampa og lit.

Hljóð: 6.5
Ekkert tal, bara svona texta dálkar en í bardaga og eftir bardaga þá segja þeir ýmsar línur. Og annars eru hljóð effectar og annað slíkt mjög gott.

Spilun: 8.8
Einsog allir RPG leikir.

Ending: 9.5
Frábær spilun sem endist í 100 tíma. Og maður nennir alltaf að spila hann uppá nýtt=)

Heildar einkun: 8.5


Ég mæli með þessum leik fyrir þá sem elska RPG, en fólk sem er ekki mikið að fíla þá ættu frekar að sleppa honum. Frábær leikur sem inniheldur húmor og öruggri skemmtun næstu 100 tímana.
Beer, I Love You.