The Legend of Zelda: A Link to the Past [GBA] Mánudaginn 2. Desember í Bandaríkjum Norður Ameríku var settur á markað leikurinn <a href="http://www.nintendo.com/games/gamepage/gamepage_ main.jsp?gameId=1381“>The Legend of Zelda: A Link to the Past</a> fyrir handtölvuna Game Boy Advance frá Nintendo.

Ég ætla, í þessari forsögn/forsýn (preview) að reyna miðla til ykkar upplýsingum um leikinn og aðra Zelda leiki. Upplýsingarnar sæki ég á hinum ýmsu vefsíðum er leynast á veraldarvefnum og auðvitað frá minni eigin reynslu og fróðleik. Ég veit að það eru margir Zelda áhugamenn á huga og ég vona að þetta gleðji þá, jafnt sem aðra, auðvitað.

Zelda: A Link to the Past kom út upprunalega fyrir leikjatölvuna <a href=”http://www.nintendo.com/systems/snes/snes_overvi ew.jsp“>Super Nintendo Entertainment System</a> árið 1992. Leikurinn var/er sá þriðji í hinni svakalegu vinsælu Zelda seríu. Fyrri leikir voru/eru <a href=”http://www.zeldago.com/z1.php?page=z1-info“>The Legend of Zelda</a> (1987) og <a href=”http://www.zeldago.com/z2.php?page=z2-info“>Zel da II: The Adventure of Link</a> (1988).

Til bæði fróðleiks og skemmtunar ætla ég að gefa ykkur lista yfir alla (amk flesta) Zelda leikina er hafa komið á markað í Bandaríkjum Norður Ameríku. Listinn er eftirfarandi.

<a href=”http://www.zeldago.com/z1.php?page=z1-info“>The Legend of Zelda</a> (NES - 1987)
<a href=”http://www.zeldago.com/z2.php?page=z2-info“>Zel da II: The Adventure of Link</a> (NES - 1988)
<a href=”http://www.zeldago.com/z3.php?page=z3-info“>The Legend of Zelda III: A Link to the Past</a> (SNES - 1992)
<a href=”http://www.planetnintendo.com/zelda/4.shtml“>Th e Legend of Zelda: Link's Awakening</a> (GB - 1993)
<a href=”http://www.nintendo.com/games/gamepage/gamepage_ main.jsp?gameId=298“>The Legend of Zelda: Link's Awakening DX</a> (GBC - 1998)
<a href=”http://www.zeldago.com/z5.php?page=z5-info“>The Legend of Zelda: Ocarina of Time</a> (N64 - 1998)
<a href=”http://www.zeldago.com/z6.php?page=z6-info“>The Legend of Zelda: Majoras Mask</a> (N64 - 2001)
<a href=”http://www.zeldago.com/z8.php?page=z8-info“>The Legend of Zelda: Oracle of Ages</a> (GBC - 2001)
<a href=”http://www.zeldago.com/z7.php?page=z7-info“>The Legend of Zelda: Oracle Of Seasons</a> (GBC - 2001)
<a href=”http://www.nintendo.com/games/gamepage/gamepage_ main.jsp?gameId=1381“>The Legend of Zelda: A Link to the Past - The Four Swords</a> (GBA - 2002)

Á næstunni (amk í BNA) kemur á markað glænýr leikur í Zelda seríunni, flestum til mikillar gleði. Leikurinn mun titlast <a href=”http://www.nintendo.com/games/gamepage/gamepage_ main.jsp?gameId=823&showMe=1“>The Legend of Zelda: The Wind Waker</a> og verður fyrir Game Cube.

