Metroid Prime (GCN) Metroid Prime (GCN)


“Is Nintendo growing up?” er líklega spurningin sem liggur á hugum
margra. Eru þeir að færa sig yfir í “þroskaða” flokkinn?“ En hver
er þessi þroskaði flokkur ? Líklega sá flokkur sem er háður blóði
og miklum hasar. En er maður eitthvað þroskaðari ef maður tekur
Mortal Kombat fram yfir Mario ? Ef Jón Jónsson færi á skemmtistað
og hitti einhverja fallega stelpu myndu hún frekar vilja hitta hann
aftur ef hann spilaði Mortal Kombat ? Hélt ekki.

Metroid Prime, nýjasti leikurinn í Metroid seríunni myndi örugglega
finna sinn sess inn í ”þroskaða“ flokknum.
Metroid serían er gömul afurð Gunpei Yokoi sem lést í bílslysi
fyrir nokkrum árum .
Nintendo höfðu of mikið að gera þannig að þér stækkuðu um sig og
keyptu Retro Studios og létu þá sjá um að framlengja goðsögnina. En
auðvitað hefur EAD yfirumsjón á þróuninni.
Fyrsta vísbendingin um annan Metroid kom fram í sviðsljósið á
SpaceWorld 2000 þar sem Nintendo sýndi stutt FMV myndband þar sem
Samus hljóp undan pöddum. Þróun leiksins var staðfest stuttu síðar
Metroid áðdáendum til mikillar ánægju. Seinna fóru að streyma inn
myndir á netið, sem voru að vísu ekki fallegar. Nintendo, sem hefur
verið þekkt fyrir frumlegar hugmyndir ákvað að breyta til og hafa
leikinn í fyrstu persónu.
Stóri dagurinn rann upp og leikurinn var sýndur á E3 2002 og nánast
allir sem sáu hann og spiluðu féllu fyrir honum. Leikurinn fellur
ekki undir sama flokk og flestir aðrir fyrstu persónu leikir, First
Person Shooter. Heldur er hann ný tegund fyrstu persónu leikja sem
hefur hlotið nafnið First Person Adventure. Það sem aðskilur nýju
tegundina (FPA) frá FPS er að þú getur ekki hreyft byssuna á sama
tíma og þú hreyfir þig (Þú þarft að halda R inni til þess að miða)
og leikurinn spilast mjög oft í 3. persónu. Þetta hljómar kannski
skelfilega en ég hef ekki orðið var við neinar kvartanir og flestir
telja þetta kerfi henta leiknum mun betur.
Margir segja Metroid Prime spilast eins og Zelda í fyrstu persónu
því að báðir leikirnir hafa svipað miðunarkerfi kerfi, lock-on
mode. Eins og allir vita þá var stjórnin í Zelda framúrskarandi.
Þetta kerfi kemur vel að notum þegar að þú átt að skjóta óvininn að
aftan því þá getur þú hoppað yfir hann og skotið hann án þess að
lenda í vandræðum.
Samus Aran sem er og hefur alltaf verið aðalkarakter Metroid
leikjana er mætt aftur og hefur aldrei litið eins vel út. Í nýja
leiknum eins og í þeim gömlu getur hún breytt sér í kúlu og rúllað
sér í gegnum borðin á ógnarhraða þar sem sjónarhornið breytist
auðvitað í 3. persónu. Það sem minnir líka á Zelda er að Samus er
með einskonar Hookshot í erminni, en með því getur hún skotið sér á
ýmsa staði sem eru ekki í hæfilegri stökklengd.
Retro vill hafa leikinn eins raunverulegan og mögulega hægt er
þannig að þeir ákváðu láta leikinn gerast eins og hann gerist í
augum Samus . Þú sérð í gegnum hjálmglerið en með tækni
framtíðarinnar getur þú breytt sýn þinni á umhverfinu með nokkrum
visorum. Vitað er um nokkra þeirra. Þeir eru Combat Visor, X-Ray
Visor, Night Vision Visor, Infrared Visor og Scanner Visor. Fleiri
verða líklega í lokaútgáfunni. Sá fyrsti er hinn venjulegi combat
visor, sem sýnir bara heiminn eins og hann leggur sig ásamt ástandi
Samus, vopnabúrsins, korti og öðru einföldu HUD. Ef þú skiptir yfir
á Scanner Visor þá geturðu fengið nákvæmar upplýsingar um hlutina
og óvinina sem eru ó kringum þig sem er stórgott því að Metroid
Prime snýst um að kanna og leysa þrautir.

