Dísan mín dó... en hún lifir enn! Svolítil lífsreynslusaga hér frá einum Dreamcastara…
ég er nýbúinn að versla mér alveg hrikalegt magn af sviksamlega góðum leikjum frá ungum manni sem verslaði sér ps2 (m.a. RE-Code Veronica, Skies of Arcadia, Sonic Adventure).
Eins og þeir sem hafa fylgst með einhverju sem ég hef verið að pósta á korkum hafa kannski tekið eftir =Þ
En já, ég fór að sigla um skýin á loftskipum Skies of Arcadia en Kærastan hvarf inn í ógnarveröld Claire Redfield í Resident Evil - Code Veronica.
Allt var í stakasta þar til að ég var í Skies einn daginn, og tölvan rístartar sér.
Ég held að flestir geti ýmindað sér sjokkið sem ég fékk.

“Búmm! Allt sem þú ert búinn að gera síðan þú seifaðir síðast er farið veg allrar veraldar!”
Ég tók þessu soldið eins og ef náinn frændi segði mér að hann væri með krabbamein. Ég vissi að það yrði ekki neitt “allt í lagi” upp frá þessu, en ég lét sem ekkert sé, ekki síst fyrir kærustuna. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að segja henni þetta :|
Hún tók þessu sæmilega, en ég sá að lítil flís féll úr hennar hjarta…
Því meira sem ég reyndi að spila DC leikina mína, því oftar rístartaði hún.
Ég reyndi allt til að fullvissa mig um að þetta væri örugglega ekki bara einhver aukabúnaður. Spila án VMU, prófaði báða stýripinnana, testaði alla leikina… All bad.

Svo póstaði ég örvæntingarfulla hjálparbeiðni hér á korkana. Ekki stóð á svörum, einn benti mér á að berja hana. >:( Annar benti mér á að nota gömlu nintendo aðferðina og blása í hana. Howitzer póstaði ítarlegt svar, en mér fannst aðferðin risky, og vil helst ekki taka sénsa á tölvunni.
Svo rifjaðist upp fyrir mér, tölvan er í ábyrgð! Ég keypti hana á rýmingarsölu Japis/Sonet í Júlí 2002! öLL RAFTÆKI KEYPT Á ÍSLANDI ERU MEÐ 2 ÁRA ÁBYRGÐ!

'S all good. ég fór með tölvuna í sonet (þeir eiga japis núna og ráku afsláttarmarkað með dreamcast dót fyrir skömmu í brautarholti). Fór í raftækjaverkstæðið Són sem er beint á móti Japis, en þeir hafa alltaf séð um viðgerðir fyrir Japis. Þegar ég keypti tölvuna spurði ég “soldið chubby og ákaflega hressa miðaldra gaurinn” með gleraugun hvar tekið væri við biluðum DCum (in case of emergency). Hann benti mér einmitt á Són og lét mig síðan hafa ábyrgðarskírteinið.

En þegar ég talaði við Són sagði jómfrúin við afgreiðsluborðið mér að Sonet hefði engan ábyrgðarsamning lengur við Són. Ekki síðan eigandaskiptin urðu. Ég vippaði fram gemsanum og hringdi í númerið á ábyrgðarskírteininu og gaurinn sem svaraði mér var alveg dolfallinn yfir því að ég hafði bilaða Dísu. Sagðist ætla að hringja í mig þegar hann hafði betri upplýsingar, tók niður númerið og ég heyrði aldrei í honum aftur. Það var svosum auðvitað…
En daginn eftir (í dag 8. jan) hringdi ég aftur. Konan sem svaraði sagðist kannast við þetta sem ég nefndi, þ.e.a.s að ég hefði hringt og tjáði mér það, að tölvan hefði ekki átt að fara með ábyrgð. Þetta væru leifar af lager sem verið væri að dæla út. (en auðvitað EIGA samt að fylgja ábyrgðarskírteini, alltaf þegar keypt eru raftæki). en hún sagði samt að þetta væri þá auðvitað þeirra vandi og bað mig um að koma með tölvuna til sín upp á skrifstofu.
ég mæti á svæðið og þá er “soldið chubby og ákaflega hressi miðaldra gaurinn” með gleraugun einmitt í stiganum sem liggur upp að skrifstofu Sonet. Hann kannaðist líka við mál mitt og sagði mér einfaldlega að fylgja sér, ég og félagi minn sem var með í för eltum hann inn á lager japis þar sem verið var að gera vörutalningu (sá fullt á dc dóti :)!) og náði í aðra tölvu.
Þetta var sýningartölva, eina tölvan sem þeir áttu sem virkaði. Náttúrulega mikið notuð, EN hann, “soldið chubby og ákaflega hressi miðaldra gaurinn” með gleraugun, tók það fram að ef þessi bilaði myndu þeir borga viðgerðina að fullu eða endurgjalda mér peninginn að fullu. Þetta var akkúrat það sem ég vildi, ég vildi Dísu sem virkaði! Ég játa það fúslega, ég er fíkill. Og Dísan er mitt dóp.
Gaurinn með gleraugun baðst innilegrar afsökunar á öllu veseninu, og ég kvaddi hann með kveðju um að við værum ennþá nokkrir DCgaurarnir sem myndum vilja sjá flutta inn einhverja leiki. Hann tjáði mér þá að hann vildi reyna að finna innflutningsaðila sem myndi geta reddað leikjum á mjög ódýru verði, þar sem tölvan er þetta gömul. Það finnst mér góðar fréttir.

Anyways, ég tek tölvuna heim, skelli henni í gang og hún rennur eins og draumur. Ekki feilpúst enn, en ég ætla nú samt að fylgjast vel með henni, þar sem þetta er nú samt mikið notuð tölva. En þangað til, þá er ég horfinn aftur inn í loftin blá í Skies of Arcadia! Sorrí hvað þetta er mikil langloka, mér lá mikið á hjarta…


p.s. “soldið chubby og ákaflega hressi miðaldra gaurinn” með gleraugun var víst eigandi japis, sagði félagi minn mér þegar við komum út…