Harvest Moon: Friends of Mineral Town [GBA] Á nýju ári mun leikur úr Harvest Moon seríunni sívinsælu koma út á Game Boy Advance. Leikurinn mun titlast Harvest Moon: Friends of Mineral Town og gerist í sama heimi og Harvest Moon: Back to Nature fyrir Game Boy. Margar persónurnar og fígúrurnar úr Back to Nature munu snúa aftur í Friends of Miniral Town.

Eins og í öllum Harvest Moon titlum á spilari að sinna bóndabæ. Þegar afi aðalpersónunar deyr þá erfir persónan af honum bóndabæ og verður spilari að koma bænum og landinu í gott ástand.

Fyrir þá sem þekkja lítið til leikjanna þá ætla ég að skýra aðeins frá gangi þeirra. Þú færð pening fyrir að ala dýr og rækta uppskeru, einnig með því að sinna störfum fyrir þorpsbúa (það er lítið þorp stutt frá bænum þínum). Spilari sinnir bóndaskyldum í ystu æsar. T.d. þarf að kaupa sér verkfæri, sá fræjum og vökva uppskeruna ef það eru miklir þurkar, en veðrið í leiknum er nefnilega síbreytilegt. Möguleikarnir eru fjölmargir enda er leikurinn alls ekki það sem kallast á enskunni “linear”.

Aðaltakmarks leiksins er að skapa sér ánægjulegt og kærleiksríkt líf. Það gerir spilari með því að ala sér gæludýr, finna sér konu, giftast henni og stofna fjölskyldu. Leikurinn inniheldur 50 persónur sem spilari getur átt samskipti við og það fer eftir því að sumu leiti hvernig þú kemur fram við þessar persónur hvernig leikurinn þróast.

Í Harvest Moon: Friends of Mineral Town eru nokkrir einstakir smáleikir (mini-games). Eins og veðhlaup með hestum og “frisbee” (diskarnir sívinsælu) kast keppni til að sýna hve vel hundurinn hjá spilara er þjálfaður.

Harvest Moon titlarnir eru eftirfarandi:

Harvest Moon - fyrir Super Nintendo Entertainment System
Harvest Moon GB - fyrir Game Boy og Game Boy Color
Harvest Moon 2 - fyrir Game Boy Color
Harvest Moon 64 - fyrir Nintendo 64
Harvest Moon: Back to Nature - fyrir Playstation
Harvest Moon 3: Boy Meets Girl - fyrir Game Boy Color
Harvest Moon: Save the Homeland - fyrir Playstation 2
Harvest Moon: Friends of Mineral Town
Harvest Moon: A Wonderful Life - fyrir Game Cube (ókominn)

Harvest Moon: Friends of Mineral Town mun hafa stuðning við Game Cube útgáfu Harvest Moon, Harvest Moon: It's a Wonderful Life (fyrir þá sem hafa búið í helli undanfarið ár, þá er Game Cube nýjasta leikjatölva Nintendo). Það að tengja vélarnar tvær (GBA og NGC) mun láta koma í ljós nokkra óvænta fídusa. Áhugavert það.

Harvest Moon: Friends of Mineral Town mun koma á markað á þriðja hluta ársins 2003. Ég treysti því að þið bíðið öll spennt eins og ég. Ég mun reyna skrifa meira um leikinn er mér berast frekari upplýsingar.

Heimildir eru frá eftirfarandi vefsíðum ásamt mínum eigin fróðleik.

www.ign.com
www.hmfarm.com
Mortal men doomed to die!