Heima er best Því miður er hætt að sýna þessa frábæru sýningu…svo knappur sýningartími hjá Borgarleikhúsinu núna.

En hverjir fóru að sjá þetta leikrit og hvernig fannst ykkur?

Mér fannst þetta æðislegt leikrit. Og ekkert smá vel leikinn, þá sérstaklega af Jörundi og Góa.
Kolsvört kómedía er einmitt orð sem lýsir því mjög vel. Mjög átakalegt, sorglegt og hræðilegt verk en alltaf er stutt í húmorinn. Þetta var svona eins og dæmigerður farsi -nema þarna fann maður fyrir spennu og einhverjum hryllingi undirniðri.

Til gamans má geta að á www.borgarleikhus.is er hægt að hlusta á “Dúra Lúra” sem er lag sem notað var í sýningunni. Virkar mjög huggulegt lag en eftir sýninguna get ég ekki hlustað á það! Fæ bara hroll! :P
An eye for an eye makes the whole world blind