Væntanlegir leikir á Playstation 2 2003! Hún er kannski gömul blessunin en ætlar sér svo sannarlega að halda forustu sinni gegn Boxinu og Kubbnum á næsta ári með þessum væntanlegu kræsingum!

Hér ætla ég að fara yfir það helsta sem hefur eitthvað verið upplýst um og er væntanlegt á Playstation 2 á þessu nýja ári hvort sem það er eitthvað sem ÉG er spenntur yfir eða ekki. Ég mun vera hreinskilinn í þessari grein og segja það sem mér finnst og ekkert vera að fegra neina leiki eins og einhver óraunsær fanboy, enda er ég þreyttur á vefsíðum og fólki sem þykist dýrka eitthvað bara því það er eitthvað merkilegt eða vinsælt fyrir sína tölvu. Sumum þessa er ég ekkert spenntur fyrir en öðrum er ég að naga af mér handarbakið af spenningi, svoleiðis er það.

En byrjum nú, ég mun taka leikina í röð eftir því hvenær á árinu þeir koma.





PRIMAL
Útgáfudagur: 14 Febrúar

Primal sló í gegn þegar hann var kynntur á Playstation Experience sýningunni í Bretlandi. Hann er þriðju persónu ævintýra/hasar leikur frá Sony. Söguþráður leiksins er mjög umfangsmikill og inniheldur hann góða fléttu og fullt af myndböndum. Maður stjórnar konu sem heitir Jen. Hún er á rokktónleikum þar sem ráðist er á hana og kærasta hennar af einhverri veru og hún barinn í rot. Þegar hún vaknar er kærastinn horfinn. Þá hittir hún einhverja rosalegan veru sem heitir Scree sem segir henni að hún sé með yfirnáttúrulega krafta, Scree gerist lærimeistari hennar og kennir henni að nota þá. Hún lærir að nota þá og þarf síðan að halda niður til vítis í gegnum fjórar víddir til að bjarga kærastanum. Maður spilar sem Jen en hefur Scree sér til hjálpar í gegnum allavega hluta af leiknum og er hann þess vegna smá svona co-operative leikur sem gerir hann mjög athyglisverðan. Tæknilega séð lítur Primal hreint út sagt stórkostlega út, hann inniheldur eina flottustu grafík sem sést hefur.





Lara Croft Tomb Raider: The Angel of Darkness
Útgáfudagur: febrúar

Lara er á leiðinni í Playstation í hundraðasta skiptið í nýjum Tomb Raider og mun þessi vera mikil breyting frá hinum Tomb Raider leikjunum. Hann mun vera dimmari og myrkari og í smá stíl við Metal Gear Solid. Hann lítur þó ekkert alltof vel út og ég hef aldrei verið aðdáandi Tomb Raider. Er ekki komið nóg af Löru?





Mortal Kombat: Deadly Alliance
Útgáfudagur: 14 febrúar

Hver man ekki eftir því þegar MK kom út á Sega Mega í gamla daga og gerði allt vitlaust? Ja….ekki ég því mér finnst MK drasl. MK:DA er að sjálfsögðu gífurlega gory eins og þeir fyrri og verður hægt að rífa mænuna úr mönnum, kíla af þeim hausinn og allskonar svoleiðis vitleisu. Allir ljótu mongólítarnir, klakagaurinn og þeir úr gömlu leikjunum verða verða plús nokkrir nýjir. Það verður hægt að skipta um stíl í miðjum bardaga og hafa misminandi vopn og það verður mjög mikið að hlutum til að \“unlocka\” en *geisp*….ég held ég haldi mig bara við Virtua Fighter.





The Mark Of Kri
Útgáfudagur: 19 mars

The Mark Of Kri er cel-shaped þriðju persónu leikur. Maður á ýmist að berja sig í gegnum mannskaran með sverðum eða laumupokast í \“stealth\”. Ég hef engan áhuga á svona Cel-shaped leikjum en það eru margir sem eru mjög spenntir fyrir þessu.





Devil May Cry 2
Útgáfudagur: 21 mars

Ó,JÁ! Now we´re talkin´! Dante er mættur aftur svalari en nokkru sinni fyrr. Þetta er það flottasta og svalasta sem ég hef séð, það verður allt hægt, hreifingar í tonna tali arghh! Þetta verður bilun!!! Ég ætla ekkert að skrifa meira um hann hér þar sem ég hef nú þegar skrifað sér grein bara um hann, þið getið séð hana <a href=\"http://www.hugi.is/leikjatolvur/greinar.php?gr ein_id=61091\“> HÉR</a> til að fá slatta af upplýsingum um hann.




