Oh ég hélt ég væri svo tilbúin í að fara í prufur og æfa mig fyrir það en ég er svo algjörlega týnd.

Ég er búin að læra textann við eina einræðuna mína, úr A Streetcar Named Desire en nú veit ég ekkert í hvaða fót ég á að stíga.

Í fyrsta lagi veit ég ekki hvaða fleiri einræður ég get tekið, ég hef því miður ekki farið á mörg leikrit sem ég man eftir og er algjörlega kvikmyndalega heft.

Ef ykkur dettur eitthvað í hug sem ég gæti skoðað, endilega endilega hjálpið mér, elskurnar mína
-Tinna