Devil May Cry 2, LET´S ROCK BABY! Já gott fólk, hálfi djöfullinn og hálfi maðurinn og jafnframt einhver mesti töffari tölvuleikjanna Dante er á leiðinni í okkar kæru, svörtu og allrosalegu Playstation 2 tölvur. Nú er hann kominn með meiri reynslu að djöflaförgun og er svalari en nokkru sinni fyrr (er það hægt) og hef ég ákveðið að fjalla um hið nýja undur Capcom, Devil May Cry 2 í þessari grein.

Fyrir þá sem kannast ekki við Devil May Cry þá er það Playstation 2 exclusive leikur sem kom út síðla á síðasta ári. Aðal söguhetja leiksinns er Dante Sparda sonur hins goðsagnakennda Djöfla Sparda sem sigraði hinn illa Mundus fyrir mörgum öldum. Dante stjórnar einkafyrirtækinu Devil May Cry og vinnur við að farga djöflum. Einn dag fær hann heimsókn frá konu sem heitir Trish og lítur nákvæmlega út eins og dáin mamma Dante. Hún Trish leiðir Dante út á eyju með risa kastala þar sem hinn illi Mundus hefur umtekið og er hann fullur af djöflum. Dante þarf að berjast í gegnum öll þessi ósköp og að lokum feta í fótspor pabba gamla og farga illmenninu Mundus í eitt skipti fyrir öll.

Þegar DMC kom út fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda og var valinn einn besti leikur ársins 2001 af ótal síðum og blöðum. Shinji Mikami í Capcom gerði Þennan leik sem tilraun til að gera hrillingsleik með skrímslum og óvættum sem bregður út af Resident Evil hefðinni, leikur með alvöru “gameplay”!

Devil May Cry spilast sem gífurlega fjörugur leikur með blöndu af “platformer”, slagsmálum og skotbardögum. En gagnrýnendur hrósuðu honum í gríð og erg vegna þess að hann þótti vera fyrsti hasar þrívíddarleikurinn sem nær að fanga villta spilun og hasar tvívíddarleikjanna. Það er ekki auðvellt að útskýra hvernig honum tekst það í orðum þið verðið bara að prufa hann.

Þar sem tölvuleikjabransinn er sístækkandi eru leikjaútgefendur eru alltaf að finna upp á nýjum nöfnum yfir flokk tölvuleikja og eru Devil May Cry leikirnir þeir einu sem eru flokkaðir undir “Stylish Hard Action”. Það er svo sannarlega við hæfi þar sem það er svo sannarlega stíll á þessu! Ég meina, ofurtöffari klæddur skykkju með tvær skammbyssur og sverð á bakinu hlaupandi upp eða á veggjum, takandi heljarstökk aftur á bak og áfram, berjandi djöfulegar verur í hakk með sverðinu eða berum höndum, þar á milli dritandi þá í spað með skammbyssunum og mundandi haglarann annars slagið og búa til nýtt rassgat á alla þá sem eru með eitthvað vesen!

Nú er að koma Devil May Cry 2, hann hefur verið í vinnslu frá því að sá fyrri kom út. Ekkert hefur en verið uppljóstrað um söguþráð leiksins og eru þeir Capcom menn þöglir sem gröfin í þeim málum.

Ef ykkur fannst Devil may Cry vera svalur bíðið þá bara eftir að þið sjáið Devil May Cry 2 elskurnar mínar! Ó JESÚS! Ég er búinn að vera að skoða myndbönd úr honum á fullu og get varla lýst þessu með orðum, þetta hlýtur að vera eitthvað það allra flottasta, svalasta og “overall” rosalegasta sem ég hef nokkurn tíman séð í leik! Hreyfingarnar, eru svo flottar og rosalegar að þið skuluð setja plasthúð yfir lyklaborðið ykkar vegna þess að þið eigið á hættu að eyðileggja það með slefi!

Ég skal telja hér upp nokkrar af þeim nýju hreifingum sem Capcom hefur kynnt til þessa.

Spyrna sér frá vegg með bakfallsstökki: Hver hefur ekki horft á Jackie Chan mynd og séð hann hlaupa beint upp vegg og spyrna sér aftur á bak og taka þannig bakfalls stökk í heilan hring og lenda aftur á fótunum niður fyrir vegginn? Það er svo sannarlega mögulegt í nýja Capcom undrinu og þið getið rétt ýmindað ykkur hve gagnlegt það verður þegar ófreskjur eru að elta mann að gera þetta og komast þannig bak við þær og sparka ærlega (og bókstaflega) í rassinn á þeim! <a href="http://www.capcom.co.jp/movie/devil2/danteaction 01.mpg“>SJÁ MYNDBAND</a> (ATH, myndband þetta laggar nokkuð og er með léleg gæði, hin eru EKKI svona)

Leiðir til að standa upp: Dante stendur ekki bara venjulega upp í DMC2 það eru þrjár leiðir til þess að standa upp.

