Grand Theft Auto : Vice City GTA : Vice City

Hér á eftir ætla ég að fjalla um það undur sem Grand Theft Auto : Vice City er.

Það má búast við einhverjum spoilerum en ég reyni að halda þeim í lágmarki.

Nafn : Grand Theft Auto : Vice City
Framleiðandi : Rockstar North
Útgefandi : Rockstar Games
Fjöldi spilenda : 1
50Hz stuðningur : Nei
Widescreen stuðningur : Já
Surround Sound stuðningur : Já

Eftir að hafa naugðað GTA3 í orðins fyllstu merkingu (jæja þá ekki alveg) beið ég lengi eftir að sá dagur sem ný útgáfa af þessari snilldar seríu myndi líta dagsins ljós. Loksins þann 8. nóvember á því herrans ári 2002 bar ég loks þessa snilld mínum augum. Eftir heimkomu úr skólanum beið ég í eftirvæntingu nokkra tíma, loksins komu skilaboð á www.hugi.is/leikjatolvur frá starfsmanni BT, Skeifunnar að leikurinn væri kominn á hillurnar. Dreif ég mig út, hoppaði á hjólið og hjólaði sem óður til verslunnar BT, Skeifunni. Gekk inn, greip eintak, fékk þjónustu fljótt við þjónustu- borðið og gekk út. Hjólaði því næst sem óður heim á leið og skellti leiknum í Playstation 2 tölvuna mína. En meiningin með þessari leikjagagnrýni er ekki hvernig reynsla mín við verslun leiksins heldur gagnrýni hans.

Eftir að leikurinn er búinn að hlaða sér kemur upp þessi flotta nostalgic Commodore mynd upp. Framleiðandinn er þar kynntur með retro hljóð og mynd. Því næst kemur svipað intro og var í GTA3, þar sem framleiðendur, útgefendur og fleiri eru kynntir með myndum úr leiknum sem bakgrunn. Svo loksins kemur þessi flotta prologue sýning og tekur maður strax eftir því hversu talsetningin og karakter sköpunin er mikið bætt frá GTA3. Nú talar karakterinn þinn en rikkir ekki bara hausnum upp og niður eins og var hefðbundið í GTA3. Rétt að fjalla smávegis um gaurinn sem þú ert. Tommy Vercetti, nýkominn úr fangelsi er sendur til Vice City (nokkurs konar Miami) af stjóranum Sonny Forelli til að sjá um smá dóp smygl. Fundurinn fer þó úr böndunum, sambandsmennirnir eru drepnir og Tommy rétt sleppur með stressaða lögfræðingnum. Tek það einnig fram að leikurinn gerist í kringum 1980.

Nóg um söguþráðinn að sinni. Nú byrjar maður sem low-life gangster í iðandi borg full af lífi og skemmtilegheitum. Strax í byrjun tekur þú eftir því að mótorhjól eru nú komin inn í leikinn og eru þau alls fimm talsins (Faggio, Freeride, Sanchez, Angel og PCJ 600). Mikill munur er á stjórnun mótorhjólanna og hinna hefðbundu bíla og er í raun mun skemmtilegra að þjóta um götur Vice City á mótorhjóli. Má nefna einn raunverulegan effect þegar maður þýtur um götur Vice City á þessum tryllitækjum, föt Tommy's hreyfast við vindhviðurnar. Rockstar hafa einnig bætt þyrlum inn í, sem er styttir mjög tímann þegar maður þarf að ferðast langar vegalengdir. Samt finnst mér að þyrlurnar ættu að þjóna stærra hlutverki en þær í raun gera. Leikurinn inniheldur einnig marga bíla en enginn hefur þó raunveruleg nöfn (þeir hjá Rockstar hafa ekkert verið að fara í license mál). Það er allt í fína í sjálfu sér. Fjölda ólíkra báta er að sjálfsögu að finna í GTA:VC líkt og í fyrri leiknum. Þó eru engar neðanjarðarlestir, en slíkan ferðamáta var hægt að notast við í GTA3.

Tökum aðeins fyrir vopnin og áhrif þeirra. Það er ekki hægt að segja að það séu fá vopn í Vice City en eru þau um fjörutíu talsins. Allt frá hamri og skrúfjárns til eldvarpna og kraftmiklra vélbyssna. Tommy getur þó aðeins borið eitt vopn í hverjum flokki (t.d. eitt handarvopn, eina vélbyssu, eina þungavopns byssu o.s.frv.). Tjón á bílum og öðrum faratækjum er nú mun meira af völdum vopna en var áður. Nú getur þú skotið allt loft úr dekkjum farartækja, skotið í gegnum rúður bílna og þess háttar. Hamrar og vélsagir geta valdið miklu tjóni á farartækjum.

Nú getur þú einnig ferðast innandyra en þó er sá eiginleiki þegar limited. Innandyra er fátt að finna nema það tengist viðkomandi verkefni sem þú ert á eða litlar búðir sem þú getur rænt.

Yfir í grafíkina. Leikurinn er allur mjög flottur en kallarnir eru svolítið chunky (svona smá kassóttir). Miðað við stærð borgarinnar er lítið um ‘Loading’ skjái og pop-up er heldur ekkert alltof mikið. Jafnframt er lítið um slow-down.

Tommy getur skipt um föt og eru þau 9 talsins. Fötin gegna því hlutverki að vera svalur og að losna við lögguna. Með því að skipta um föt getur þú losnað við lögguna þegar þú ert með færri en þrjár stjörnur (hversu wanted þú ert).

Meira er um kaup á eignum í Vice en fyrri leikjum þessarar seríu. Í gegnum leikinn kaupir þú fjölda húsa og fyrirtækja til að komast áfram og vista leikinn í. Fyrirtækin skipta miklu máli til að afla tekna til frekari verslunar.

AI leiksins er bætt, löggurnar haga sér mun raunverulega sem og vegfarendur. Þó geta löggurnar verið svolítið vitlausar í hita leiksins en það er jafnvel bara betra (ekki gaman að hafa ofur löggur sem eru gáfaðri en Sherlock).

Tónlistin og allt hljóð er frábært í þessum leik. Um 400 klst af frábærri tónlist er í leiknum og eru jafnframt samið lög sem og lög sem voru fræg á þessum tíma.

Ending leiksins er góð en getur maður fengið stutt ógeðstímabil á honum (í raun vegna þess hversu ávanabindandi hann er og hversu mikið maður spilar hann útaf því). Mörg verkefni eru í boði og eru mörg auka verkefni líka í boði (s.s. að sendast með pizzur, leika löggu o.fl.). Ofan á allt getur maður eytt tímunum saman að leika sér í þessari stórkostlegri borg iðandi af lífi við að skapa rinulreið, limlesta fólk og framkvæma önnur skemmtilegheit. Þú getur einnig verið góður þegn og farið eftir öllum reglum ef þú kýst sem svo.

Vice City er mikið bættur og er búið að laga nokkur vandamál sem voru í GTA3 en ég hefði viljað sjá aðeins meira. Einhvern veginn lítur leikurinn stundum hálf kláraður út. Samt sem áður úrvals leikur og vonandi finnur maður ekki til þessarar ekki alveg kláraður tilfinningu næst ! ;)