Legacy of Kain Ég er mikill aðdáandi Legacy of Kain leikjanna og hef spilað alla nema þann fyrsta, sem ég gerði þó grein um sem má sjá hér: http://www.hugi.is/leikir/greinar.php?grein_id=45074. Ég sendi inn könnun fyrir nokkru um Legacy of Kain, eða LoK, og ákvað að það væri nógu margir sem höfðu spilað þá til að búa til smá Legacy of Kain grein.

Nú eru komnir út fjórir LoK leikir, Soul Reaver 1 og 2 og Blood Omen 1 og 2. Það má búast við næsta leik einhverntíma í 2003 og hann gengur undir nafninu Soul Reaver 3, en það er ekki endanlegt nafn. Það er orðrómur um að sá næsti muni einfaldlega heita Legacy of Kain og þar mundi maður spila bæði sem Raziel og Kain. Eitt er þó nokkuð víst, það munu ekki vera gerðir fleiri en þrír leikir fyrir hvorja seríu.

Til að byrja með ætla ég að gefa nokkra linka á nokkrar góðar LoK síður.

www.thelostworlds.net: Frábær síða um allt efni sem var eytt úr LoK leikjunum. Framleiðendurnir ná aldrei að klára allt sem leikirinir áttu upprunalega að hafa, og þessi síða segir frá helstu svæðunum og gefur svo hljóðskrár með.

www.noshoth.net: Góð síða, en síðurnar fyrir Soul Reaver 2 og Blood Omen 2 eru hálfkláraðar. Mjög góðir korkar þó.

www.darkchronicle.co.uk: Besta og mest kláraðasta LoK síðan. Með upplýsingar úr öllum leikjunum og margt fleira.

www.legacyofkain.com: Official síðan.

NÚ KOMA SPOILERAR FYRIR ALLA LOK LEIKINA:

Nú vildi ég ræða um við LoK aðdáendurna á íslensku hvað söguþráðurinn í þeim næsta gæti þýtt. Amy Hennig sagði við höfund Lost Worlds.net síðunar að ástæðan fyrir því að BO2 hefur svo margar söguvillur miðað við restina af seríunni er að Kain og Raziel breyttu sögunni í endanum á SR2, sem að er gott að vita, þar sem að ef að þetta væri ekki málið þá væru Crystal Dynamics menn (fyrirtækið sem gerir LoK leikina) orðnir að hálfvitum. En það er enn spurt hvað hafi gerst við Janos eftir að honum var kastað í Demon dimension. Það er líklega eitthvað mjög hræðilegt þar sem að Kain var greinilega mjög hræddur um að Raziel mundi lífga Janos við.

Hylden eru líka stór spurning. Eru þeir virkilega “vondu kallarnir”? Eftir að maður lítur á the Seer (sem er Hylden) þá sér maður að þeir litu ekki út eins og Sarafan Lordinn og hermenn hans, og þá veltir maður fyrir sér hvort the Ancients (raceinn hans Janosar, Winged beings) séu virkilega jafn heilagir og þeir líta út fyrir að vera. Janos Audron þýðir “guðinn með tvö andlit” eða eitthvað þvílíkt og ein myndin á einum veggnum í Air Forge hafði mynd af Ancient sem hafði tvö andlit, eitt var með venjulegan svip en annað andlitið var með illsku skínandi útfrá sér.

Og svo endirinn á SR2. Soul Reaver sverðið var í BO2 svo að þetta þegar Kain breytti sögunni þarna kom greinilega ekki í veg fyrir að Soul Reaverinn yrði til. Hvenær skildi það gerast þá? Skyldi Raziel bara deyja eins og hann átti að gera (samkvæmt sögunni) seinna? Þá í “SR3”?

Og hvað með Elder guðinn? Hann er einn af dularfyllstu karakterum LoK sögunnar. Hver er hann, eða kannski betra, hvað er hann? Hvar var hann í BO og BO2? Hann hefur greinilega sömu mótív og Hyldenarnir, skyldi hann vera einhverskonar Hylden sjálfur? Hann hefur a.m.k. ekki útlitið.

The Seer? Það er nákvæmlega ekkert vitað um hana. Af hverju varð hún eftir þegar restin af Hyldenunum voru bannaðir frá Nosgoth? Vann hún fyrir Ancientana og slapp þess vegna við það? Og hvað með Builderinn? Hann hefur greinilega komið í Demon dimension þar sem hann hefur útlit þeirra, en hann hefur ekki grænu augun sem að fylgja Demonic Hylden. Það hafa hins vegar Prison Guards í Eternal Prison, en þeir geta varla verið Hylden, þeir eru of stórir og of massaðir. Hvað með þessa styttu af Moebiusi? Byggði hann fangelsið? Ef svo þá hlýtur Builderinn að hafa verið í Demon Dimension þangað til að Moebius byggði fangelsið, þar sem hann væri dauður úr elli ef að hann hefði verið annarstaðar.

Álit? Hugmyndir?

Og síðast en ekki síst: Hvenær fær Raziel buxur? Það er bara einn leiur eftir til að gefa honum þær, betra að nota tækifærið. :)

Takk fyrir að lesa!
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane