Nintendo hefur alltaf verið til staðar meðal bestu leikjatölvuframleiðanda sem eru allt frá því þegar ég var lítill þá man ég eftir að það var alltaf annaðhvort Nintendo eða Sega.

Það er virkilega skrítið hvernig þetta hefur þróast nú þegar Sega er ekki lengur að framleiða leikjatölvur og hafa tveir aðrir leikjatölvuframleiðendur bæst í hópinn (Microsoft og Sony).

Sony Playstation átti ekki upphaflega að vera leikjatölva heldur diskaviðbót á Super Nintendo en svo var hætt við það en samt hélt Sony áfram með verkefnið og gaf út leikjatölvu á markaðinn um 1995 og varð þá vinsæl aðallega út af diskunum og varpaði þá skugga á Nintendo og þeirra Nintendo 64 sem kom út 1997. Frekar skrítið að helsti keppinautur Nintendo hafi verið skapaður af þeim sjálfum og þótt það væri búið að sanna að Nintendo 64 hafi verið betri leikjatölva og með betri grafík þá fékk Sony allar vinsældirnar.

Sony fékk gott tveggja ára forskot á Nintendo þá og fékk það aftur núna með Playstation 2 sem kom út eitthvað á undan GameCube (fyrir þá sem ekki fylgjast með) 1-2 ár á undan og með næstum nákvæmlega sömu hönnun og fyrri á meðan Nintendo þurftu að hafa fyrir því að finna upp nýjar hugmyndir og haqnna allt uppá nýtt.

Svo fyrir stuttu kom Microsoft sér inní þennan heim okkar og ætlar sér að vera enn hugmyndalausari enn Sony og gera blandar saman 64 og GC fjarsteringum og stækka um helming og fá þar X-Box fjarsteringu. X-Box talvan er stór og breiður kassi á stærð 2-3 myndbandstæki sett saman. Ekki það að þetta sé slæm talva en mér finnst þeir vera að kaupa sig inní þetta eins og t.d. þegar þeir keyptu Rare. Svo um leið og X-Box kom út þá byrjuðu Microsoft á Xbox 2 og ef þeir eru eins og Playstation verður hún virkilega svipuð fyrri.

Mér finnst virkilega slæmt að Sega hafi ekki komist lengr með Dreamcast því þetta var fín leikjatölva og Sega voru virkilega góðir í leikjatölvubrnsanum.

En nú er ég búinn að segja mitt… í bili. Ég hef ekki mikla reynslu í að skrifa greinar…. reyndar er þetta mín fyrsta og ég vona að ykkur líki við hana og að hún hafi ekki verið alltof….
Demonoid Phenomenom