Framleiðandi: Namco
Ár: 1997-1998.
Gerð leikjar: Ævintýri/Hopp-skopp.
Fyrir: Playstation og Playstation 2.

Jæja, nú hef ég aldrei skrifað grein um leiki áður, en allt er nú einusinni fyrst. ;) Ég ætla hér að skrifa um leik sem ég féll algerlega fyrir fyrir nokkrum árum, og hef alltaf spilað af og til síðan þá, enda er þetta alveg rosalega skemmtilegur og ávanabindandi leikur.

Hvað um það. Klonoa, sem er voðalega sætur lítill kisu strákur með risastór blaktandi eyru, býr í veröld sem heitir Phantomile. Þorpið hans heitir Wind Village Breeze Gale, og hann býr

þar með vini sínum, honum Huepow, sem er lítil lýsandi kúla sem á sér aðsetur í stórum hring. Mætti taka fram að þessi hringur er aðal vopn þitt í leiknum. ;)

Eina nóttina dreymir Klonoa að stórt skip brotlendi á Bell Hill, sem er einskonar smá-fjall með útskorinni mynd af gyðjunni Lephise. Nokkrum dögum seinna þá gerist þetta í raunveruleikanum, þetta skip brotlendir í alvöru!

Klonoa og Huepow ákveða að kanna málið, og komast að því að Lephise hefur verið rænt af hinum vonda anda Ghadius. Nú verður ÞÚ að stjórna Klonoa í gegnum Phantomile í leit að gyðjunni.

Þessi leikur hefur mikil einkenni japanskra teiknimynda, þetta er sannarlega ein mest sætasti leikur sem þú munt nokkurn tíma sjá, þetta er bara sætt á sætt ofan! Meira að segja vondu karlarnir munu fá þig til að segja “awww”. ;)

Tónlistin í leiknum er mjög skemmtileg, allavega hef ég ekki ennþá fengið nóg af henni.

Graffíkin er góð miðað við hvenær leikurinn er gerður, þetta er svona blanda of tvívídd og þrívídd, heppnaðist mjög vel fynnst mér.

Þú munt kynnast mörgum skemmtilegum persónum á ferð þinni um leikinn, og allar munu þær hjálpa þér við leitina að Lephise.

Þessi leikur er alls ekki eins léttur og hann hljómar/lýtur út fyrir að vera. Ef þú ætlar að fullkomna leikinn, einsog sagt er, þá þarftu að fynna 6 Phantomile íbúa í hverju borði og bjarga þeim, og það verður erfiðara eftir því sem þú kemmst lengra í leiknum.

Þar sem að þessi leikur er frekar gamall er ekki auðvelt að fynna hann lengur, ég fékk

tildæmis mitt eintak seint árið 1998. Ef þið hafið áhuga á honum getið þið samt leitað á netinu, tildæmis á www.ebay.co.uk, það er auðvelt að versla þar og oft mjög ódýrt.

Aðrir Klonoa leikir eru til dæmis..

Klonoa 2: Lunatea's Veil fyrir ps2.
Klonoa: Empire of Dreams fyrir GBA.
Klonoa: Empire of Dreams 2 fyrir GBA.
Klonoa: Beach Volleyball fyrir psone.

Svo á víst að vera til einn Klonoa leikur fyrir WonderSwan, en ég veit ekkert um hann. :)

Þbí miður fann ég enga mynd til að senda með greininni, það er frekar erfitt að fynna góðar Klonoa myndir. :/

En allavega, þá mæli ég með þessum leik fyrir alla! Og takk fyrir að lesa fyrstu leikja greinina mína! :)