Animal Crossing E-Card reader Hafiði pælt í því hvað gerist þegar þið eruð búnir að fá allt og gera allt í Animal Crossing? (sénsinn að maður eigi aftir að gera það næstu 2-3 árin) Nintendo (kláru skrattarnir sem þeir eru :D) hafa núna gefið okkur lausn á því! Þetta er einfalt mál. Það er til tæki sem heitir E-Card reader og þú skellir því í GBA og (fyrir t.d. Animal Crossing)tengir svo í GC. Það sem þetta tæki gerir er að lesa sérstök Nintendo kort sem virka með ákveðnum leikjum.
Fyrir Animal Crossing þá á þetta að virka þannig að með svona sérstökum kortum geturðu skellt þeim í og fengið allskonar nýtt drasl í leiknum. Þar má nefna nýja NES leiki, patterns, persónur, söngva og allt mögulegt annað!
Það er spurning hvenær á að skella þessu í Evrópu og hvort þetta komi á klettinn yfirleitt. það væri náttúrulega BARA týpískt ef við fáum þetta ekki og ef þetta kemur ekki þá verð ég vægast sagt brjálaður.Það er hægt að segja með vissu að þetta sé bráðnauðsynlegt og ég vona að þetta verði ekki dýrt (því fyrir einhvern helling af pening þá vill ég ekki vera að fá sama draslið aftur og aftur.) En ef þið eruð ekki að fatta þetta má kíkja á http://www.nintendo-e-reader.com/ og þar er þetta útskýrt á einfaldan hátt. Og þegar þessi leikur kemur, og ef að hann er vinsæll og vel spilaður hvernig líst ykkur á að setja upp kork til að spjalla um leikinn og skiptast á spilum? (Ef þessi spil koma yfirhöfuð….)