Sæl veriði!
Ég var að skoða mig um á huga þegar ég sá svona “Tilvitnanakubb” og datt þá í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa svoleiðis hér.

Þá gætu það til dæmis verið tilvitnanir eftir leikara, gagnrýnendur eða úr leikritum.
Endilega sendið inn eins mikið og þið viljið, til mín eða hinna stjórnendanna. Við skiptum svo reglulega.

Það sem þarf að koma fram er;
Tilvitnunin
Hver sagði hana
Hvaðan (leikriti, viðtali, blaðagrein)
Og ef hægt, ártal.

Með leikhúskveðju!
Brighton
-Tinna