The Getaway [PS2] Í enda síðasta árs kom út leikur sem hægt er auðveldlega að lýsa sem byltingu í tölvuleikjum, í leik þessu var maður einfaldlega glæpamaður sem vildi skapa sér nafn og vinna sér inn pening, og til þess þurfti maður að koma sér á milli staða á ýmist hraðskreiðum bíl, báti eða jafnvel flugvél, taka við verkefnum hjá allskonar klíkum og mafium og gera þau. En það sem gerði þennan leik mest selda PS2 leik frá upphafi var endalaust frelsið sem maður hafði til að gera hvað sem maður vildi í heilli lifandi borg, leikur þessi var að sjálfsögðu Grand Theft Auto: 3 eða GTA3 eins og hann er yfirleitt kallaður. Eftir gífurlega sölu þessa leiks fóru leikjaframleiðendur að sjá að þessi tegund leikja er það sem malar gull í mestum mæli. Þeir sáu að það var ekki fljúgandi drekar, galdrakarlar og vöðvabúnt með sólgleraugu sem seldu mest, heldur er það beinharður raunveruleikinn í undirheimum stórborga, eiturlif, vændiskonur, og allslags skemmtilegheit sem seldi mest. Enda kom Mafia sem er í svipuðum stíl og GTA3 nema gerist bara fyrir mun lengri tíma og loks nýjasti GTA leikurinn Vice City út en Vice City seldist fyrir yfir 200.000.000$ fyrstu vikuna í bandaríkjunum sem er met! Nú eru fleyri fyrirtæki að byrja á framleiðslu þessa leikja og munu þeir líklega spretta upp eins og illgresi í skólagörðum á næstu árum.

The Getaway er einmitt einn þeirra. En alls ekki er hægt að segja að hann sé eitthvað GTA “rip-off” enda hefur hann verið í vinnslu frá því löngu áður en leikurinn sem hóf þessi ósköp (GTA3) kom út og er hægt að segja að hann sé mun flóknari og metnaðarfyllri en GTA.

En nóg komið um sögu þessara tegund leikja og GTA, því að þessi grein snýst um The Getaway. Einhvers metnaðarfyllsta leik sem gerður hefur verið, leik sem á sér gífurlega langa sögu að baki og átti upphaflega að verða ágætis kappaksturleikur fyrir PS1 en þróaðist seinna út í þetta skrímsli sem við PS2 eigendur eigum fljótlega von á. The Getaway hefur hann verið í vinnslu í hvorki meira né minna en rúm 3 ár!

Leikurinn hefur margslunginn og ótrúlega góðan söguþráð og gerist í undirheimum London og stjórnar maður Mark Hammond, maður sem er nýsloppinn úr 5 ára fangelsisdvöl fyrir vopnað rán og hefur ákveðið að koma lífi sínu á réttan kjöl með konu sinni og barni. En því miður fyrir hann (gott fyrir okkur :) ) tekst það ekki vel og er hann ekki búinn að vera lengi frjáls þegar kona hans er myrt og barni hans er rænt af kaldrifjaðasta glæpaklíkuforingja London Charlie Jolson. Hann er ákveðinn að hefna konu sinnar og ná barni sínu aftur en ef öll þessi ósköp eru ekki nóg þá er hann líka sakaður um morð konu sinnar og er á þess vegna á flótta undan lög og reglu! En annar maður Frank Carter mikils metinn lögregluþjónn hefur sama markmið og Mark Hammond, að negla Charlie Johnson. Tveir menn sitthvoru meginn við löginn ákveða því í örvæntingu sinni að hjálpast að til að negla Charlie Johnson.

Þegar maður er búinn að klára leikinn með Mark Hammond opnast fyrir manni sá möguleiki að spila leikinn núna frá öðru sjónarhorni, sem Frank Carter sem sér til þess að þetta er enginn leikur sem maður fer í gegnum eins og ekkert sé á einu sunnudagskvöldi.

Eins og ég sagði áðan gerist þessi leikur í London, og það sem er kannski sérstakt við hann er það að london í leiknum er nánast nákvæm tölvuleikja eftirmynd alvöru London! Hvernig fóru þeir að því? Jú, með því að taka þúsundir stafræna mynda af borginni og gera síðan eftirmynd af henni í tölvuleikjaformi. Ef að einhver hér hefur komið til london er þess vegna ekki ósennilegt að hann eigi eftir að ræna bíl eða myrða mann í leiknum á sama stað og hann keypti sér ís rétt áður en hann fór á fór á fótboltaleik með pabba sínum þegar hann var í London. Jafnvel búðirnar hafa somu nöfn og líta eins út og í alvörunni, langar þig í göngutúr niður Oxford Street? ekkert mál! Hey! er þetta ekki Virgin megastore? Og þarna er burger king!

