Resident Evil 4 (GCN) Resident Evil 4

Allir ættu að kannast við seríuna enda hefur hún gjörbylt
leikjamenningunni eins og hún leggur sig.
Þeir sem spiluðu Resident Evil 1 á sínum tíma vita alveg hvað ég á
við. Í stuttu máli fjalla leikirnir um stórfyrirtækið Umbrella, sem
hefur þróað hættulegan vírus sem drepur fólk og breytir þeim í
uppvakninga. Capcom, þeir sem þróa leikinn, hafa haft umhverfin í
fyrirrúmi.

Leikirnir gerast á hræðilegustu stöðum tölvuleikjaheimsins, m.a. í
risastóru húsi langt frá menningu nútímans, draugabæ og fleiri
útibúum Umbrella. En í þetta skipti mun leikurinn gerast í
höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Leikurinn var kynntur ásamt fjórum öðrum Gamecube leikjum á
blaðamannafundi Capcom fyrir tveimur vikum. Getið lesið um þá alla
í grein RoyalFool.
Allir voru flottir, en RE4 þótti bera af í grafík og spennu. Þú
spilar sem Leon. S. Kennedy sem margir þekkja úr RE2. Leon mun vera
smitaður af bannvænni veiru sem umbreytir honum hægt og rólega í
uppvakning. Þegar líða tekur á leikinn mun Leon gera allskonar
ómannlega hluti sem að hræða spilarann og því verður leikurinn
erfiðari. Þetta minnir mikið á Eternal Darkness frá Silicon
Knights, enda frábær nýjung.

Í Leon flýja frá vírusnum sem eltir hann eins og lifandi ský .
Ólíkt Resident Evil 1 og Resident Evil 0 mun leikurinn vera
spilaður raun-tíma grafík. í þetta skipti eru bakgrunnirnir ekki
kjurrir, heldur færast þeir í takt við Leon, eins og í Code
Veronica, nema með mikið dýpri grafík. Gott er að minnast á að
leikurinn þykir líka einn sá flottasti sem sést hefur, á
leikjatölvu eða á PC. Tekur lang flesta leiki, ef ekki alla í bakaríið.

Það verður spennandi að sjá hvort að Capcom takist að bylta
hrollvekjuheiminum eins og þeir hafa gert áður því að metnaðurinn á
bakvið þennan er meiri en nokkru sinni áður.

Þið getið sótt myndbandið innanlands hér á huga og trúið mér þegar
ég segi ykkur að það er þess virði, því það er erfitt að trúa að
allt sem að sést er í raun-tíma.

Leikurinn mun aðeins koma út fyrir Gamecube og lætur sjá sig í
fyrsta lagi seint á næsta ári.

Takk fyri