hehe á ég að monta mig meira?
Pabbi minn var að skipuleggja Verslunarmannahelgina niðri í bæ á Akureyri 2003 eða 2004 [man ekki hvort árið þetta var] og þess vegna fékk ég að fara baksviðs.
Björgvin Franz var með eitt af síðustu atriðunum á laugardagsdagskránni og pabbi ætlaði svo að ná í hann og skutla honum eitthvert. Hann ætlaði að ná í mig líka svo við vorum baksviðs að bíða eftir honum og fórum að tala saman.
Pabbi tafðist svo við Björgvin töluðum saman í um klukkutíma.
Og ég fékk númerið hjá honum og er enn í einhverju sambandi. Hann er frábær.