Capcom sýnir 5 nýja leiki Capcom tilkynntu nú fyrir stuttu 5 nýja leiki fyrir GameCube.

Leikirnir koma allir frá Production Studio 4, sem er þróunardeild sérstaklega fyrir GameCube. Shinji Mikami, m.a. höfundur Resident Evil leikjanna, er með umsjón yfir Production Studio 4.


<u><b>Resident Evil 4</b></u>

Loksins fáum við að sjá Resident Evil 4 eftir langa bið. Leikurinn er að þessu sinni í þrívíddarumhverfi líkt og Resident Evil: Code Veronica, og lýtur mjög vel út.

Aðalhetja leiksins er Leon Kennedy, sem fólk man sennilega eftir úr Resident Evil 2. Söguþráðurinn snýst um höfuðstöðvar Umbrella Corporation, og að sögn leikstjórans Niroshi Shibata er þema leiksins “The struggle to extend your life under the most extreme conditions.”


<u><b>Product Number 03</b></u>

Leikurinn gerist á eyðilegri nýlenduplánetu eftir að tölvukerfið sem stjórnar varnarkerfum nýlendunnar tryllist. Vanessa Z. Schneider er málaliði sem tekur að sér að eyða vélmennum gegn gjaldi. Hún fer niður á plánetuna og verður að sprengja og skjóta sér leið í gegnum her blóðþyrstra véla og tækja.


<u><b>Killer 7</b></u>

Harman Smith er undarlegur gamall maður í hjólastól sem launmorðingi með 7 mismunandi persónuleika, oft kallaður “God Killer”.

Smith tekur að sér að drepa Kun Lan, mann sem stjórnar glæpasamtökum sem hafa völd um gjörvöll Bandaríkin, og þarf að nýta sér hæfileika persónuleika sinna til að takast ætlunarverk sitt.


<u><b>Viewtiful Joe</b></u>

Viewtiful Joe er hasarleikur sem notfærir sér útlit sitt og stíl spilarans til að framkalla ótrúleg brögð og atriði. Hægt verður að hægja á og hraða leiknum, fá nærmyndir og um fram allt, lemja óvinina í klessu sem ofurhetja. Ekki mikið meira er vitað um leikinn að svo stöddu nema að það er aragrúi af óvinum í honum.


<u><b>Dead Phoenix</u></b>

Dead Phoenix gerist í risastórum heimi sem er sífellt að breytast. Samkvæmt leikstjóra leiksins, Hiroki Katou, verður spilarinn frjáls eins og fuglinn og mun geta skoðað heiminn eins og hann vill.


Allir þessir leikir stefna á GameCube, og allir nema Resident Evil 4 eru áætlaðir fyrir 2003.

- Royal Fool

——-
<a href="http://www.capcom.co.jp/gamecube">Heimasíða Production Studio 4</a>
http://www.capcom.co.jp/gamecube