Já, hér kemur Trivia nr. 1!!! Ætli hún standi ekki yfir í 2-3 vikur, allt eftir þáttöku. Svörin sendið þið á mig (Selten), og munið að eftir að svör hafa verið send er hvorki hægt að breyta né bæta við. Svo er að sjálfsögðu bannað að nota netið til upplýsingamiðlunar.

1. Hver leikstýrði uppfærslu LA á Ólíver árið 2004? (2)

2. Hvaða leikarar eru þetta? [myndin] (2)

3. ,,Hvað fleiprar þú um tryggð, sem þér er alls ókunnug. Þú munt iðrast þess. Sjá, hér er einmitt konan sem þú óskar þér.“ Úr hvaða verki er þetta? (2)

4. Hver leikstýrði hinum stórskemmtilegu þáttum ”Stelpurnar“? (1)

5. Hver skrifaði Bugsy Malone? (1)

6. ,,Hún gerist í leikhúsi, þar sem starfsmenn verða að setja á svið sýningu vegna þess að gagnrýnandi er mættur degi of snemma. Gjaldkerinn, skúringakonan, saumastúlkan, smíðaneminn og málararnir sviðsetja lítið leikrit þar sem Óli smíðanemi og skúrkurinn Keri eru vonbiðlar Önnu saumastúlku. Óli byggir henni hús en skúrkurinn spillir fyrir sem mest hann má.” Hvaða leiksýningu er hér lýst? (1)

7. Karl Ágúst Úlfsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Sunna Borg og Magnús Geir Þórðarsson eru öll menntaðir leikstjórar. Hvað er rangt við þessa fullyrðingu? (1)

8. ,,Við heitum _____ og _____ og við komum frá Ævintýralandi. Í Ævintýralandi keppast allir við að vera glaðir, góðir og guðdómlegir. Tónlist er þar öllum i blóð borin og stiginn er dans allan daginn alla daga." -Hvaða persónur koma frá Ævintýralandi? (2)

9. Hver fékk Grímuna sem sem leikskáld ársins og fyrir hvaða verk? (2)

10. Í hvaða söngleik eru aðalpersónurnar krakkarnir í Rauðu hauskúpunni og Herra Rokk? (1)

Gangi ykkur vel!