Helstu leikir á Game Boy Advance [GBA] Nú er liðið eitt og hálft ár frá því að sala á Game Boy Advance hófst í Evrópu, og hefur margt drifið á daga tölvunnar. Nú eru til yfir 160 GBA leikir, og því kannski vert að minnast á nokkra helstu leikina sem eru í boði:

<a href="http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=f87e4cdc-342d-4d86-b4d1-d37067604 fcc“>Mario Kart: Super Circuit</a>
Mario Kart:SC lítur að mörgu leyti út eins og Super Mario Kart (SNES), en þó endurhannaður og bættur fyrir GBA. 8 persónur og 40 brautir ásamt fullt af hjálpartækjum, mismunandi spilunarháttum og fjölspilun gerir þennan leik enn af þeim bestu á GBA.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=25bccae7-5f50-4455-ad57-fc80102a1 c94“>F-Zero: Maximum Velocity</a>
Sögusviðið er tæp 25 ár eftir atburði F-Zero á SNES. Afkomendur margra frægu ökumannanna sem komu fram í þeim leik eru nú mættir hér til að keppa í brjálæðislega hröðum kappakstri. 10 bílar, 22 brautir og nóg af óvingjarnlegum andstæðingum sem vilja ekkert meira heldur en að kála þér á hraðferð.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=58c9e305-6ba5-4316-89ed-d7c08a7ef 959“>Castlevania: Harmony of Dissonance</a>
Þessi leikur er andlegur arftaki Castlevania: Circle of the Moon, annar GBA leikur sem ég mun ekki telja upp hér. Þessi leikur er allt sem að Circle of the Moon er og meira til: Endurbættir galdrar, stærri borð, fleiri púsl, ný vopn og fullt af leynihlutum fyrir Juste Belmont, aðalhetju leiksins.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=01400ea9-9ab6-4f58-ad8c-9f8c5ac12 804“>Sonic Advance</a>
Sonic Advance inniheldur glænýjan Sonic leik. Hægt er að spila sem Sonic, Tails, Knuckles og Amy, öll með sérstaka hæfileika. Leikurinn snýst eins og oft áður um að stöðva áform Dr. Robotnik um að framleiða her vélmenna sem munu hertaka heiminn.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=0d6e6bdc-cedc-4362-8c00-df19f43f9 1c4“>Advance Wars</a>
Hér er á ferðinni stórbrotinn herkænskuleikur sem mun virkilega fá fólk til að brjóta heilann. Hægt er að spila sem margir herforingjar, allir með sína sérstöku eiginleika sem koma sér vel í bardaga. Fullt af kortum til að berjast á, mismunandi spilunarhættir og meira að segja möguleiki á að hanna sín eigin kort og spila á þeim með vinum og óvinum. Án efa einn af betri leikjunum sem fáanlegir eru á GBA, ”algjört must“ fyrir aðdáendur herkænskuleikja.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=15c71016-f6e7-44ca-a142-f67d94011 163“>Golden Sun</a>
Frá Camelot, þróunaraðilum Shining Force leikjanna og Mario Tennis og Golf kemur glænýr hlutverkaleikur sem sýnir hvað GBA er fær um að gera. Aðalsöguhetjan er Isaac, en bær hans verður fyrir miklum hamförum og því neyðist hann til að leita skjóls. En fljótlega fléttist Isaac inn í þéttvafinn söguþráð sem ég vil ekki eyðileggja fyrir fólki. Grafíkin í leiknum hefur verið lofuð sem einhver sú flottasta sem sést hefur á tölvunni, og spilun leiksins er heldur ekki af verri endanum.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=bd8dd835-b3b7-4e7b-946a-eda933974 e46“>Wario Land 4</a>
Wario er mættur í enn eitt skiptið, og nú á GBA. Í þetta skiptið fréttir hann af gullpýramída og leggur því af stað í þeirri von að geta tileinkað sér hann. En Wario þarf að kljást við verndara pýramídans og standast margar prófraunir á leiðinni.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=0029fd31-8326-4bd6-9bc1-9196828cc 45b“>Super Mario Advance</a>
Super Mario Advance er endurgerð af Super Mario Bros. 2 fyrir NES, nú með endurbættri grafík, hálfgerðum röddum fyrir Mario og félaga og nýjum borðum. Einnig fylgir með upprunalegi Mario Bros leikurinn.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=dbbf1e68-626c-4a90-ba55-e114f59be 894“>Super Mario World: Super Mario Advance 2</a>
Super Mario Advance 2 er endurgerð af Super Mario World á SNES me nokkrum endurbætingum. Nú hafa Mario og Luigi sérstaka hæfileika: Mario er hraðskreiðari en Luigi getur svifið í loftinu lengur. Auk þess fylgir svo upprunalegi Mario Bros. leikurinn með.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=6c6b6c0e-2fc8-468e-bd46-d5238c923 492“>Yoshi's Island: Super Mario Advance 3</a>
Í þetta sinn er ekki um að ræða endurgerð heldur beina yfirfærslu frá SNES yfir á GBA. Yoshi's Island, að mati margra flottasti leikurinn á SNES, hefur verið færður yfir á GBA með ótrúlegri nákvæmni. Engu hefur verið breytt, grafíkin er öll eins í allri sinni dýrð. Svo fylgir upprunalegi Mario Bros. leikurinn með.

<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=413b7f80-8252-4f01-b54f-8bcc1d789 fc2“>Metroid Fusion</a>
Metroid Fusion er framhald Super Metroid á SNES, og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Samus lendir í heljargreipum sníkjudýrs sem kallast X. Lífveran nær næstum því að drepa Samus og læknarnir hafa engan annan valkost nema að skera hana upp og sprauta í hana móteitri úr Metroidinum hennar. Við þetta breytist Samus allsvakalega. Flottur og einstaklega vel gerður leikur.

Og nú verður skyggnst inn í framtíðina:

<a href=”http://www.nintendo.com/games/gamepage/gamepage_ main.jsp?gameId=1119“>Megaman Zero</a>
<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=91c1a71e-7f97-41fb-bd08-9e0cc428f f00“>Legend of Zelda: A Link to the Past / Four Swords</a>
<a href=”http://www.nintendo-europe.com/NOE/en/GB/games/g amepage.jsp?ElementId=036f3423-1335-408e-9bbb-e13f32547 b9d“>Golden Sun: The Lost Age</a>

Framtíðin fyrir Game Boy Advance er björt, enda stórkostleg tölva sem allir ættu að kynna sér. Ofantaldir leikir eru einungis brot af úrvalinu sem er í boði, það er eitthvað til fyrir alla.

Tenglar:
<a href=”http://www.nintendo.com“>Nintendo of America</a>
<a href=”http://www.nintendo.co.uk“>Nintendo of Europe</a>
<a href=”www.gameboyadvance.co.uk">Heimasíða Game Boy Advance</a> (Evrópska útgáfan)

-RF