Núna síðustu jól þegar ég var að opna síðasta pakkann minn rak ég upp stór augu. Þarna var eintak af Eternal Darkness! Strax eftir pakkaopnannirnar fór ég beint í sjónvarpið, smellti á mig headfónum og setti ED í GCinn minn og kveikti. Leikurinn byrjar á flotti ljóði eftir Edgar Allan Poe. Síðan tekur alvaran við. Menuið er ógeðslega flott og öll umgjörð leiksins frábær. Verst að bæklingurinn er ekki á ensku enn hvað um það. Ég byrja þá á þessum dóm með spilun

SPILUN

Leikurinn er þriðju persónu sálfræðithriller eins og flestir vita enn er þó ekki eins og sumir hryllingsleikir pre-rendered, þ.e.a.s bakgrunnirnir eru í þrívídd og er kameran eins sú flottasta nokkurn tíma í leik. Enn tölum aðeins um galdrana í leiknum eða MAGICK.
Já, já. Magick ekki magic. Þetta er í rauninni tvennt ólíkt. Það virkar svona. Kerfið byggist á circles of power sem hafa mismarga punkta, hver punktur er rún. Efsti punkturinn fer í hvað af 3 alignmentum spellið er, Chattur'gha (rautt), Ulayoth (blátt) og Xel'lotath (grænt). Síðan eru rúnir sem hver er orð. Til dæmis er Redgomor minnir mig Area og Tier Summon. Til að búa til spell þarf maður að mynda setningu með mismörgum orðum, eftir því hve marga punkta circle of powerið er. Allt frá því að lækna sig til að summona óvini sem þú getur stjórnað. Allt er gert vel og er flott þegar þú kastar spellum hvernig rúnirnar eru á gólfinu og einhver rödd les upp fyrir þig setningunna. Og svo er það sem ED er þekktastur fyrir og er nokkurn veginn svona trademark hans
SANITY.
Jamm, creepy stöff. Í mjög stuttu máli þegar Sanity meterinn er lágr þá fara skrítnir hlutir að gerast. Allt er þetta vel gert og eru sum sanity effectin mjög creepy (styttan :()
Kaflarnir eru svo mjög vel gerið enn ég ætla ekki að fara útí söguþráðinn fyrir utan það að Alexandra nokkur Roivas er látinn vita af morði afa síns og ákveður svo að rannsaka það sjálf og finnur þá Tome of Eternal Darkness og eru kaflarnir í leiknum skráðir kaflar í hana. Mest creepíasti og flottasti kaflinn að mínu mati er sá með Anthony. Þeir sem hafa spilað hann vita hvað ég er að meina.

GRAFÍK OG HLJÓÐ
Leikurinn var upprunalega ætlaðir N64 enn svo færður á GC. Sést þetta á sumum texturum leiksins enn þeir eru stundum ekki eins raunvörulegir og ætla mátti. Enn fyrir utan það er þetta leikur með flottri grafík. Karakterar eru búnir til úr um 5.000 polýgonum og eru þeir allir mjög flottir, skrímslin eru líka frábærlega vel gerð. Umhverfið er flott, stundum risastórt. Enn ég vill hrósa Anthony kaflanum fyrir eitt…






————-Possible Spoiler——————-





Þegar hann breytist smám saman













———–End of Spoiler—————

Allavega er grafíkin mjög góð og fín. Ég gleymdi að minnast á eitt besta bardaga kerfi sem ég hef séð sem leyfir þér að miða á mismunandi líkamsparta.
Og hljóðið…………… Frábært svo vægast sé sagt. Talsetninginn er öll mjög góð og frábærlega leikinn og gera umhverfishljóðin og insanity effekta hljóðin leikin sem mest creepíastan. Öll skrímsli hafa sitt hljóð (næstum öll) og þekkir þú þau ef þú heyrir í þeim. Til dæmis, hver sá sem hefur spilað leikinn kannast við hljóðið í fjárans Trappers kvikindunum. Alltí allt ótrúlegt hljóð. Og já, leikurinn gengur í surround thank you very much.

NIÐURSTAÐA

Einn besti leikurinn á Gamecube og vafalaust slátrari Resident Evil að mínu mati. Ef þið eigið hann ekki fáið ykkur hann núna. Hann er frábær og nokkuð langur með 3 plot paths og 12 spilanlega karakter á öllum tímasviðum. Skildukaup


Spilun: 9.8
Grafík: 9.4
Hljóð: 10
Ending: 9.0

Einkun: 9.7