Ótal hús verður hægt að fara í hann og um það bil helmingur “missionanna” sem maður gerir eru inní húsum.

En það eru ekki bara búðirnar og borgin sem eru eins og í alvörunni, heldur eru allir bílar í leiknu til í alvörunni. Bílar á borð við Lexus IS200, TVR Cereba, Saab 900, og Nissan Micra keyra um borgina og er manni allveg frjálst að að næla sér í einn ef maður nennir ekki að ganga. Hvernig bílarnir skemmast er líka mjög flott og koma rispur og beiglur á flotta saabinn þinn ef þú ert ekki nógu varkár. Hljóð heyrast í bílnum ef hann er að skemmast og hægt er að sprengja dekk og rúður á bílum með byssum og bareflum. Og þegar bílar eru skotnir koma göt á þá. Það er semsagt óhætt að segja að bílarnir eru slatta raunverulegir!

En hvað varðar stjórnunina þegar maður er fótgangandi er allveg víst að hann eigi eftir að taka GTA leikina í gegn. Stjórnunin er svipuð og í Metal Gear Solid: 2. Maður sér semsagt eiginlega alltaf aftan á kallinn og getur maður labbað með bakið upp við veggi og læðst áfram með því að fara undir hluti og meðfram veggjum og kemur það sér vel því að í sumum “missionum” þarf maður að læðast um í “stealth” eins og í MGS2. Það er líka hægt að miða í fyrstu persónu með R2 sem gerir manni mun auðveldara að drepa menn í sem fæstum skotum, einnig er hægt að rúlla sér og stökkva í allar áttir líkt og í Max Payne með öllum þeim djöfulgang sem því fylgir.

Vopnin eru mörg og er hægt að vera með tvær skammbyssur og submachineguns eins og í Max Payne. En það er raunveruleikinn sem er í forgang í þessum leik og er þessvegna bara hægt að bera þrjú vopn í einu! Ekki ósvipað Hitman 2 þar sem maður getur haft einn stóran rifil eða haglabyssu og síðan skammbyssur og lítil vopn og sjást þau öll á manni meðan maður hefur þau en birtast ekki bara í hendina á manni þegar maður skiptir um vopn eins og í flestum þriðju persónu leikjum.

Eitt það svalasta við þennan leik er það ef maður lendir í miklum vandræðum getur maður einfaldlega tekið gísl. Maður fer aftan að honum og tekur hann í “headlock” og labbað um með hann þannig, gervigreindin í leiknum er mjög háþróuð og ef maður hefur einhvern lágt settann mann í mafíuni sem gísl skjóta hinir mafíósarnir mann bara samt og gerir hann ekki meira gagn en að vera “human shield”, en ef það er einhver hátt settur maður voga þeir sér ekki að hleipa úr byssunum af ótta við að þurfa síðar að “sofa hjá fiskunum” og getur maður þannig komið sér undan, en Löggurnar þora hinsvegar að sjálfsögðu aldrei að skjóta mann ef maður er með gisl, maður getur einfaldlega líka bara hálsbrotið mennina eins og í Metal Gear Solid!

Eitt af því sem gerir leikinn mjög sérstakan er það að maður hefur í raunini ekkert líf! Hvernig virkar það segir þú? jú, þegar maður er skotinn þá verður maðurinn manns haltur og særður, og lífið manns hleðst einfaldlega með tímanum, og ef maður fær eitt skot í hausinn er maður steindauður.

Leikurinn er ekki með neina Resident Evil talsetningu, það eru fagmenn sem tala inná hann nánast allir með reynslu úr kvikmyndum og leikhúsum.

Grafíkinn lítur stórkostlega út, maður á eftir að vera agndofa á því að stoppa og líta í kringum sig og sjá hversu flott umhverfið er, texturarnir í andlitum fólksins eru líka mjög flottir og eru andlitin gífurlega raunveruleg.


Allt í allt hljómar þessi leikur stórkostlega, ég meina hver vil ekki leik sem er hálfgerð blanda af Metal Gear Solid, Max Payne og GTA? Á eftirvæntingaskalanum 1-10 er ég pottþétt í 10, er þetta leikurinn sem mun taka GTA: Vice City í nefið? Það er aðeins ein leið til að komast að því. Leikurinn á að koma hingað til evrópu þann 11 Des. og til kananna í enda janúar. Hann er að sjálfsögðu Ps2 exclusive!