”Breakdance“: Hér sveiflar hann einfaldlega fótunum í hringi svipað og hann sé að ”breaka“ og stekkur upp, rosa kúl! <a href=”http://www.capcom.co.jp/movie/devil2/danteaction 02.mpg“>SJÁ MYNDBAND</a>

Hliðarrúlla: Hér rúllar hann sér til hliðar og stekkur upp á hliðinni og fer í svona 360” upp, það er erfitt á útskýra þetta það er betra að sjá, eða eins og þeir segja, <a href="http://www.capcom.co.jp/movie/devil2/danteaction 03.mpg“>Eitt myndband segir meira en þúsund orð!</a>

Kollhnís og bakfallstökk: þetta er rosa svalt! Hér tekur hann fyrst einn kollhnís aftur á bak og fer síðan upp og tekur aftur á bak bakfallsstökk, <a href=”http://www.capcom.co.jp/movie/devil2/danteaction 04.mpg“>SJÁ MYNDBAND</a>

Og þá að nýju skottæknunum:

John Woo style: Það minnir á John Woo mynd hvernig Dante getur beitt skammbyssunum í þessum leik, hann getur beint þeim í sitthvora áttina aðra bakvið bak og hina fram til hægri og vinstri nefndu það, magnað! <a href=”http://www.capcom.co.jp/movie/devil2/danteaction 05.mpg“>SJÁ MYNDBAND</a>

Beint niður!: Það verður líka er hægt að stökkva lengst upp í loftið, stinga sér niður og drita beint niður úr skammbyssunum! Svakalegt! <a href=”http://www.capcom.co.jp/movie/devil2/danteaction 06.mpg“>SJÁ MYNDBAND</a>

Þá er ég búinn að telja upp þessar hreyfingar sem Capcom menn hafa uppljóstrað til þessa og eru að sjálfsögðu heill hellingur af svakalegum hlutum sem þeir hafa ekki enn talað um.

”Devil trigger“ er að sjálfsögðu kominn aftur, en það er hæfileiki sem Dante hefur vegna þess að hann er djöfull. Þegar maður er búinn að safna upp stjörnum þá getur maður sett Devil Trigger í gang, en nú verða tvær tegundir að þeim og í þeirri nýju koma vængir á mann þannig að maður getur flogið!, þú getur séð myndband sem sýnir flug Devil Triggerinn <a href=”http://www.capcom.co.jp/movie/devil2/danteaction 07.mpg“>hér</a> og þann venjulega <a href=”http://www.capcom.co.jp/movie/devil2/danteaction 08.mpg“>Hér</a>.

Einn helsti galli DMC var hversu stuttur hann var. Þeir í Capcom hafa svo sannarlega bætt það og er þessi leikur bæði margfallt lengri og það eru tveir karakterar sem er hægt að velja og hafa þau bæði mismunandi söguþráð, sem er eiginlega byggður á því sama en frá tveimur hliðum líkt og í Resident Evil.

Já, ég sagði að það væru tveir karakterar! Var ég kannski ekki búinn að segja ykkur frá henni Lucia elskunni? Þá skal ég gera það, Lucia er eitursvöl gella sem lætur Löru kellinguna líta út eins og kona sem vinnur hjá sjónvarpsmarkaði við hliðin á henni! Lucia klæðist rauðum galla og er með hár niður að augum, hún er vopnuð tveimur svona sverðum í laginu eins og hálfmánar og er gífurlega snögg. Þið getið séð kraftinn í kellunni <a href=”http://www.capcom.co.jp/movie/devil2/luciaaction 01.mpg“>Í ÞESSU MYNDBANDI!</a>

Grafíkin er rosaleg! Miklar bætur hafa verið gerðar á henni frá fyrri leiknum sem þykir þó vera afspyrnuflottur líka. Sjáið bara einhver af myndböndunum í greininni til að vita hvað ég meina.

Stór hluti leiksins gerist í borg þar sem maður labbar um götur hennar og getur stökkið á milli húsþaka o.f.l. Sem er náttúrulega frábærlega skemmtilegt umhverfi en leikurinn gerist á mörgum stöðum og gerist stærsti hluti hans utandyra sem eykur fjölbreitileika hans mjög, Þ.E maður hengur ekki bara inní einhverjum kastala allan leikinn.

Það verður líka heill hellingur af allslags nýjum vopnum og verður mikið meira ”hand to hand combat“ í honum, glögglega má sjá í myndböndum gífurlega flottar ”martial arts“ hreifingar.

Ég vil benda ykkur á að ef þið viljið sjá fleyri myndbönd úr leiknum þá er <a href=”http://mediaviewer.ign.com/ignMediaPage.jsp?chan nel_id=70&object_id=482048&adtag=network%3Dign%26site%3 Dps2%26genre%3Dthird-person%26genre%3Dactionviewer%26pa getype%3Darticle&page_title=TGS+2002%3A+Devil+May+Cry+2 ">IGN</a> með ógrinni af myndböndum og mæli ég þá sértstaklega með Direct-feed MPEG TGS trailer sem er tæp 18 MB.

Þá líkur grein minni af þessu þrælmagnaða kvikindi sem ég get bósktaflega ekki beðið eftir, hann keumur hingað til evrópu í enda mars þannig ef þið hafið einhver plön um að gifta ykkur, fara til útlanda eða eitthvað því um líkt þá eruð þið vinsamlegast beðin um að afpanta það og fá ykkur Devil May Cry 2!

Takk fyrir.