Tenchu: Wrath Of Heaven
Útgáfudagur: mars

Snilld! Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum, ég elska Tenchu leikina! Við fáum meira af \”Ninja Stealth Action\“ í mars og er Rikimaru og Ayame mætt aftur (kallinn hefur lifað af steinafallið!) Í þessum verður hægt að fara í 2 player co-operative og versus, JIBBÍ!


Allt í lagi þetta voru svona þeir helstu sem koma í byrjun ársins, en nú mun ég fara yfir nokkra af þeim sem koma seinna á árinu og hafa þess vegna engan staðfestann útgáfudag í Evrópu.



Final Fantasy X-2

Squaresoft hefur í fyrsta skiptið ákveðið að gera framhald af Final Fantasy leik. Þetta er eins og nafnið kemur til kynna framhald af meistaraverkinu FFX. Og gerist hann 2 árum eftir FFX þar sem Yuna og þau öll sjá (FFX SPOILER!) að Tidus er lifandi í fangelsi og fara að finna hann og bjarga. Hann hefur nýtt Dress-up System og smá Platformer elementa, án efa einn af stærstu leikjum næsta árs ég get ekki beðið!!




Soul Calibur 2

Soul Calibur er talinn einn allra besti leikur sem nokkurn tíman hefur verið gerður af gagnrýnendum. Og þykir það gífurlegt afrek af Slagsmálaleik, Soul Calibur 2 er á leiðinni seinna á árinu og munum við þá fá meira af þessari ótrúlegu spilun!





Virtua Fighter 4: Evolution

VF4 er að mínu mati besti slagsmálaleikur allra tíma. Hann bíður upp á svo gífurlega dýpt að það tekur ár að mastera hann. Evolution er viðbót við þessa snilld og verður nýr möguleiki sem heitir \”quest mode\“ og mun maður þá ferðast um heiminn og berjast áfram! 2 nýjir kallar verða í honum, fullt af hlutum og dóti og margt fleira. Þessi verður State-of-the-art!



Í vor kemur net tenging fyrir PS2 í Bretlandi og mun hún fylgja eftir í öðrum löndum evrópu fljótlega eftir og vonandi fáum við hana á næstunni, en nú ætla ég að fara yfir Online leiki sem við fáum á PS2 á næsta ári.





SOCOM: US Navy SEALs

Þetta verður fyrsti online leikurinn fyrir PS2 í evrópu. Hann verður líka með single player. Þetta er svona Counter-Terrorist leikur sem þykir rosalegur af mati kananna sem eru búnir að fá hann nú þegar.




Resident Evil: Online

Þegar þið lesið þetta hugsið þið eflaust, \”Resident Evil Online?! Það gengur ekki!\". Enda hugsaði ég þannig líka. En það er ekki rétt því hann hljómar snilldarlega. Maður getur valið fullt af mismunandi karakterum eins og Löggu, Pípara (nei ekki Mario) o.f.l. allir með sýna eigin hæfileika. Maður á að vinna með öðru fólki í liðum og hjálpast að, maður getur skipst á hlutum og stuðið við særða félaga. Það verða líka gaurar bara í leiknum sem tölvar stjórnar sem maður getur talað við til að fá upplýsingar og svoleiðis. Það er samt ekki víst að hann komi á þessu ári í evrópu, bara að vona það besta!




Final Fantasy XI

Nú erum við komin út í eitthvað verulega stórt! Þetta er enn einn FF leikurinn en þessi er Massive Multiplayer Online RPG. Maður þarf að borga mánaðargjald til að vera í honum og er hann fyrsti PS2 leikurinn sem maður verður að hafa harðan disk til að spila. Hann hefur allt sem Final Fantasy leikirnir hafa (nema náttúrulega sögu) eins og Chocobos, Airships ofl. og mun maður þá geta ferðast um heiminn og barið aðra, þetta verður svakalegt!




Já þá er ég búinn að telja upp það helsta sem við eigum von á í PS2 2003 og er greinilegt að við PS2 eigendur höfum nóg að gera á árinu, ja… eða þá að við munum ekkert gera því við verðum svo uppteknir í tölvunni!