En snúum okkur nú aftur að Zelda: A Link to the Past fyrir GBA. Eins og áður sagði er var leikurinn áður gefinn út fyrir SNES og lýsir sagan sér í þeim nokkurnvegin svona:

Sem Link (auðvitað), ævintýramaðurinn af álfakyni, leggur spilandi af stað til að bjarga prinsessunni Zelda frá kastala dýflyssu. Þegar spilarinn bjargar Zeldu úr prísundinni kemst hann að því að illi galdramaðurinn Agahnim hefur sett fagra landið í álög. Til að svifta landið þessum álögum verður Link að finna Meistara Sverðið (Master Sword) og brjóta það. En þeir sem hafa spilað Zelda leikina eitthvað ættu að vita að þetta er aðeins byrjunin á sögunni.

Eftir að þú klárar Link to the Past er leikurinn aldeilis ekki búinn. Nei, því að í þessari GBA útgáfu A Link to the Past er líka ný saga sem keyrist í fjölspilun (multiplayer). Allt frá tveir til fjórir spilarar geta spilað í einu og gerist sagan á svipuðum tíma og Legend of Zelda: The Wind Waker. Þessi aukasaga titlast The Four Swords og er þetta í fyrsta sinn sem Zelda leikur hefur fjölspilunarmöguleika. Sagan lýsir sér nokkurnvegin svona:

Spilararnir verða að bjarga Zeldu úr greipum illa galdramannsins Vaati. En þetta gífurlega ævintýri er of stórt fyrir Link einann þannig að gyðjurnar (fairies) nota kraft hinna Fjagra Sverða (Four Swords) til að margfalda Link. Já, þú last rétt. Það geta verið allt að fjórir Link's í The Four Swords sögunni, hver með sinn lit. Í hvert skipti sem spilendur skapa leik, endurraðast allar dýflissur og því er hægt að spila The Four Swords söguna aftur og aftur en þó aldrei eins.

Hver dýflissa er hönnuð þannig að spilendur gjörsamlega verða að vinna saman til að klára hana. En þó er samkeppni, því að sá spilari sem safnar mestum krystölum (rupees) fær verðlauna medal í lok dýflyssunar.

Leikirnir tveir/sögurnar tvær eru ekki alveg ótengdar, það er nokkuð nettur fídus, þegar spilari spilar A Link to the Past og lærir nýja sverðtækni, þá færist sverðtæknin yfir á persónu hans í The Four Swords. Einnig, þegar þú klárar The Four Swords þá opnast glæný dýflyssa í A Link to the Past. Sagt er að fleiri slíkir óvæntir kostir séu í leiknum.

Grafíkin er næstum nákvæmlega eins og í SNES, sem er nokkuð góð grafík en þó ekki það besta sem GBA getur sýnt. Hljóðið er það sama og í SNES en þó eru skemmtilegar viðbætur. Nefna má þar helst öskur og önnur óhljóð frá Link sem bætt var við. Það skemmtilega er að öskrin voru tekin úr hinum frábæra Zelda: Ocarina of Time (N64) þannig að það ættu að rifjast upp margar góðar minningar við spilun Zelda: A Link to the Past fyrir GBA, ekki aðeins fyrir þá sem spiluðu leikinn á SNES heldur einnig fyrir þá sem hafa spilað Zelda: OoT.

Leikurinn fær einkunina 9.7 á leikjasíðunni <a href=”http://www.ign.com“>IGN.com</a>

Zelda síður:

<a href=”http://www.zeldago.com“>Zeldago.com</a>
<a href=”http://www.zeldauniverse.net“>ZeldaUniverse.net </a>
<a href=”http://www.legendofzelda.com“>TheLegendOfZelda. com</a>
<a href=”http://www.planetnintendo.com/zelda/“>ZeldaElem ents.com</a>

<a href=”http://gamespot.com/gamespot/features/video/hist _zelda/index.html“>Saga Zelda</a>

<a href=”http://media.nintendo.com/nintendo/contents/game page/gamecontent/images/e3/zelda_lttp/e3_zeldalttp_agb_ mov02.wmv“>Myndb and varðandi A Link to the Past</a>


<a href=”http://www.nintendo.com">Heimasíða Nintendo</a
Mortal men doomed to die!