Sonic Mega Collection [GCN] Fyrir stuttu setti hið mergjaða leikjafyrirtæki Sega á markað pakka nokkurn fyrir GameCube er titlast Sonic Mega Collection. Pakkinn er inniheldur sjö Sonic leiki frá fyrri tímum plús bónus leiki og áhugavert aukaefni fyrir trygga aðdáendur. Aukaefni er meðal annars myndbönd, saga Sega og Sonic teiknimyndasaga.

Leikirnir sjö í pakkanum eru eftirfarandi:

- Sonic the Hedgehog (1991)
- Sonic the Hedgehog 2 (1992)
- Sonic the Hedgehog 3 (1994)
- Sonic & Knuckles (1994)
- Sonic Spinball (1995)
- Dr.Robotnik's Mean Bean Machine (1995)
- Sonic 3D Blast (1996)

Einnig nokkrir bónus leikir.
Leikirnir eru sumir bættir frá fyrri útgáfum.


Geta má þess að svipaður pakki kom út fyrir Sega Saturn og titlast Sonic Jam. Sonic leikur er til á Game Boy Advance, vasatölvu Nintendo og er Sonic Advance 2 í vinnslu.



Ég á svo sannarlega eftir að reyna nálgast þennan pakka þegar ég verð búinn að fjárfesta í Nintendo GameCube. Samkvæmt leikjasíðunni IGN er þetta einn veglegasti safn pakki á GameCube hingað til og er verð á honum í Bandaríkjum Norður Ameríku itthvað í kringum 40 dali.

Heimildir:

http://www.sega.com
http://www. ign.com
http://www.geocities.com/entersl/soniclegacyho fg.htm
Mortal men doomed to die!