Orðið sem myndi lýsa leiknum best er ”töff“ eða ”kúl“. Samus Aran
er svakalega töff karakter. Eins og starfið þá minnir gæsilegur
búningur hennar minnir mikið á Jango Fett í Star Wars, nema miklu
litríkari og glæsilegri a.m.m. Á síðustu E3 sýningu spiluðu
fjölmiðlar sig í gegnum fyrstu borðin. Borðið sem vekur athygli
mína er fyrsta borðið sem er mannlaus geimstöð á braut í kringum
Tallon IV. Vetrabrautaráðið sendir Samus á staðinn vegna furðulegra
atburða sem hafa átt sér stað. Fjölmiðlar áttu ekki orð yfir
glæsileika leiksins og margir spá honum titlinum ”Game of the
Year“. Retro menn hafa sagt að fyrstu borðin eru aðeins
kynningarborð og það besta á ennþá eftir að koma í ljós. Ólýkt Halo
þá felur leikurinn í sér að mestu að leysa þrautir frekar en að
drepa óvini. Gagnrýnendur kalla myndavélina í Metroid gallalausa og
miðað við það sem ég hef séð þá get ég ekki verið ósammála.
Grafíkin er alveg upp á 10.0 og er langt á undan sinni samtíð.
Vélin þykir mjög öflug og aðalforritari hennar vann áður hjá I.D
með goðinu John Carmack. Umhverfið þykir virkilega flókið og
lifandi og í leiknum eru eiginlega of mörg dæmi til að lýsa því. Ég
skal samt taka nokkur fram. Í geimstöðinni eru veggirnir ekki
flatir, heldur eru á þeim leiðslur og sprungur. Ekkert herbergi
lítur nákvæmlega eins út þannig það reynist erfitt að villast í
leiknum. Gott dæmi um nákvæmni og þrautseigju Retro manna er þegar
þú sprengir óvin sést andlit Samus endurspeglast og kippast til í
hjálmglerinu og innyflin sullast á glerið og leka svo hægt og
rólega niður. Leikurinn skartar mjög flotta lýsingu og djúpa
textura sem eru ekkert síðri en í Rogue Leader. Öll dýrðin rennur
svo á stanslausum 60 römmum á sek sem er vægast sagt ótrúlegur
árangur hjá jafn ungu fyrirtæki og Retro. Ef þið viljið sjá hversu
vel leikurinn lítur út mæli ég með því að þið sleppið skjámyndunum
og skoðið myndbönd í staðinn.

Hljóðið er eitt af stærstu kostum leiksins (hvað er það ekki ?).
Auk umhverfisins skapar hljóðið mjög gott andrúmsloft, öskur í
skrímslum og hávaði í vélum í kringum þig eru hljóðin sem lýsa
kannski fyrsta borðinu best. Samus þegar það er skotið á hana og
það heyrist ótrúlega vel ef þú ert svo heppinn að eiga Dolby Pro
Logic 2 samstæðu. Tónlistin er að lokum frábær og klassíska Metroid
intro melodían er enn til staðar.

Nýlega hefur E3 demóum verið komið upp í stórmörkuðum í
Bandaríkjunum. Skráðir IGN Insider notendur eða notendur annarra
korka hafa örugglega lesið viðtökurnar sem eru ekkert verri en hjá
fjölmiðlum þar í landi. Nánast öllum þykir stýringin mjög þægileg
sem sýnir að fólk ætti ekki að dæma hana áður en það hefur fengið
einhverja almennilega reynslu á leiknum

Nintendo hafa verið duglegir að auglýsa leikinn í verslunum, á
netinu, blöðum eins og EGM, í bíósölum og í sjónvarpi til þess að
fá sem mesta athygli. Leikurinn skiptir greinilega miklu máli og á
eflaust eftir að seljast vel.

Leikurinn kemur út 18. nóv í Bandaríkjunum og líklega snemma á
næsta ári hingað.

”The bitch is back"

Takk fyri