Game Boy Player Morguninn 18. nóvember tilkynntu Nintendo <I>Game Boy Player</I>. Græjan gerir manni kleift að spila alla GameBoy Color og GameBoy Advance leiki á kubbinn sjálfan.

Mögulegt er að spila leikina með GameCube fjarstýringunni eða GameBoy Advance ef maður á GameBoy Advance cable. Þetta kemur víst út eins og 15 kílóa GameBoy Advance með stórum skjá. Þetta hefur alla möguleika GameBoy Advance (héðanaf GBA), svosem data trade og annað.

Nintendo hefur miklar vonir fyrir þetta tæki og eiga eftir að gefa út nokkra góða RPG leiki og má nefna Pokémon Ruby og Sapphire, og svo auðvitað The Legend of Zelda.

GameCube mun vera undirstaðan fyrir gripinn og kemur þetta út í fjórum mismunandi litum, svo að þetta sé nú allt í stíl.

Þetta mun kosta um 3500 íslenskar krónur og kemur út í Bandaríkjunum maí 2003. Ekki er búið að ákveða dag fyrir Evrópu.

Hér kemur upptalning á kostum og staðreyndum:

-Nú geturðu spilað uppáhalds GameBoy leikina þína á sjónvarpinu þínu.

-Nú þarftu ekki að hafa áhyggjur af batteríum.

-Tengist í “Hi Speed Port” undir GameCube.

-Fæst í fjórum litum.

-GameCube player diskur fylgir með. Sagt er að á honum fylgi allskonar
“goodies” eins og player profile og player stats. Nú geturðu sannað
að þú sért bestur.

-Kostar 3500 krónur.

-Nú geturðu spilað alla must-have leikina án þess að þurfa að kaupa
þér GameBoy Advance. Verðmunurinn er um 6500 kr.

-Þyngdin er aðeins 370g.

Ég ætla að íhuga að kaupa mér svona. Þetta er mjög sniðugt og passar
einhvern veginn svo við GameCube.

Það værifínt að fá svör með fleiri kostum (eða göllum) og ef einhver
gæti bent á nokkra góða GBA leiki væriþað vel þegið.