Ég var að pæla, ef maður útilokar GameBoy og telur bara upp hefðbundnar console töluvur, er þá ekki PS2 á toppinum. Ég man þegar ég las fyrir ekki svo löngu síðan að PSX hefði selst í yfir 20miljón eintaka og þótti það mikið. Núna er málið þannig að PS2 er búinn að seljast í yfir 40miljón eintaka og það á mikið styttri tíma…

Ég veit að GB hefur selst í yfir 100miljón eintaka, en er 40mill á svona stuttum tíma, er það ekki nokkuð mikið? Sérstaklega þegar PS2 er sú elsta af núverandi nextgen console tölvum og kostar það sama og XBox úti?

Ég ætla ekkert að vera að fanboy'ast neitt en væri það ekki mjög sniðugt fyrir sony núna að gefa út sína eigin öhh… walkboy eða eitthvað. Þið vitið hvað ég er að meina. Ef ég man rétt það var sagt í viðtali við forseta Sony Computer Entertainment(man ekki nafnið í augnablikinu) að han hefði verið að velta fyrir sér möguleika um Sony lófa-leikja tölvu. Reyndar var hann að hæla GBA tölvunni, en kvartaði yfir því að skjárinn væri lélegur og þeir gætu gert mikið betur.

Núna vill ég benda á það að ég er ekki á móti Nintendo, en mér hefur oft fundist business aðferðir þeirra sérkennilegar. Eins og þegar þeir keiptu flest alla leikjaframleiðendur frá SEGA eða réttara sagt, gerður þá Nintendo Exclusive! Þar af leiðandi dó SEGA Master System, sem var sorglegt því hún var svo mikið betri en NES.

Það er svo sem gott og blessað…

Málið er að þegar ég var lítill langaði mig alltaf í SEGA GameGear, sem var alveg úber kúl meðfæranleg leikjatölva. Þeir sem þekkja til GameGear sáu það strax að GBA er hálfgert ripp-off, þar sem hún lítur næstum alveg eins út og er með nákvæmlega sömu specs! Það varð svo sem en augljósara þegar SEGA fór að porta gamla GameGear leiki yfir á GBA. Það er samt ekki ástæðan fyrir þessari grein.

Ef ég man rétt(ég nenni ekki að svara fyrir mistök mín) þá hintaði forseti SCEJ að þeir gætu hlustað sér að gera svipaða tölvu og GBA. Ég fór þá að velta fyrir mér hvernig sú tölva gæti verið. Hugsið ykkur að GBA er að nota sömu tækni og GG var að nota mörgum, mörgum árum áður!

Það vitað það kanski ekki allir en PS2 spilar PSX leiki á einkum sérkennilegan hátt. Á móðurborðinu í PS2 tölvunni er kubbur sem sér venjulega um að stjórna IO kerfinu sem fyrir tölvuna, t.d. firewire og USB. Þegar það er verið að spila PSX leiki myndi þessi kubbur líklegast ekki fá að njóta sín, en samkvæmt því sem ég hef lesið er það svoldið öðruvísi. Þessi kubbur emulatar PSX tölvuna og er sem sagt samkvæmt tæknilegu lýsingunni Computer on a Chip! Endilega skjótið þessa yfirlísingu niður hjá mér því ég á mjög bágt með að trúa þessu sjálfur, en þetta stendur víst í Hardware Lýsingunni á PS2 þannig að samkvæmt Sony sjálfum er þetta svona.

Jæja, pælingin er sú: Gæti Sony ekki bara tekið þennan kubb og troðið honum í hand-held unit og sagt Vola! PSX-Walkman…? Þetta er bara pæling og ég veit ekkert um þetta hardware og hvernig það virkar, endilega komið með ykkar eigin skoðanir;)
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*