Jæja krakkalingar!
Ég verð að segja að ég er frekar ánægð með hvernig /leiklist gengur, það er greinilega einhver áhugi fyrir þessu.
Eins dugleg og þið eruð að senda myndir og þess háttar þá vil ég endilega benda á að við höfum líka gaman af því að samþykja greinar!
Takið ykkur smá tíma, þetta þarf ekki að vera neitt ofur langt [þó ekki of stutt].
Greinin mín um árshátíðarleikritið tók mig rétt um 10 mínútur að skrifa og ég er að hugsa um að skella inn einhverri annarri grein bara þegar þessi tilkynning er komin í loftið.

Svo vil ég benda á að ef þið sendið inn myndir er ekki víst að þær verði samþykktar strax. Við ætlum að samþykja um eina mynd hvert á dag ef við fáum nóg sent inn svo endilega notið google.com og finnið skemmtilega mynd til að senda inn! Það þarf ekki endilega að vera einhver leikari, það gæti verið leikhúsið sjálft, eða auglýsing fyrir leikrit. Enn skemmtilegra væri að fá mynd af ykkur sjálfum að leika!

Ekki vera hrædd við að senda hingað inn, smá greinaflóð væri ágætt :)

-Brighton

Bætt við 23. ágúst 2006 - 16:33
Sko, sendi þetta inn kl. 23.12 og byrjaði næstum strax að skrifa nýjustu greinina eftir mig og hún var komin inn kl. 23.30
Tekur ekki langan tíma að skrifa svona :)
-Tinna